Ægir - 01.04.1922, Blaðsíða 34
68
ÆGIR
Vitar 09 sjónerki.
Til leiðbeiningar við útsiglinguna frá
ísafjarðarhöfn á Skutulsflrði hafa verið
sett upp 4 ljós þau er hér segir:
Við innri Naustabæ tvö Ijós er bera
saman í stefnu 89°, neðra ljósið 25 m.
frá sjó, hæð 6 m. yfir sjávarmál, efra
ljósið 70 m. ofar, 10,5 m. yfir sjávarmái,
bæði föst, hvit. Ljósin eru í ljóskerum á
á 4,5 m. háum staurum.
Á Kaldareyri tvö ljós er bera saman í
stefnu 57°, neðra Ijósið 8 m. frá sjó,
hæð 6 m. yfir sjávarmál, efra ljósið 56
m. ofar, 8 m. yfir sjávarmál, bæði föst,
hvít. Ljósin eru í ljóskerum á 4,5 m.
háum staurum.
Logtími 1. september til 31. marz.
Skip, sem fara út frá Pollinum, haldi
saman Naustabæjaljósunum, þangað til
Kaldareyrarljósin koma saman. Því næst
er farið eftir þeirri stefnu þangað til
Naustavitarnir gömlu bera samán og er
þá farið út sundið eftir þeim.
Reykjavik, 26. apríl 1922.
Vitamálastjórinn.
Th. Krabbe.
„Sterling".
Hinn 1. maí strandaði hið góða gamla
skip »SterIing« við Brimnes á Seyðisfirði.
Var skipið á leið inn Seyðisfjörð, er svarta
þoka skall á. Var það harður straumur,
sem bar skipið út af réttri leið. Mann-
björg varð og gekk greiðlega þar eð veð-
ur var gott, en lítið bjargaðist af vörum.
»Geir«, björgunarskip, fór þegar er fregn-
in barst hingað að austan, til þess að
reyna að bjarga skipinu, en það reynd-
ist ókleyft.
Skipshöfnin kom hingað með »Gull-
foss« 19. maí og sjópróf var haldið í
Reykjavík hin 22. s. m.
Bátðtapi. Hinn 18. april fórst bátur í
fiskiróðri úr Hafnarfirði, ^með 3 mönnum.
Ofsaveðnr. Laugardagskveld 13. mai
skall hér á voðaveður af norðri með bil.
í því veðri er talið víst að mótorbátur
»Hvessingur« frá Hnífsdal hafi farist með
9 mönnum, og enn vantar mb. »Sam-
son« og mb. »Aldan« frá Eyjafirði, og
eru menn hræddir um að þeir bátar
hafi farist. Eru þá druknanir orðnar um
70 þessa vertíðina.
Sklpstrand. Ms. »Svalan«, eign Sam-
bandsins o. fl. rak á land hinn 24. mars
að kveldi og brotnaði mjög. Skipið lá í
vetrarlegu á Rauðarárvík við Reykjavík
en sleit festar í norðanroki þvi, er geys-
aði þann dag. »Geir« náði skipinu út og
var það tekið upp á dráttarbrautinni hér
í Reykjavík hinn 10. maí og mun véra
hið þyngsta skip, sem hér hefir enn ver-
ið sett á land. — »Svalan« er skonnort-
skip fjórmastrað og er 397 br. rúmlestír,
135 feta löng og 28,9 feta breið.
Síldveiðl með reknetum stunda tvö
skip í Jökuldjúpi, »Haraldur« og »Skjald-
breið«. Pau hafa aflað dável, þegar litið
er á illar gæftir.
Skipsstrand.Norskt eimsk.,Agnes,strand-
aði 16. maí nál. Kúðaósi. Mannbjörg varð.
Skipið finst hvergi og ekkert spyrst til þess.
Ritstjóri Sveinbjörn Egrilson.
Prentsmiöjan Gutenberg.