Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 9
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ISLANDS. 18 árg, | Áskorun til fiskimanna. Eins og flestum mun nú kunnugt, voru merkt nokkur (fimm) hundruð af þorski fyrir norðan og austan land í sumar sem leið, og á þriðja hundrað skarkolar (»rauðsprettur«), og þeim slept aftur í sjóinn, i þeim tilgangi, að fá aukna þekkingu á göngu þessara fiska hjer við land, og svo er i ráði, að merkja nokkur hundruð við suðurströndina á nú i hönd farandi vertíð. — En þetla er að eins önnur hliðin á málinu, því að árangur verður enginn af merkingun- um, nema því að eins, að fiskarnir veið- ist aftur, merkin hirt og þeim komið til skila, með þeim upplýsingum, sem beðið hefir verið um (veiðistað og stund, og lengdina á fiskinum ystu enda á milli), — En þetta vill ganga skrykkjótt. Eg veit dæmi þess, að merki af kola frá Norðurlandi í sumar, hafa komið frá Englandi, þó að fiskurinn hafi verið veiddur á íslenzk skip, og eg veit um merki, sem hafa verið hirt, en glatast. Eg vil því leyfa mér, tyrir hönd þeirra, sem merlcinguna láta gera, að skora á alla góða menn, bæði fiskimeunina sjálfa, aðgerðarfólk í landi, umsjónarmenn við aðgerð og útgerðarmenn, að hafa góðar gætur á merkjunum og koma þeim til skrifstofu Fiskifélags íslands í Reykjavik, eða til erindreka Fiskifélagsins, ef það er þægilegra, og láta það ekki dragast lengi. Nr. I. Verðið (2 kr.) fyrir hirðingu merkja er í sjálfu sér lítið keppikefli; en hver sá, sem hirðir merki o. s. frv., og kemur þvi til skila, hjálpar til að ráða hina gömlu gátu, sem menn hafa frá alda öðli reynt að ráða: hvernig göng- um fiskanna er háttað; og það ætti að vera nóg hvöt öllum þeim, sem hafa at- vinnu af fiskveiðum, til þess að gá að merkjunum. I sumar sem leið merktu Danir 500 þorska við vesturströnd Grænlands, til þess að reyna að fá svar upp á það, hvaðan þorskurinn, sem þar fæst á sumrin, sé kominn. Fað er varla við því að búast, að þess konar fiskur fáist hér, því að svo er nú litið á, að ísland hafi sinn eigin þorskstofn, sem ekki fari til annara landa, og að hingað komi ekki þorskur írá öðrum löndum. En það gæti hugsast, að þessi kenning væri eigi á fullum rökum bygð, og því ástæða til að gá vel að þorsmerkjunum á næstunni. B. Sœm. Sjávarútvegurinn 1924. Árið sem nú er nýliðið, er eilthvert það bezta og happadrýgsta, sem lengi hefir komið fyrir sjávarútveginn, og er því vel viðeigandi að Ægir kveðji það með nokkrum orðum. Reykjavík, Janúar 1925.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.