Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 23

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 23
ÆGIR 15 sé þeirra sök. Árangurinn af þessu er sá, að bifreiðarslys eru vonum fremur fátíð. Enginn vafi er á þvi, að mýmörg dæmi eru til þess, að skipráðendur hafa teflt lifi háseta sinna i hætlu án þess nokkur brýn nauðsyn hafi horið til. Mörg slys hafa af þessu hlotist, og oft hefir legið nærri tjóni. Auðvitað hefir það ekki verið viljandi gert, heldur í þeirri trú, að komast mætti hjá slysi. En eigi að siður er jafnmikil ástæða til þess að sekta skipstjóra eða svifta hann réttind- um sínum, sannist það, að hann hafi að þarflausu teflt lífi manna í voða, eins og bílstjórana. Fyrir skömmu var smákæna send í land frá vélbát í náttmyrkri og úfnum sjó í ólafsvik. Bátnum hvolfdi í lendingu, að sagt er, og mennirnir fórust, allir þrir. Þetta er eitt dæmi af mörgum, um liið staka varúðarleysi, sem viðgengst hjá sjómönnum þessa lands. Mennirnir á vélbátnum hirða eigi um, að því er séð verður á fréltunum um slysið, að fylgja bátnum upp að landi, heldur sleppa þeir honum frá sér út í myrkrið og halda síðan leiðar sinnar. Oftsinnis hafa menn druknað á þessum smáfleytum milli vélbáts og lands, stundum á nokkur hundruð faðma leið, oft fyrir ofhleðslu. Vitanlega yrði skipstjóri eigi dómfeldur fyrir sumt þessara slysa, þótt skerpt yrði á ábyrgð þeirra í þessu efni, og það er eigi heinlinis þeirra sök. En mæla skips- ráðendur yfirleitt þau varúðarorð, sem þarf, til manna, er þeir fara í land á þessum fleytum, og gæta þeir varúðar um, að ofmargir menn hrúgist ekki nið- ur i þær? Eg held ekki. Slysið i ólafsvík — eitt af mörgum af líku tægi — ber á móti þvi. Slysið á Patreksfirði fyrir mörg- um árum er og ýmsum minnisstætt, og fjölmörg önnur minniháttar slys, sem gleymast að vörmu spori. Um þau stys, sem henda í ferðum, er nokkuð örðugra að fást við. En allir vita, að menn fara oft að þarflausu á vondum tímum um tæpar leiðir, stundum ókunnugir leiðum. I ófriðnum var oft teflt óforsvaranlega djarflega með fólksflutning milli lands- hlutanna, og munaði oft litlu, að slys hlylist af. Þann sið má eigi taka upp aftur, enda má segja, að nægar gufu- skipaferðir falli umhverfis landið. Varla er annað furðulegra, en hvernig hinum fjölmörgu sjóslysum er tekið hér á landi. Um gáleysisslysin er getið í blöð- um og manna á meðal eins og sjálfsagð- an hlut, sem ekki sé unt að komast hjá. Þegar um stórfeld slys er að ræða, er eft til samskota, og ganga þau oft greið- lega, þvi þótt þjóðin sé deilugjörn, þá er fólkið yfirieitt bjálpfúst, og vill létta byrðar þeirra, er hjálpar þurfa. Það út af fyrir sig er kristinn og fallegur siður. Líftryggingar og slysatryggingar eru góðar. Samskot má nota í neyð. En þau eru neyðarhrauð fyrir veitendur, og þó einkum þiggjendur. Róttækuslu og happa- sælustu ráðstafanirnar í þessum efnum eru að keppa að þvi, að fækka sjóslys- unum. Og það er unt að fækka slysun- um um helming. Það verður að gerast með ströngum reglum um útbúnað skipa, bygðum á þekkingu á islenzkri sjómensku og innlendum staðháttum. Það verður að gera meiri kröfur til sjómenskuhæfileika skipstjóra, einkum hinna stærri vélbáta. Þeim er nú haldið úti á öllum árstíðum hjer vestra, og lætur þvi að líkindum, að þörfin í þessum efnum er brýnni þar en annarsstaðar. Og það verður með öllum ráðum að innræta mönnum meiri varúð i sjóferðum en nú á sér stað. Fiskimennirnir eiga þar ekki einir óskil- ið mál, heldur þjóðin yfirleitt. Björgun-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.