Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 28

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 28
20 ÆGÍR anna gerði það að verkum, að sama firma tók að beita sér fyrir þvi, að finna upp vél til þess að fletja fisk. En hér voru erfiðleikarnir meiri, og má gera ráð fyrir, að sú uppfundning hefði naumast tekist ef verksmiðjan hefði ekki þegar verið komin á rétta slóð, þar sem uppfundning sildarflatningsvélanna var. Eftir nokkrar tilraunir tókst að finna upp vél til að fletja fisk á þann hátt, sem krafist er til saltfisksverkunar. Vélar þessar hafa reynst mjög vel á Þýzkalandi og vinna nú t. d. í einni verksmiðju þar, 15 slíkar vélar við flatningu fisks, sem að mestu leyti er isfiskur úr togurum. Þó að flatning fisksins sé sá þáttur aðgerðarinnar sem útheimtir mesta vinnu og tíma, krefst hausun fisksins einnig mikillar og erfiðrar vinnu, svo að hún er óefað erfiðasta verkið við aðgerðina. Það var því ekki litið skref á sviði saltfisks- iðnaðarins, þegar sama firma fann upp vél til þess að hausa með fisk, sem haus- ar eins vel og best er handhausað en út- heimtir sáralítið erfiði fyrir manninn sem vinnur við hana. Vér íslendingar erum íiskiþjóð og hljót- um því að byggja velmegun okkar í ná- inni framtíð í fiskiveiðum og fiskiðnaði, og þar eð talsvert mikill hluti af dýrmæt- asta vinnukrafti okkar fer einmitt í það að gera að fiski, er ekki úr vegi fyrir okkur að gefa gaum að þeim uppfundn- inguin sem koma fram til þess að flýla fyrir og minka stritið við fiskaðgerð og fiskiðnað. Ég leyfi mér því að tilfæra hér útdrátt úr grein eftir merkan höfund, sem hann ritar um fiskiðnaðarvélar í þýzka ritinu »Der Fisch«, rit sem ræðir fiskiveið- arnar, og þó einkum fiskiðnaðinn, svo að segja frá alþjóðasjónarmiði. Honum farast þannig orð: wÞær kröfur sem nokkrar tegundir fisk- iðnaðarins, sem þurftu á hausun fisks í stórum stil að halda, gat slétthausunar- vélin ekki uppfylt. Og koma hér til greina þær fiskverkunaraðferðir sem krefjast þess að fiskurinn sé hausaður eftir boglínu tálknsopsins. En aðalverksvið fyrir slíka hausingu er saltfisksiðnaðurinn. Til þess að fullnægja kröfum þessarar iðngreinar og hausa fiskinn án þess að skilja svíns- og hnakkafiskinn eftir, er vjelin sem sjá má hér í auglýsingu á síðu 2 að framan. Hún hausar fiskinn nákvæmlega eftir bog- línu tálknopsins. Eins og menn höfðu margsinnis komist að raun um þegar þeir voru að hugsa upp og siðar að endurbæta síldariðnaðar- vélarnar, var aðeins hægt að ná fínnri vinnu með vélum, með því að taka sköpu- lag fisksins nákvæmlega til yfirvegunar. Með því náðist sá árangur, að vélin haus- ar nákvæmlega eftir tálknopinu, mjög ólíka fiska, jafnt stóra sem smáa, svo sem: ýsu, ufsa, þorsk, keilu o. fl. Þessi árangur náð- ist með því að byrja skurðinn ekki að utan, eins og með slétthausunarvélinni, heldur í miðju tálknopi og sníða svo með tvíeggjuðum íbjúgum skóflumynduðum hníf upp úr svíninu og niður úr hnakka- fiskinum. Á þennan hátt var hægt að kom- ast hjá því, að nokkuð af svins- eða hnakkafiski fylgdi hausnum. í auglýsing- unni hér að framan sjást ufsi og ýsa, sem hausuð eru í þessari vél og sést á þeim hvernig vélin tekur svíns- og hnakkafisk- inn með bolnum, eins og best er gert þeg- ar handhausað er. Með vélinni er unnið þannig: Maðurinn sem vinnur við vélina, grípur fiskinn, sem lagður hefir verið uppá vinnu- borðið, með hægri hendinni þannig, að kviðurinn snýr upp og ýtir lionum eftir vinnuborðinu, sem er hægramegin við vél- ina, þar til fiskurinn kemur með tálknopið beint fram undan þrístrendum fleini, sem stendur fram úr hnífnum. Síðan grípur

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.