Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 11

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 11
ÆGIR 3 Ennfremur rættist þar nokkuð úr með þorskveiðina i norðurfjörðunum, þegar leið á sumarið. Enginn eíi er á því, að bætt landhelgis- gæsla fyrir Vestfjörðum í sumar, á tölu- verðan þátt í því hve góðan árangur ára- bátaveiðin hefir gefið þar í ár, enda er smábátaútgerðin ennþá svo stór þáttur á fiskframleiðslu vorri, að hún á fyllilega skilið að hún sje styrkt eftir megni í baráttunni fyrir tilveru sinni. Veðráttan var allhagstæð til fiskverkun- ar mikinn hluta sumarsins, og var sól- þurkað mikið af þeim fiski, sem fiskað- ist frá Vesturlandinu, og auk þess flutt töluvert af fiski þangað frá Suðurlandinu til verkunar. Austfirðír. Á Auslfjörðum hefir árið sömuleiðis verið mjög gott, og eru hlutföllin þá hjer- umbil þau sömu og á Vestfjörðum. Á seinni árum hafa bátarnir af norð- urfjörðunum stundað veiði frá Hornafirði fyrri hluta vertíðar, og hafa þeir aukið framleiðslu fjórðungsins töluvert með því móti. Á seinni árum hafa Austfirðingar keypt nokkra stóra mótorbáta og stunda á þeim færafiski fyrri hluta sumars, og er útlit fyrir að það muni gefast vel. Beituleysi hefir verið einn af mestu erfiðleikum útgerðarinnar á Austurlandi nú í mörg ár, því sildin hefir svo sem kunnugt er, lagst frá þeim hluta landsins nú um tíma, en áður fyrri var síldin vön að vera þar mikinn hluta ársins. Verða Austfirðingar því að sækja mest af sinni beitu til Norðurlandsins og er það miklum erfiðleikum bundið. Samtals var afli á Austurlandi um 30 þús. skpd. á árinu. Óþurkar voru þar miklir í sumar og mikið flutt út af óverkuðum fiski, Norðurland. Á Norðurlandi eru þorskveiðarnar, að því virðist, heldur í hnignun. Færaskipunum hefir fækkað þar eins og víða annarstaðar, enda er þar varla mikils að sakna, því svo mörg mannslíf fylgdu þeim vanalega síðustu ferðina, og margra ára reynsla var búin að sanna, að þau voru ekki fær um að mæta þeim veðrum, sem þau þurftu að geta staðist og sem altaf er von á hjer við land, bæði vor og haust. Sama er með tilraunir þær, sem gerðar voru fyrir nokkrum árum frá Norðnr- landinu, með veiði á stærri vjelabátum fyrir Vestfjörðum eða frá Suðurlandinu á vetrarvertíðinni. Fessum tilraunum hefir alveg verið hætt, og má nú heita að mörg af stærstu mótorskipum frá Norðurlandinu stundi ekki aðra veiði en síldveiðina að sumr- inu, og svo annaðhvort færa- eða línu- veiði að vorinu, áður en síldveiðarnar byrja. Þó stundaði eitt þilskip þaðanfæra- veiðar alt siðastliðið sumar. Tilraunir voru á þessu ári gerðar frá Norðurlandinu með dragnótuveiðar (snur- revaad) á mótorbátum, bæði fyrir og eftir síldveiðina og fóru bátarnir sjálfir með afla sinn til Englands og seldu hann þar. Tilraunin sem gerð var fyrir síldartím- ann hepnaðist allvel og mun hafa gefið góðan arð, en sú tilraun sem gerð var að haustinu til, mislukkaðist, því tveir af bátunum sem stunduðu hana ráku á land i Húsavík í stormi, og skemdust, og báturinn sem sigldi með veiðina til Englands varð þar fyrir vjelabilun, sem tafði hann um langan tíma. Árabátaveiðin hefir verið stunduð með miklu kappi og ágætum árangri frá Norð- urlandi i sumar, enda gekk fiskur þar að landinu óvenju snemma, einkum þó jnn á Skagafjörð. Meðalafli á bát með

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.