Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 26

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 26
18 ÆGIR Miveiðar Wimumi í október 1924, tekið úr skýrslu »Fiskiveiða og siglingaráðs Canada«. í októberniánuði voru flult á land til hafna, er liggja að Atlantshafi og Kyrra- hafi 74,901,500 pund af allskonar fiski og verð þess afla 1,950,152 dollarar. I október 1923 var afli 53,235,400 pund og verð hans 1,615,712 dollarar. Atlantsbafld. Við.strönd þess var afli alls af þorski, ýsu, kolmúli og Pollock (lýri) i október 1924 13,212,700 pund. I október 1923 var allur aflinn 14,715,900 pund, þorskur var 3,100,000 pund minni en 1924, en meira veitt af ýsu og öðrurn fisktegundum. Síldaraflinn í október var 3,642,600 pd. og er það 1,860,300 pundum meira en í október árinu áður. Mest af hinni veiddu síld hefir verið notað til beitu. Makrílveiðin varð 3,023,200 pund; í október árinu á undan var hún 918,900 pund. Sardínuveiðar 46,375 tunnur komu á land; eru það 13,256 tunnum meira en aflaðist í október 1923. Veiðar með lag- netum byrjuðu þennan mánuð, en afli varð rýr, að eins 196,900 pund flutt á land. Ostrur 13,857 tunnur fengust og er það 1,758 tunnum meira en í október 1923. Humar (Lobster). Afli var 380,100 pund; í október 1923 var hann 609,200 pund. Síðan veiðin byrjaði hafa 26,862,300 pund aflast; af þeim afla hafa verið út- flutt 6,622,199 pund með skel og 100,486 kassar af humar í dósum. Á jafnlöngum veiðitíma 1923, var afli 37,276,100 pund. Selt þegar á land kom, til neyzlu 7,965,900 pund, afgangur 29,310,200 pund lagt nið- ur i dósir og urðu það 146,436 kassar. Kyrrnhafsströndin. Af lúðu veiddist í októbermánuði 1924 2,441,200 pund; í október 1924 1,849,200 pund. Laxveiði í oklóber varð 33,491,500 pd.; í október 1923 var hún 13,675,100 pund- um minni. Soðið niður í mánuðinum 257,406 kassar, sama mánuð 1923,176,449 kassar. Pilchards (Sardinutegund). Á land var flutt 1,274,200 pund; er það 1,076,500 pd. meira en í október 1923. Síldveiði var 4,211,300 pund, er hún meira en helmingi meiri en á sama tímabili 1923. Eins og að undanförnu var meiri hluti síldarinnar saltaður og hún send til Austurlanda. 2 fiskimenn druknuðu við Atlantshafs- strendur i októbermánuði. Olíufatagerð. Hr. Hans Kristjánsson á Suðureyri við Súgandafjörð, hefir byrjað olíufala- gerð þar á staðnum. Sendi hann skrifstofu Fiskifélagsins sýnishorn af iðnaði sínum; var skýrt frá fyrirtækinu í flesium blöðum bæjar- ins og mönnum boðið að skoða olíuföt- in. Ber öllum, er skoðað hafa, saman um, að frá fötuuum sé prýðilega gengið og iburður virðist góður, en hjer syðra hafa þau eigi verið reynd. Hugmynd Hans er að hreinsa, gera við og bera í gömul olíuföt og væri óskandi að það kæmist á, þar eð það mundi spara mikið fé. Fyrir veslan eru menn farnir að nota fötin. Fiskifélagið hefir styrkt Hans Kristjánsson lítið eitt er hann byrjaði fyrirtæki þetta.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.