Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 29

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 29
ÆGIR 21 maðurinn einnig um höfuð fisksins með TÍnstri hendinni og stingur honum á flein- inn, svo að fleinninn rekst í gegnum tálkn- opið og stýrir þannig fiskinum svo, að hann lendir nákvæinlega rétt fyrir hnifinn, og er þá handavinnan búin. Síðan koma tveir armar upp úr borðinu, sitt hvoru megin við fleininn og ýta fiskinum áfram á hnífana, sem breikkar eftir því sem ofar dregar og sniður þá efri egg hans fram og upp til kverksigans og svínið í sundur en neðri egg hans sniður niður og fram gegnum hnakkafiskinn, þar til haus og bolur falla sinn hvoru megin, hvor í sina reunu. Armarnir, sem fluttu fiskinn, síga nú lóðrétt niður og færast undir borðiuu í áttina til mannsins, koma svo upp og ýta næsta fiski. Meðan að armarnir flytja fiskinn móti hnífnum, grípur maðurinn næsta fisk og stingur á fleiuinn og svo koll af kolli. Með þessari tilhögun, er erf- iði hausingarmannsins gert svo einfalt og laust við strit, sem frekast er unt og þar eð maðurinn getur strax slept fiskinum, þegar hann er fastur á fleininum er engin slisahætta við vinnuna. Með ofangreindri vinnuaðferð geta menn hæglega hausað 15 til 20 fiska á mínútu, án nokkurs tillits til stærðar fisksins. En á kappmótum í Englandi, þar sem menn hafa leitast við að ná sem mestum vinnu- hraða, hausa menn að meðaltali 24 til 26 fiska á mínútu og eru það með 8 stunda vinnudegi 12,500 fiskar á dag, eða næst- um fjögra manna verk. Þar við bætist, að vélin hausar altaf jafn vel, svo að vél- hausaður fiskur er hérum bil 5°/o þyngri, heldur en handhausaður. Til samauburðar má geta þess, að það er talið hjer meðalmannsverk að hausa 5 til 6 fiska á mínútu af vertíðarþorski og ufsa. (Framh.). Samsæti hélt Stjórnarráð íslands allri skipshöfn á varðskipinu »Þór« og skipstjóra Jóni Kristóferssyni á »Enok«, sem nú verður fyrsti stýrimaður á wÞór®, föstudagskveld hinn 23. janúar. í forföllum forsætisráðherra mætti atvinnumálaráðherra Magnús Guð- mundsson og skrifstofustjóri Guðmundur Sveinbjörnsson. í samsætinu tóku og þátt fulltrúi Sigf. Johnsen, yfirdómslögmaður Steindór Gunnlaugsson og boðnir voru forseti og ritari Fiskifélagsins. Atvinnu- málaráðherra bauð gesti velkomna og mintist á hina ötulu framgöngu skipstjóra og yfirmanna, við strandvarnir síðastliðið ár, auk þess ávarpaði hann alla skipshöfn í einu. Skipstjóri á »Þór« Jóhann Jóns- son þakkaði/fyrir þá viðurkenningu, sem landsstjórnin sýndi sér og skipshöfn sinni og forseti Fiskifélagsins mintist Björgunar- félags Vestmannaeyinga og starfs »í5órs«. Samsætið fór fram á »Hótel ísland«. ^unnudagur §;j ó iii aim a. Á Akranesi er nú ákveðið að halda sjómannamessu sunnudaginn 1. febrúar. Undanfarið hefur töluvert verið ritað um þetta í blöðum hér. Stafa þau skrif mest af því, að undirritaður tók eigi nægilega fram í smágrein í Morgunblaðinu um þessa lofsverðu ákvörðun Akranessafn- aðar, hve mikið hefði verið gcrt í þessa átt í höfuðstaðnum, en það þekkja svo margir, að ég áleit þess ekki þörf. í þessu máli hafa þó Akranesbúar orðið á undan öðrum; þeir hafa samþgki að draga upp þjóðarfánann sem virðingarmerki fyrir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.