Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 14
6 ÆGIR öruggari en mótorbátarnir, en manntjónið liefir verið afskaplegt á þeim, svo sem kunnugt er, sem mun stafa af þvi að þeir eru ekki færir um að mæta öllum þeim stormum, sem koma hér við land, en síðan að bátarnir stækkuðu og sjó- sóknin óx og farið er að halda til á bát- unum á djúphafi i vetrarskammdegi, þá er slíkt ekki fært nema traustum og af- burðagóðum skipum. Hvort að gufubátarnir eru þar nokkuð tryggari verður reynslan að skera úr, en óhug nokkrum kastar það á þessa til- raun hve mörg af þessum aðkeyptu skip- um eru gömul og útslitin, en veðráttan hér er slík, að við þurfum ekki síður traust skip og góð en þær þjóðir, sem við kaupum skipin af og þar að auki eru viðgerðir og viðhald töluvert erfið- ara og dýrara hjá okkur en viða annar- staðar. Kristján Bergsson. Leirhöfn. Síðan sú breyting varð á útgerð báta til fiskveíða hér við land, að mótorbát- ar komu i stað róðrabáta, þá hefir um leið skipt mjög um útgerðarslaði bátanna. Áður var mestur bátaútvegur frá útskög- um (Hafnir á Skaga, Dritvík) eða eyj- um (Seley, úteyjar Breiðafjarðar) þar sem skamt var á fiskmiðin, og voru þá ekki gerðar aðrar kröfur til staðarins en að lending og uppsátur væri sæmi- legt, en minni þörf á höfn þar sem skip gætu legið fyrir festum, þar sem báturnir voru dregnir á land að róðrinum lokn- um. Nú er það óhjákvæmilegt fyrir mót- orbátana að hafa aðsetur þar sem lægi er sæmilegt þótt veður versni. En mót- orbátahafnirnar eru sjaldan eins vel sett- ar með vegalengd á fiskimiðin og hinar gömlu stöðvar róðrarbátanna, sem veld- ur kostnaði og óþægindum; má þar fyrst telja meiri olíueyðslu, tímatap við út- og heimsiglingu, og fleiri árangurslausar ferðir, þar sem oft spillist veður meðan á útsigling stendur, þar sem langt þarf að sækja, en hinir sem slcamt eiga, geta beðið birtu og séð hvað veðri líður áð- ur en út er sigll. Rað hefir lika á síðari árum talsvert verið rætt um það að gera fiskveiða- hafnir á hentugum stöðum kringum landið, og verður sjálfsagt eitthvað fram- kvæmt í þá átt þegar fjárhagur landsins leyfir. En áður ætti að rannsaka þá staði, sem frá náttúrunnar hendi eru hæfir í þessu skyni. Og með línum þeim, sem hér fylgja vil eg vekja athygli útgerðar- manna og sjómanna á stað, sem að mínu áliti er vel fallinn til fiskveiða með mót- orbátum. Sá staður er Leirhöfn á Mel- rakkasléttu. Leirhöfn er á Melrakkasléttunni vest- anverðri, milli Rauðanúps og Svartastaða- núps, rétt sunnan við heimsskautabaug- inn. Er aðalstefna strandarinnar á því svæði, talin frá Rauðanúp, lítið eitt aust- an við hásuður. Skamt sunnan við Rauðanúpinn gengur lítið nes veslur í sjóinn, Rílsnes, og sunnan við það skerst Leirhöfnin inn í ströndina til suðausturs og er bærinn Leirhöfn suðaustan við höfnina. Vestan við hana er láglendur tangi, og þegar hann þrýtur, tekur við víðáttumikill skerjaklasi, sem ver höfnina alveg fyrir hafáttum, svo þar er jafnan lyngt þótt sjór sé úfinn úti fyrir. Leiðir inn á höfnina eru tvær. Milli tangans vestan við hana og skerjaldas- ans er sund, sem oftast er fært mótor- bátum og smærri bátum. En aðalinn- siglingin er inn undir ströndina norðan við skerjaklasann og svo inn sund milli

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.