Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 25

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 25
ÆGIH 17 sinnum lengra varð bilið milli skips og sjávarmáls i aðsogunum. Fram undir kl. 11 um kvöldið var ekki hægt að koma við neinum björgunar- framkvæmdum. En þá sætli Þorleifur lagi og komst svo nálægt skipinu, að hann gat kallað til skipverja, og sagt þeim að reyna að kasta línu í land. Þeir gera tilraunar til þess, en árangurs- lausar. Þá kallar Þorleifur aftur og segir þeim að binda viðarbút við línuna. Þeir binda þá björgunarhring við endann, og tekst mönnum Þorleifs að vaða út í brimið og ná í hringinn. Er þá komið samband við land. Kaðallinn úr skipinu er festur. En hann bar svo lágt, að við- búið var, að brimaldan tæki mennina af kaðlinum, áður en þeir kæmust alla leið. Fer þá einn af mönnum Þorleifs út í brimið, og heldur sér við kaðalinn úr skipinu. Bundinn er kaðall um annan mann Þorleifs, og veður hann út i brimið, en Þorleifur skorðar sig í slórgrýti uppi i fjöruborði og heldur í þann kaðal. Þá taka skipverjar að feta sig eftir skipskaðlinum. En svo fór sem varði. Þegar þeir þreyttust skolaði brimið þeim af kaðlinum. En mönnunum, sem voru úli í briminu, tókst að ná i alla skip- verja, og dróg Þorleifur þá jafnóðum til sín. Fjórði maður tók við þeim af Þor- leifi og leiddi þá upp á malarkambinn, þar sem sjór náði ekki til þeirra. Um miðnætti voru þeir allir komnir i land óskaddaðir, nema hvað þeir höfðu marist litilsháttar hér og þar i volkinu. Þeir voru allir í góðu yfirlæti í Þoiláks- höfn meðan þeir biðu ferðar suðar. Um nóttina kl. 4—5 voru 5 tog- arar komnir til Þorlákshafnar, er frétt höfðu af strandinu, til þess að verða skipverjum til bjargar. En bjálpar þeirra þurfti ekki við. Skipið er eitt af togurum Hellyers Bros.-félagsins, er útgerð hefir i Hafnar- firði. Var hann á leið hingað, til þess að stunda hér veiðar; kom beina leið frá Hull, og sá ekki land fyr eu um seinan. Skipverjar voru 10. Flestir þeirra munu hafa átt að fara af skipinu í Hafnarfirði, og lslendingar að koma í staðinn. Hinn 17. janúar strandar mótorbátur »Hákon« eígn Jóh. Eyfirðings, við Ós- hlíð við ísafjarðardjúp. Var það i norð- an veðri. Mannbjörg varð. Hinn 14. janúar tók út mann af tog- aranum »Snorra goða«, rétt fyrir utan Gróttu; náðist maðurinn ekki. Hann hét Björn Sæmundsson, búsettur á Berg- staðastræti 40 í Beykjavík. Hinn 15 bjargaði togarinn »Belgaum«, skipstjóri Þórarinn Olgeirsson, bát með 9 mönnum frá Sandi undir jökli. Var hvast mjög og drógu menn ekki. Er »Belgaum« hafði skilað þessum bát, bauð hann fram hjálp til þess að leita, væru fleiri á sjó frá umhverfinu, en þetta var síðasti báturinn, sem á sjó var. Hinn 29. desember s. 1. sigldi togarinn »SkalIagrímur« á stórt gufuskip »Inger Benedicte«, sem lá á ytri höfninni, hlað- ið kolum. Sökk »Inger Benedicte« að vörmu spori en skipshöfnin komst upp í togarann. Hafnarstjóri gerði þegar ráðstafanir til að merkja staðinn, þar sem skipið ligg- ur á botni. Sjóréttur var þegar haldinn út af slysinu. Skipstjóri »Skallagríms«, Guðmundur Jónsson, var í landi um jólin en hafði fengið í sinn stað, skip- stjóra Guðmund Sigurjónsson til að vera með skipið þessa ferð og var hann skip- stjórinn er áreksturinn varð.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.