Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 13

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 13
ÆGIR út síld fyrir rúmlega 51/* milj. krónur og er þar ekki meðtalið sýldarlýsi eða síld- armjöl. Yfirlit. Fiskverðið má telja að haíi verið mjög gott alt árið, og fer jafnt og stöðugt hækk- andi alt árið, stafar það tnikið af því að markaðurinn og eflirspurn eftir fiski í Miðjarðarhafslöndunum er stöðugt að aukast og okkar fiskur að vinna sér nýja og nýja markaði. Sömuleiðis hafa saltfisksveiðar Frakka við Newfoundland mishepnast í ár og hefir það mikil áhrif á okkar saltfisksölu, en ekki síst mun það hafa haft áhrif á verðið, hve lítið var liggjandi af fiski á markaðinum frá fyrra ári, en sá fiskur, ef mikið er af honum, fellir nýju fram- leiðsluna þegar hún fer að koma á mark- aðinn og heldur þar af leiðandi verðinu niðri. Við byrjun ársins var fiskverðið kring- um 145 kr. pr. skpd,, en við lok ársins var það kom)ð í 225 kr. pr. skpd. Petta er mikil hækkun þó eingöngu væri miðað við isl. peninga með óbreytanlegu gengi, en sé miðað við útlenda mjrnt, eða um leið athugað hvað ísl. peningarnir hafa hækkað í verði á árinu, þá verður hækk- unin stórkostleg, t. d. 12. mars kostar eitt pd. sterling kr. 33.95 en um áramót- in lcr. 28.00, en þrátt fyrir þessa hækkun á íslenzku krónunni hefir verðið á fisk- inum innanlands altaf farið hækkandi alt árið. Alls hefir verið flutt út á árinu 40.915.579 kg. af verkuðum fiski og 13.743.788 af óverkuðum fiski. I útílulningnum 1924 eru talin með 5.514.720 kg. = 34.467 skpd. sem voru liggjandi hér frá f. á. (1923) og mun nú um áramótin vera liggjandi töluvert meira af fiski í landinu, þó er það ekki svo mikið, að nokkur hætta sé á, að það muni hafa lækkandi áhrif á þessa árs fram- leiðslu, enda er nú stöðugt verið að skipa því út til útflutnings og birgðirnar í Mið- jarðarhafslöndunum nú mjög litlar af fiski. Hlutföllin á milli smáútgerðarinnar og togaranna liafa breyzt töluvert á þessu ári, enda hafa togararnir verið fleiri i ár en áður, og auk þess hafa þeir stundað saltfiskveiðar óslitið að heita má alt árið, en undanfarandi hafa þeir annaðhvort legið sumarmánuðina, þeir sem ekki hafa stundað síldveiðar, eða þá fiskað í ís og siglt með aflann ferskan til Englands. I sumar aftur á móti hafa þeir haft góða veiði út af ísafjarðardjúpi, á svo kölluðum, »Hala«, svæði sem að vísu var áður þekt, en alment ekki stundaðar fiskiveiðar á fyr en nú tvö siðustu ár, enda oft eklci hægt að halda sér þar sök- um hafísa. Auðvitað hefir stundum mikið af þeirri veiði, sem togararnir hafa fengið þar verið upsi, en þó að hann hafi verið verðminni en þorskurinn, þá er þó »fleira matur en feitt ket«. Eftir þvi, sem næst verður komist munu togararnir hafa fiskað i ár c. 43 % af allri saltfiskframleiðslunni miðað við vigt, en þar sem tiltölulega er minna af upsa eða ódýrum fiski í afla þeirra verð- ur það ekki eins mikið að verðmæti. Skipaeign landsmanna hefir aukist tölu- vert á árinu, sjö nýjir togarar bæzt við og von á mörgum íleiri, til Vestmanna- eyja og Keflavíkur hafa verið keyptir nokkrir mótorbátar og ennfremur hafa margir gufubátar verið keyptir frá Nor- egi og víðar, er meiningin að þeir verði notaðir til línuveiða og síldveiða, og sið- astliðna vertíð gekk einn gufubátur á línuveiðar hér sunnanlands alt vorið, og lánaðist allvel. Það er álit margra að gufubátar verði

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.