Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 19

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 19
ÆGIR 11 Af seglskipum ................. 17°/o Aðrar druknanir í sjó ......... 18°/o Þetta sýnir, að vélbátarnir eru mann- hættufleytur miklar, eins og segl-þilskip- in áður fyrri. Eg] liefi ekki haft tæki á að athuga, hversu margir menn af hundraði færust af þeim, er sjó stunda á vélbátunum, Sjálfsagt er sú tala eitthvað lægri en á þilskipunum á árunum 1904—10 (þ. e. um 15 af þúsundi). En það er líka at- hugavert, að á þilskipunum sunnlenzku voru að jafnaði um helmingi fleiri menn en á vélbátunum, svo einn þilskipstapi hjó því langtum stærra skarð í sjó- mannastéttina en þótt vélbátur farist. Nú segja hagskýrslurnar, að árið 1917 hafi 4876 manns stundað fiskiveiðar á opnum bátum, 2127 manns á vélbátum (og þilskipum?), og um 400 manns á togurum. Pær tölur hafa að sjálfsögðu breyzt nokkuð á umræddu árabili, en þó varla svo, að miklu muni. Nú stunda vitanlega miklu fleiri menn veiðar á tog- urum en þessi ár. Hvers vegna farast svona miklu fleiri menn af þilskipum með vél en af opn- um bátum? Ástæðurnar eru margar. Vélbátarnir sækja lengra sjó en opnu bátarnir, og eru víða að veiðum árið um kring. Oft eru þeir og á ferð á hinum óveðrasöm- ustu árstíðum. Árabátar og opnir vél- bátar stunda viða einungis sjó yfir sum- armánuðina og fram á haustið. Undan- tekningar frá þvi eru veiðistöðvarnar kringum Jökul, svo og verstöðvarnar við Isafjarðardjúp, Súgandafjörður, Aðalvík o. fl. Þess ber og að gæta, að um helm- ingi fleiri menn eru að jafnaði á stærri vélbátunum en á smábátunum. Togararnir eru þau skipin, sem lang- minst manntjónið er á. Slysin á þeim orsakast nær eingönu við að menn hrökkva útbyrðis, oftast við veiðar. Eng- inn íslenzkur togari hefir enn þá farist með áhöfn af völdum óveðurs. Nokkrir þeirra fórust á tundurduflum í ófriðnum. Það út af fyrir sig eru stórvægileg með- mæli með togaraútgerðinni. ómögulegt er að segja með vissu, af hverju allir skiptaparnir stafa, en mjög sennilegar getgátur má gera sér um þá alla. Auk þess sem kunnugum mönnum er vitanlegt, hvernig margir þeirra hafa að borið. En til þess að unt verði að ráða bót á þessu ægilega manntjóni, verður að gera sér grein fyrir orsökum þess. Að því er árabátana snertir, þá mun langtíðast að þeir farist undir seglum, oft fyrir ofhleðslu, og í þriðja lagi í lendingu 1 brimi. Oft er og orsökin sú, að bátana hrekur frá landi (t. d. við Suðurland og kringum Jökul). Eftirtekt- arvert er það, á sumum stöðum, þar sem einna mest er á sjó farið, eins og á Breiðafirði, eru sjóslys mjög fátíð. Bó eru þar tæpar leiðir og afar skerjóttar. Bygðarlögin kringum Jökul hafa hins- vegar orðið fyrir miklum sjóslysum, einkum ólafsvík. Slysfarir i lendingum voru lengi mjög tiðar víða um land, einkum austanfjalls, en hafa verið miklu fátiðari síðari árin. Yafalaust má að miklu þakka það lend- ingabótum og sjómerkjum, er víða hafa verið sett á þessum slóðum. Ef til vill glöggskygnari og gætnari tormönnum. En um það get eg ekki dæmt. Vitanlega er ekki auðið að segja af hverju hinir ýmsu vélbátatapar stafa. Fyrri árin mátti oftlega rekja slysin til vélbilana, einkum á smærri bátunum. En nú síðari árin má fullyrða, að fáir vélbátatapar stafi af stöðvun vélarinnar. Ekki þarf að taka það fram, að í mörgum tilfellum er undankomu eigi

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.