Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 22

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 22
14 í3E GIR Fyrir mörgum árum var ósleitilega unnið að þvi, að fá sjómenn til þess að hafa lýsi í sjóferðum til varnar brotsjó- um og við lendingar í brimverstöðum. Hjá vélbátunum er þöríin á að hafa lýsi meðferðis numin broít, þar sem steinolí- an er við hendina. En æðimargar sögur ganga af því, að steinolían hafi verið látin ónotuð, hvernig sem yíir heíir gengið brotsjór. Er næsta trúlegt, að ýmsir vélbátar hafi farist fyrir þá sök, að olían var eigi notuð rétt. Hart er það, ef bjargráð er við hendina, en samt látið ónotað. í því efni duga engin lagaboð né reglur, heldur skilningur sjómannanna sjálfra. Tilsldpunin nýja skipar meðal annars fyrir um, að bjargbelti skuli vera í bátunum handa hverjum skipverja. Enginn vafi er á því, að þessi bjargbeiti geta í mörgum tilfellum forðað frá bráð- um bana. Þeir eru margir, sem árlega falla útbyrðis í sæmilegu veðri af vél- bátum og fleiri skipum, en verður nær aldrei bjargað, þeim sem ósyndir eru. Bjargbeltin æltu að koma hér að góðu liði. En það er lítið gagn að því að hafa bellin geymd i rúmum skipverja, eins og viða á sér stað á vélbátunum. Dæmi eru vitanlega til um, að þessi belti liafa valdið kvalafyllri dauða manna, en ef þau hefðu hvergi verið. Er það helzt ef bátur sekkur og skipverjar hafa ráðrúm til að girða sig beltum, en engrar hjálp- ar von frá öðrum bátum eða úr landi. En þau tilfellin eru áreiðanlega miklu fátíðari. Ýmsir reyndir sjómenn láta sér um munn fara, að sjómenskunni, þ. e. stjórn á bátum í óveðrum, fari hnignandi, og yngri skipstjórarnir og formennirnir séu eigi jafngóðir stjórnarar og hinir eldri. Ef til vill er þetta að einhverju leyti »karla- grobb« eldri mannanna, og ýmigustur þeirra á aðförum yngri sjómannanna, En þvi verður ekki neitað, að nú er ekki spurt að þvi, hvort sá óreyndi mað- ur, er býst til að taka að sér skipstjórn á stórum eða smáum vélbát, sé góður sjómaður. Það er spurt að því, hvort hann afli vel. Það er og harla mikils- vert, eigi skal því neitað. En þess verð- ur þó fyrst og fremst að krefjast af hverjum forráðamanni sldps, að hann sé góður sjómaður og standi þar framar undirmönnum sínum. Góður sjómaður — að ekki sé rætt um afbragðsmenn í þeim efnum — kann mörg handtök og ráð þegar í krappann slær. En á einu réttu handtaki og réttri ákveðinni skipun ríður oft líf margra manna. Að þessu er eigi gáð sem skyldi. Það er jafnvel slegið striki yfir þetta meginskilyrði allra þeirra, er búast til að taka að sér forræði yfir dýrum skip- um og óbætanlegum mannslífum. Kröf- urnar verður að skerpa í þessu efni. Ekki með því að heimta meiri þekkingu í siglingafræði, eða lengri siglingatíma skipstjóra áður en þeir öðlast réttindi. Það mun óhætt að fullyrða, að hverf- andi fá sjóslys hafi orskast af þekking- arskorti í siglingafræði. Stjórn skipa i stórveðrum, og sú forsjá, sem bjargar skipi og mönnum þegar ofviðri ber að höndum, ásamt kunnugleika á tæpum leiðum, verður yfirleitt ekki numin í skólum. En þessa kosti verður hver skipráðandi að hafa til brunns að bera. Og forráðamenn skipanna verða að gefa meiri gaum að þessum atriðum en und- anfarið. Jafnskjótt og bifreiðaferðir hófust fyrir alvöru hér á landi, voru settar nákvæm- ar reglur um kunnáttu bifreiðarstjóranna og skyldur þeirra. Ef þeim verður ein- hver skyssa á, dæmir almenningur þá hart. Og þeir eru óðar sektaðir eða sviftir réttindum sínum, sannist það að slysið,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.