Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 24

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 24
16 ÆGIR arskip og ýmiskonar björgunartæki koma eflaust að haldi víða; en það er ekki aðalatriði þessa máls. Sýnishorn sýna, að um 80 manns far- ast af sjóslysum árlega hér á landi, og oft meira. Hagstofan metur hvert manns- lif á 15—20 þús. kr., og jafnvel meira, eftir þeim auði, er hver fulltíða, vinn- andi maður skilar þjóðarbúinu. það verða ægilega háar tölur, hroða fjártjón fyrir þjóðina, þegar 80—90 manns og oft meira fer árlega í sjóinn. En alt það tjón og harmur, er druknanasljrsin valda vanda- fólki þeirra, er eftir lifa, er ómetanlegt og verður eigi með tölum einum vegið. Ritað í lok nóvbr. 1924. Frá sjónum. Skipströnd hafa orðið mörg hér við land síðan vetur byrjaði og i janúar má heita svo, að hvert stórviðrið hafi rekið annað. Hinn 2. janúar strandaði þýzkur tog- ari »Ulrick Schulmeyer« vestan við Hjörtsey á Mýrum. Mannbjörg varð. Nóttina milli 5. og 6. janúar strand- aði enskur togari »Venator« G. Y. 827, á Bæjarskerseyri við Miðnes; yfirgáfu skips- menn skipið og komu hingað á mótor- bát, en björgunarskipið »Geir« náði tog- aranum út og flutti hann hingað — að kalla óskemdan. Á skipinu var skipstjóri sá, er í fyrra sýndi varðskipunum mótþróa, (»þór« og »Enok«); þektist hann hér og var þegar settur í varðhald; hefir hann nú játað á sig brotin, dómur er uppkveðinn og hann dæmdur í 20 þúsund króna sekt. Byrjaði hann þegar að sitja sektina af sér. Hinn 8. janúar strandaði við Meðal- land vöruflutningaskip útgerðarmanns, Hellyers í Hafnarfirði. Skipshöfnin komst á land hinn 9., en þar eð strandmenn vissu eigi hvert halda skyldi, héldu þeir kyrru fyrir á Sandinum þangað til mánu- daginn hlnn 12. Þá urðu Meðallendingar varir við þá og léiðbeindu þeim til bæja. Voru strandmenn þá þjakaðir mjög. Nafn skipsins var »Riding«. Hinn 13. janúar strandaði við Þorláks- höfn »Viscount Allenby«, togari Hellyers í Hafnarfirði; var hann a leið frá út- löndum og átti að stunda veiðar i Hafn- arfirði. Um klukkan 9 um kvöldið fréttist hingað um strandið og sendi loftskeyta- stöðin þegar boð um það til skipa og svaraði »Belgaum« þegar, að hann færi á vettvang. Björgun tókst þó áður skip komu og fer hér á eftir skýrsla um að- gerðir Þorlákshafnarmanna, tekin eftir Morgunblaðinu: »13. janúar kl. 5 e. h. urðu menn í Þorlákshöfn varir við skip stranda á Þor- lákshafnartanga, utanvert við svo nefndar Flisjar. Veður var ekki hvast, en dimt af fannkomu. Leist mönnum svo á, sem þetta myndi vera útlendur togari, með alókunnugri skipshöfn. Þorleifur Guðmundsson bóndi í Þor- lákshöfn brá þegar við með heimamenn sína, og fór með fjórða mann út á tang- ann. Kynti hann bál, til þess að gefa skip- verjum vitneskju um, að menn væru á vettvangi, til þess að reyna að bjarga þeim. Óbrotinn sjór gekk yfir togarann, þar sem hann stóð í stórgrýtisurð, og var með öllu óhugsandi, að koma bát við, til þess að ná i skipsmenn. Þeir höfðust við á stjórnpalli. Skipið var svo nálægt landssteinum, að á að giska 15 faðmar voru milli þess og þurrar fjöru með útsogum. En 3—4

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.