Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1925, Page 12

Ægir - 01.01.1925, Page 12
4 ÆGIR tveimur mönnum raun vera í kring um 30 skpd. og dæmi eru til þess að ára- bátar með þremur mönnum hafa fiskað 70 skpd. og er það góður afli í fjóra mán- uði, sem alment mun vera veiðitími þar. Vjelbátarnir fiskuðu þar líka ágætlega, en fjöldi þeirra hætti línuveiðum þegar kom fram á sildartímann. Eftirspurnin eftir sildinni óx þá daglega og verðið hækkaði stöðugt, og fóru þá margir þeirra að stunda reknetaveiðar, og höfðu af því ágætan arð. Eftir að síldveiðin hætti var góður afli fyrir Norðurland, en bæði hafa óveður hamlað sjósókn, og sömuleiðis hefir beitu- leysi bagað, og er slíkt óafsakanlegt fyrir- hyggjuleysi af útgerðarmönnum, því þó að síldveiðin hafi brugðist að nokkru leyti í sumar, þá fiskaðist nægilegt til þess að fylla þau íshús, sem til eru, en því miður er sama ástandið hjer sunnan- lands, og ekki annað sjáanlegt, en flytja þurfi inn beitusíld fyrir næstu vertíð, enda eru sumir utgerðarmenn farnir að búa sig undir tilraunir í þá átt. Slldveiðin. Fyrri hluta ársins var töluverð millum- sildarveiði á Eyjafirði, og seldist hún fyrir ágætt verð. Aftur á móti mislukkaðist sumarsíld- veiðin mjög. Að vísu komu töluverð sild- arhlaup snemma í júlímánuði, en þá var fjöldi þeirra skipa, sem ætluðu að stunda veiðina, ekki komin á fiskisvæðin, enda var sildin þá mögur, og mest seld til bræðslu, því þeir sem söltuðu, bjugg- ust við að geta fengið betri og feitari síld til söltnnar, þegar kæmi fram 1 ágúst- mánuð, eins og vanalega, en fyrstu dag- ana í ágústmánuði hvarf síldin, svo heita mátti að snurpunótaveiðin væri þá búin, en sem kunnugt er, er ágústmánuður vanalega bezti mánuðurinn fyrir sildveið- arnar, aftur á móti 'varð reknetaveiðin ágæt í þeim mánuði, og eins i september. Flest snurpunótaskipin höfðu”selt veiði sína fyrirfram fyrir lítið verð, og höfðu þvi ekki not þeirrar verðhækkunar, sem varð^seinna á sumrinu, þegar verðið_ fór stöðugt hækkandi, og hafa því mörg þeirra tapað töluvert á sildveiðunum. Aftur á móti munu þau skip, sem stunduðu reknetaveiðarnar og ekki voru bundnir við neina samninga hafa gefið ágætan arð. Síldveiðin hefir því yfirleitt verið mikið minni en í fyrra. Saltað: Kryddað: Brætt: 1924 102.248 tn. 22.224 tn. *91.761 mál 1923 186.437 — 35.407 - 138.804 - Síldveiðin skiftist þannig milli stöðv- anna: Stöðvar Saltað tn. Kryddað tn. Brœdd mál Akureyri .... 4375 441 Oddeyri 6917 868 Jötunheimar . . 2673 Svalbarðseyri . 2283 Hjalteyri .... 247 Hrisey 1327 630 ólafsfjörður . . 370 Raufarhöfn . . . 1651 4000 Siglufjörður . . 78383 20285 27861 Krossanes . . . 42000 Dagverðareyri . 3500 ísafjörður .... 4022 14400 102248 22224 91761 Eftir skýrslum frá gengisskráninga- nefndinni var á áramótum búið að flytja í skýrsluna fyrir árið 1924 vautar bræðslu- sild Hendrikssens á Siglufirði, sem ekki hefir feugist uppgefin.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.