Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 21

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 21
ÆGIR 13 þess að halda úti eins mörgum björg- unarskipum og þyrfti, ef um landsfjelag væri að ræða. Björgunarskip mundi vafalaust koma að ágætu liði við suðurströndina, og sennilega á Faxaflóa á vetrum, þar sem sjór er sóttur á opið haf, brim geta hamlað landtöku og aflandsstormur hrek- ur báta frá landi. Þarna er og »Þór« Vestmannaeyinga, sem hefir komið að ágætu liði, bæði í þessum efnum og sem strandvarnarskip. Mætti þó enn þá meira gagn af skipinu hljótast i báðum þessum efnum, ef val þess hefði betur tekist. Nú bggur á næstu árum fyrir, að landið taki í sínar hendur strandvarn- irnar að öllu leyti, jafnskjótt og land- helgissjóður er þess megnugur. Pað er sjálfgefið, að sameina björgunarskipahug- mgndina við strandvarnarmálið. Við höf- um ekki bolmagn til þess að halda úti sérstökum björgunarskipum, eins og sak- ir standa. Menn eru og nú komnir á þá skoðun, að heppilegra sé að hafa skipin fleiri og smærri, að eins að þau séu traust og hraðskreið. Með tímanum ætti mikið lið að verða að björgunarstarfi þessara skipa. En nú er á það að líta, að björgunar- skip koma að litlu liði víða við land. t*au geta í mörgum tilfellum bjargað árabátum og minni vélbátum í aflands- stormum, eða ef vél bilar og sigling er eigi tiltækileg. Flest stærri sjóslysin eiga sér stað í aftakaveðrum í myrkri og hríð- um, þegar ókleyft er að koma við björg- un af öðrum skipum. Úrræðið mun þá oft að leita undan stormi; en það hefir oft orðið feigðarráð og mörgum bátnum grandað. Allmikið hefir verið gert að þvi, að útbreiða hið svonefnda rekakkeri, sem í slíkum tilfellum heíir að ágætu haldi komið. Hefir ristjóri Ægis í mörgum blaðagreinum og á annan hátt brýnt rækilega fyrir sjómönnunum að nota þelta ódýra og auðvelda björgunartæki, en ekki fengið jafn almenna áheyrn sem skyldi. Rað eru mýmargar sannanir fyrir því, að rekakkerið hefir beinlínis bjargað bátum frá augljósri tortímingu. Skemst á að minnast ofveðrið mikla 29. jan. siðastl. Þá bjargaði breiðfirskur skipstjóri (Oddur Valentínusson) bát sínum með því að binda saman lóðarbelgi og hnýta í þá lóðarstrengi. Báturinn rak siðan fyrir þessu í þrjár klukkustundir og varðist vel. Engan vafa telja hlutaðeig- endur á þvi, að bátur þessi hefði farist, ef þetta ráð hefði eigi verið upp tekið. Enda fórst og annar af líkri stærð á sömu slóðum þessa nótt. En hann hafði ekki rekakkeri, og vafalaust hefir þetta ráð Odds eigi verið tekið þar. Svipuð dæmi um gagnsemi þessara akkera eru mörg. Ætla mætti nú, að sjómenn væru óð- fúsir á að nota rekakkerin, þegar svona augljós dæmi um gagnsemi þeirra eru fyrir hendi. En notkun þeirra miðar hræðilega hægt áfram. Hér vestra hafa farist nokkrir vélbátar (í hörðum á- hlaupaveðrum, þegar ekki hefir verið unt að beita i sjó, og sjálfsagt eigi heldur hægt að nota segl. Það er átakanlegt að hugsa til þess, ef slíkt áhald, eins og rek- akkeri hefði getað bjargað — þó ekki væri nema einum þessara báta — og hafa það ekki í bátnum. En það eru sterkar líkur fyrir því, að svo hefði orðið. Ýmsir hafa talað um það í mín eyru, að rekakkerin væru fyrirferðamikil í smærri bátum. Ekki vil eg neita þvi, að þetta kunni að hafa við einhver rök að styðjast. En yfirskynsáslæðu hygg eg þetta vera eigi að síður. Reir sem vilja hafa akkerin með, koma þeim ofurvel fyrir,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.