Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 15

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 15
ÆGIR 1 þeírra og lands. Þegar inn er komið, er svo rúmgóð höfnin að þar geta legið mótorbátar svo tugum eða jafnvel hundr- uðum skiptir, á lygnum sjó með ágæt- um haldbotni. Vegna þess að sum skerin, sem verja höfnina eru blindsker, ættu ókunnugir skipstjórar að hafa leiðsögu kunnugs manns í fyrsta sinn, sem þeir sigla iun á höfnina. Annars er leiðin auðrötuð og hættulítil, enda aldrei orðið þar nein slys, fyr eða síðar. Leirhöfn er fremur grunn, eigi nema 6—8 metra dýpi þar sem bálalægið er bezt. Hefði hún verið dýpri, væri þar sjálfsagt fyrir löngu komin síldveiðastöð. Og vel má það vera, að við nákvæma mælingu og kortlagningu kæmi það i ljós, að hún væri nægilega djúp öllum skip- um, sem nú eru í ferðum hingað til lands. Eins og leiðir af legu Leirhafnar, svo nærri útskaga og djúpmiðum, er þaðan skamt að sækja til flskjar. Á grunnið kringum Rauðanúp eru að eins fáar kvartmílur, og vestur á hin viðáttumiklu fiskimið norðan við Mánáreyjar er skemra en úr nokknrri annari höfn. Allur Ax- arfjörður liggur vel við, og til Grímseyj- ar og út á Grimseyjarsund er svipuð leið og frá Húsavík. Austur fyrir Slétlu er að vísu lengra en frá Raufarhöfn eða Rórshöfn, en á beztu miðin sem sótt er frá þeim stöðum er samt ekld lengra frá Leirhöfn en 30—40 kv.m. Um fiskigöngur í nágrenni Leirhafnar er það að segja, að þær eru, eins og annarsstaðar talsvert misjafnar frá ári til árs. Hin siðastl. þrjú ár virðast þær hafa aukist mjög. Síðastlið sumar var kring- um Rauðanúp liinn mesti uppgripaafli, sem dæmi eru til hér Norðanlands. Og meðfram allri strandlengju Axarfjarðar var mergð af ungfiski, sem gefur svo góðan afla á næstu árum. Þess má að lokum geta, að Leirhöfn er vel í sveit komið, þótt á útskaga sé. Melrakkastéttan og nágrannasveitirnar eru góð landbúnaðarhéruð, og skamt til verzlunarstaðar, Kópaskers, þar sem jafn- an má fá vörur sem til útgerðar heyra, með sanngjörnu verði. En á staðnum er eitt af vönduðustu og fullkomnustu járn- smiðaverkstæðum landsins (eign hr. Krist- jáns Kristjánssonar) og geta skip og bát- ar fengið þar aðgerðir á vélum sinum fljótt og vel af hendi leystar, en skipin haft örugt lægi rneðan á aðgerðínni stendur. Þegar flutningar til Leirhafnar og frá, taka að aukast, þá mun auðvelt að fá skip til að koma þar við, þar sem slað- urinn er svo nálægt alfaraleið skipa, sem sigla fyrir Norðurlandi. Einar Sigfússon. Fundargerð. Ár 1924 þriðjudaginn 7. okt. var fund- ur haldinn í Fiskiveiðadeildinni »Báran« i Keflavík, i Barnaskólahúsi hreppsins og hófst kl. 8 e. h. Mættur var á fundinum forseti Fiski- félags Islands hr. Kristján Bergsson, Fundarstjóri var kosinn Árni G. Þór- oddsson og ritari Jóhann Ingvason. Tók þá: 1. Forseti Kristján Bergsson fyrstur til máls og mintist á landhelgis- varnirnar, taldi hann nauðsyn til bera að auka landhelgisvarnirnar og að menn þeir, sem gæzluna annast séu vopnaðir. Eftir allmildar um- ræður, var samþ. svohlj. tillaga:

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.