Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 27

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 27
ÆGIH 19 Aðgerðarvélar. Ef vér lítum í kringum okkur, lil þess að skygnast eftir því hvað mesl einkennir þann tima, sem vér nú lifum á, hljóta augu okkar að lokum að staðnæmast við vélmenninguna, sem lætur svo mikið til sín taka, að tæpast er hægt að benda á nokkra iðnaðargrein, sem ekki notar vélar að meiru eða minna leyti. Þó er ein iðnaðargrein, sem vélaiðnað- urinn virðist hafa sneitt hjá að mestu leyti og átt sérstaklega erfitt með að leggja undir sig, nú alveg fram á síðustu tíma. Þessi iðnaðargrein er fiskiðnaðurinn. Síld- in, sem svo að segja frá alda öðli hefir verið veidd í löndum þeim, sem liggja að Norðursjónum og Eystrasalti, varð fyrst til þess, að sanna mönnum það, hversu nauðsynlegt var að hafa skjótari vinnuaðferðir heldur en þær, sem hægt er að framkvæma með mannshöndinni. Af þessum fiski berst oft mikið að í einu, þann tíma sem hann veiðist, og vegna þess, hve feitur hann er, liggur hann und- ir skemdum, alt frá þvi að hann er tekinn úr sjónum, þangað til hann er kominn saltaður og kverkaður í tunnur, flattur í reykingarofninn og heill eða i smábitum í niðursuðudósir. Meðan þurfti að fram- kvæma þessar ýmsu verkunaraðferðir síld- arinnar eingöngu með höndunum, vanst það starf seint og leiddi oft til þess, að talsvert af henni skemdist, þegar mikið barst að. Einkum var það þó flatning sildar til reykingar og niðursuðu, sem þótti tafsöm vinna og má gera sér í hug- arlund hversu langan tíma og mikla vinnu það hefir útheimt, að fletja fleiri hundruð tunnur sildar með höndum, og auk þeirrar áhættu, sem var því samfara, að liggja allan þann tíma, með síldina undir skemd- um, varð vinnugjald við handverkunina mjög inikið og gerði þetta hvorttveggja síldina frekar dýra fæðutegund. Fyrstu síldariðnaðarvélarnar voru smá- vjelar, eða öllu heldnr verkfæri, sem gerð voru til þess að bausa síld og sneiða síld í gaffalbita. Nokkru síðar komu svo síld- arflalningsvjelarnar og má meðal fremstu þeirra nefna síldarflatningsvjel firmans Júrgens & Westphalen, ásamt annari frá firmanu Lohrmann í Lúbeck, sem reynd- ust mikilvirkar og spöruðu vinnu í all- stórum stíl. Aðalerfiðleiki við uppfundn- ingu síldarflatningsvélanna var sá, að geta látið vélina skila sild af mismunandi stærð, jafn vel flattri, án þess að breyta starfs- hlutum vjelarinnar, t. d. vildi stórsíld alt- af grunnfletjast, en aftur á móti smásíld, sem flött var í sömu vél með óbreyttum starfshlutum, djúpfletjast. Fyrir rúmum fimm árum, fann maður nokkur, sem vann f einni af þeim verk- smiðjum sem smiðuðu síldarflatr.ings- vélar það út, að ef hnífar og önnur þau verkfæri í vélinni, sem fletja áttu síldina voru látin verka á hana í bogadreginni linu, gerðu þau skurð á síldina, sem var næstum því nákvæmlega jafn djúpar i hlutfalli við stærð síldarinnar og verkuðu því alt öðruvísi heldur en þeir hnífar sem lágu í beinni línu. í*essi litla atbugun, sem f fljótu bragði virðist ekki vera neitt stórvægileg, varð til þess að smfðuö var vél á þessum grundvelli. Hessi vél reynd- ist svo vel, að stofnað var sérstakt firma, Nordischer Maschinenbau, Lúbeck, sem keypli þegar einkaleyfi á uppfundningunni og hafði það markmið að smiða slikar vélar og vinna nú um 200 af þeim í Bandaríkjunum, Englandi og þýzkalandi. Uppfundning þessara véla hefir því nú þegar fjögurra ára lofsverða reynslu að baki sér. Þessi glæsilegi sigur sildarflatningsvél-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.