Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 10

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 10
•2 ÆGÍfí Suðurland. Þar byrjaði vertíðin strax upp úr ára- mótunum, og var þegar í janúarmánuði góður aíli i Sandgerði og veiðistöðvun- um kring um Reykjanes, sjerstaklega fiskaðist óvenjuvel á Stokkseyri, Eyrar- bakka og öðrum brimasömum veiði- stöðvum hjer sunnanlands, og stafaði það aðallega af því hve sjór var kyr um það leyti sem netaveiðin stóð yfir, og er sagt að aðeins hafi komið fjórir dagar alla vertíðina, sem ekki var róið úr Vest- mannaeyjum sökum veðurs, og þó að Vestmannaeyingar sjeu sjógarpar miklir, þá er slíkt þó óvanalegt. Aftur á móti virðist fiskimagnið á Sel- vogsbanka eða kring um Vestmannaeyjar ekki hafa verið mikið meira en árið áður, því meðalveiðin á bát þaðan, var ekki mikið meiri en á vertíðinni 1923 og hjá færaskipunum, sem nú eru altaf að fækka, jafnvel minni. Dagar færaskipanna virðast nú bráð- um taldir, því engu hefir verið bætt við þann flokk skipa nú á seinni árum, en þau látin ganga úr sjer, eftir því sem þau eldast og farast. Þó var eitt sldp (Veiðibjallan) sem áður hefir verið notuð til utanlandssiglinga gerð út á handfæraveiðar á vertiðinni, en fiskaði lítið. Eins og veðráttan var hagstæð til sjáv- arins hjer sunnanlands á vertíðinni var hún það ekki síður á landi, og var byrj- að að þvo út fisk til þurkunar viðast hvar snemma á vertíð, enda voru þá sifeldir þurkar og 17. maí fór fyrsti farm- urinn af sólþurkuðum fiski frá landinu, þurkaður á árinu, og var þá búið að senda eitthvað í smásendingum áður til umskipunar í Bergen, til Miðjarðarhafs- landanna. Eftir þetta fór hver fiskfarm- urinn út á fætur öðrum, enda hjelst þurkatíðin að heita mátti alt sumarið, verkunin hefir því orðið töluvert ódýrari en vanalega og nýting á fiskinum betri. Sökum hagfeldrar veðráttu voru litlar slysfarir fyrri hluta ársins og veiðafæra- tap sömuleiðis lítið, en veiðafærin eru eins og kunnugt er stór útgjaldaliður, einkum síðan að þorskanetin komu til sögunnar. Vesifirðir. Á Vestfjörðum hefir aflinn orðið nærri helmingi meiri en árið 1923, eða 40 þús. skpd. og þar í talin 5096 skpd. sem Vest- fjarðabátarnir fiskuðu fyrir Suðurlandinu á vetrarvertíðinni, og seldu sumt af því sunnanlands en fluttu nokkuð heim til verkunar. Fyrri helming ársins voru hæstu hlutir á ísafjarðarbátunum kr. 4000.00. Aflahlaup þau, sem vanalega komu í Isafjarðardjúpið um miðsvetrarleytið liafa ekki gert vart við sig undanfarandi ár, aftur á móti var góð veiði þar á vor- vertíðinni, og mun það mest að þakka beitusíld þeirri sem aflaðist í Inndjúpinu um það leyti, en smásíld hefir ekki feng- ist þar á fjörðunum í nokkur ár, en var áður vön að koma þangað á hverju vori og fyigdu henni þá ávalt fiskigöngur. Á sumum stöðum á Vestfjörðum, t. d. Tálknafirði og Vikum, var ágætur afli fyrri hluta sumarsins, en minni norðan- til á fjörðunum, en aftur á móti var þar steinbitsafli meiri en nokkru sinni áður, og síðan að Vestfirðingar fóru að breyta til um verkunaraðferð á honum, og fram- leiða binn svokallaða »steinbítsrikliug« hafa þeir fengið tryggan og góðan mark- að innanlands, t. d. í Reykjavík fyrir þessa vörutegund, svo í mörgum tilfell- um er sú veiði eins affarasæl og þorsk- veiðin.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.