Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 17

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 17
ÆGIR 9 manns árlega af þessari fámennu þjóð — og nær allir þessara manna drukna í sjó. Sum árin hafa farist af slysförum um 140 manns hér á landi. Hér er nær eingöngu um hraust, vinnandi fólk á bezta skeiði að ræða. Og flest af því fjölskyldumenn, sem skilja oft eftir vanda- fólk sitt í örbirgð. Margt af þessu fólki — sennilega meiri hlutinn — ferst fyrir handvömm eina, kæruleysi eða gapa- skap sinn og annara. Nú mæíti ætla, að þegar jafnvíðtækar og öflugar ráðstafanir eru gerðar um að verjast sóttum, lækna menn eða lina þjáningar þeirra, þá væri reynt með öll- um hugsanlegum ráðum að koma í veg fyrir hin hroðamiklu sjóslys, sem í hverj- um mánuði ársins bera að höndum hér á landi. En pað er ekki gert. Tómlætið er að sínu leyti jafnmikið i > þeim efnum, eins og áhuginn með að verjast sóttum og lækna sjúka er mikill. Auðvitað hefir um þetta mikla alvöru- mál eigi algerlega verið þagað eða það látið afskiftalaust með öllu. En fram- kvæmdir og ráðstafanir hafa verið sorg- lega litlar i þessu efni. Minna má á það, að sr. Oddur V. Gíslason (d. 1910), þá prestur á Stað í Grindavík, skrifaði margar greinar um björgunarmál i blöðin kringum 1890. Hann gaf einnig út sérstakt rit til þess að vekja menn til umhugsunar um mál þetta. Voru það einkum hvatningar til sjómanna um notkun lýsis í brimsjó og lendingum, er hann beittist fyrir. Pré- dikanir hans í þeim efnum báru mikinn árangur, ekki að eins í átthögum hans, heldur víðast um land, svo talið var víða sjálfsagt, að hafa lýsi með sér i hverja sjóferð. Þá flutti og landlæknir Guðmundur Björnsson skörulegan fyrirlestur1 2 * *) um manntjón á íslandi hinn 8. apríl 1912. Hann komst að þeirri niðurstöðu við rannsókn landhagsskýrslanna og saman- burð þeirra við skýrslur annara þjóða, að íslendingar væru mesta slysaþjóð heims- ins. Hér færust árlega langtum fleiri af slysum — og nær eingöngu um sjó- druknanir að ræða — en í öðrum lönd- um. Druknana-slysin væru um þrefalt fleiri hlutfallslega en hjá nágrönnum okkar, Norðmönnum, sem einnig stunda sjómensku þjóða mest. Fyrirlesturinn vakti athygli í svip, og brýndi marga til umhugsunar um þetta rnikla alvörumál: að vér, fámennasta þjóð veraldarinnar, skulum færa sjávar- guðinum svo miklu stærri fórnir en aðrar þjóðir. Síðan hafa birst margar greinir í Ægi8) um ýms atriði bjargráðamálanna, sem vel eru þess verðar að vera lesnar og athugaðar i sambandi við þetla mál. — Má óhætt fullyrða, að umræddur fyrir- lestur og blaðagreinir hafi átt drýgsan þáttinn i að ýta undir þær aðgerðir lög- gjafarvaldsins, sem miðað hafa að því að tryggja líf íslenzkra sjómanna. Þær aðgerðir hafa enn sem komið er ekki verið annað en nokkurskonar forspil, lítið spor í þá átt, sem feta verður til þess að nokkurra verulegra bóta verði að vænta í þessu efni. Nefna má í þessu sambandi byggingu fjölmargra vita víðsvegar við land, sem óneitanlega hefir skilað ágætlega áfram síðustu árin. Þeir eru vitanlega stórmik- 1) Útdráttur úr fyrirlestrinum er í Lögréttu i apríl 1912 og sömul. í 9. bl. Ægis 1921. 2) Sjá m. a. 6. og 8. blað 7. árg., 8. bl. 9. árg., 8. bl. 10. árg. 3.-4., 5. og 8. bl. 11. árg., 6.-7, og 8. bl. 14. árg., 8.-9. bl. 15. árg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.