Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 18

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 18
10 ÆGIR ils virði fyrir alla, er sigla umhverfis land, og mikill styrkur þeim, er leita þurfa hafna í náttmyrki. En veruleg bjargráðatæki geta þeir ekki talist, enda hvergi skoðaðir það. Eina verulega bjargráða-ráðsíöfunin, sem gerð hefir verið siðari árin, er hin nýja tilskipun um öryggi skipa og báta. Synd væri að segja, að sú reglugerð sé eigi nógu itarleg. Hitt mun sanni nær, að höfuðókostur hennar sé, að hún sé alt og löng. Talin með, ýms lítilsvarð- andi atriði, sem lítt mögulegt er að upp- fylla. Af því getur auðveldlega leitt, að hin meir varðandi ákvæði verði lika að vettugi virt og reglugerðin nái fyrir bragðið siður tilgangi sínum. Og svo hafa reyndir menn ávalt látið sér um munn fara, að reglugerðin beri það með sér, að hún sé skrifstofuverk, þ. e. að of miklu þýðing úr samskonar lagabálkum erlendum, en of lítið tekið tillit til hér- lendra staðhátta. En þetta stendur alt til bóta. Kosta verður kapps um að berja i brestina í þessu efni. Fella það úr, sem óframkvæmanlegt er og þarílaust, og bæta það, sem á kann að vanta. í fram- tiðinni ætti slík reglugerð að verða stór liðu’’ i þvi, að tryggja líf sjómannanna. Og á því er enginn efl, að reglugerðin hefir þegar unnið gagn. Margar íleytur hafa verið látnar sitja í landi, sem ella hefðu fengið að fljóta óáreittar, ogtrygg- ari viðgerðir verið heimtaðar, en ella hefði orðið. En þótt mikið sé undir því komið, að hafa fleyturnar ólekar og nokkurn veginn slyrkar, þá er það ekki einhlýtt. Dæmin sýna þráfaldlega, að traustustu og beztu skip farast að óvöru með allri áhöfn. Rótt gætt sé hins fylsta öryggis méð útbúnað skipanna, þá er það út af fyrir sig ekki nema lítill þáttur í þeirri viðleitni, að koraa í veg fyrir manntjón á sjó. Þegar um þetta mál er að ræða, þá koma mörg ráð og fyrirskipanir til greina í senn, sem mikill skyrkur er að hverju út af fyrir sig, en ekkert einhlítt. k hvaða skipum er mest manntjón? Fyrst er að athuga, af hvaða skipum flest fólk ferst, og annað tveggja hœlta algerlega við þau veiðiskip, eða, ef það er eigi unt, að gera alt sem unt er til þess að koma í veg fyrir slysin. I fljótu bragði mætti virðast, að mannskaðarnir væru mestir á opnu bátunum. Þeir eru afburðaminstir, og þó oft á ferð í úfn- um sjó. Svo er þó ekki. G. B. landlæknir sýnir fram á 1912, að þilskipin hafi und- anfarið verið langmestu manndrápsíleyt- urnar. Var það vitanlega kunnugt áður. Nær því helmingur sjódruknaðra manna árin 1900—10 var á þilskipum, og árin 1904—10 telur hann að manntjónið á þeim hafi numið 15 af hverju þúsundi, þeirra er sjó stunduðu á þeim skipum. Eftir 1910, og einkum úr áramótun- um 1915—16, koma 30 lesta vélbátarnir til sögunnar. Þilskipin hverfa nær alger- lega úr sögunni á þessum árum á Suð- urlandi og smátýna tölunni Norðanlands og víða vestra. Ætla mætti, að manntjón á þeim skipum væri mun minna en á vélarlausum skipum og opnum bátum. En reynslan sýnir annað. Eg hefi farið yfir blöð og árbækur árin 1916—20, þar sem allir skiptapar og nær því allar druknanir eru skráðar, svo eigi getur munað miklu frá hagskýrslunum. Eftir þeim skiftast druknanirnar á skipin sem hér segir, að meðaltali fyrir umrætt árabil: Af vélskipum ........................ 36°/« Af opnum bátum ............... ........ 29°/»

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.