Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 20

Ægir - 01.01.1925, Blaðsíða 20
12 ÆGIR auðið, bæði hjá árabátum, opnum og stórum vélbátum. Hverskonar útsjón, snarræði og lag má sín þá einkis i bar- áttunni við Ægisdætur. En þegar sams- konar bátar eru á sjó, sumpart samtim- is þeim bát er ferst, undir sömu skil- yrðum, og oft afbera samskonar fleytur verra veður og óhægari aðstöðu en sá bátur, er tapast, þá vaknar spurningin: Hví þurfi þessi bátur að farast? Aðrar druknanir, sem mér telst til að numið hafi nær Vs (um 18%) af öllum sjóslysum árin 1916—20, eru að miklu leyti gáleysisslys, hrein og bein sjálfs- skaparvíti oft og tíðum. Það er miklu sjaldnar að menn taki út af brotsjó, en menn falli fyrir borð, sumpart í skap- legu veðri, og oft i logni eða á höfn- um inni. Hvað á að gera til að fækka sjóslygnnum! Það er margt, sem gera verður í senn til þess að fækka manntjóninu á sjó. Og það verður að neyta allra ráða, sem von er um að gagni gæti komið. Þegar um nýjar umbótatilraunir er að ræða hér á landi, er oft vitnað í aðgerðir annara þjóða. Það er og gott og sjálfsagt að not- færa sér reynslu annara þjóða bæði í þessum efnum og öðrum, en gæta verð- ur þess, að úr því verði eigi eintómur apaskapur. Staðhættir hér eru sérstæðir og verður fyrst að byggja að þeim og sníða sér stakk eftir vexti. í björgunarmálinu haía aðrar þjóðir einkum hafist handa með stofnun víð- tæks félagsskapar, landsfélaga í þessu skyni. Bretar stofnuðu slíkt félag fyrir rúmri öld. Það er nú talið eiga um 300 björg- unarbáta og önnur tæki eftír því. Þá eru björgunarfélögin dönsku eigi siður kunn, fyrir hina ágætu hjálp og itðdáunarverða dugnað, sem starfsmenn þeirra hafa sýnt, einkum við vesturströnd Jótlands. Talið er, að um 40 ára skeið (frá 1873—1913) hafi björgunarmenn þessir bjargað með bátum um 5700 manns, og með björgunarpilu rúmum 3700 mönnum. Björgunarstöðvarnar þar i landi munu nú að öllu á vegum rik- isins. Eru þær taldar um 60 alls, og hafa í þjónustu sinni yfir 600 starfs- menn.1) Norðmenn eru sem vænta má eigi eftirbátar annara þjóða í þessu efni, og hófust þeir þó miklu síður handa i björg- unarmálinu. Það er eigi fyr en eftir 1880, að verulegur skriður fer að kom- ast á málið. Allsherjar björgunarfélag (Norsk selskab til skibbrudnes Redning) er fyrst stofnað 1891. í ágúst- og sept- emberbl. Ægis 1921 er fróðleg grein um starfsemi þessa félags, tekin úr 25 ára minningarriti félagsins. Þar sést meðal annars, að félag þetta aflar sér stórmik- illa tekna, sumpart með árstillögum fé- lagsmanna, svo og með samskotum. Aurabaukarnir í strandferðaskipunum hafa dropið félaginu drjúgt. Ymsar slík- ar gjafir og tillög deilda hafa árið 1920 numið 450 þús. kr. Ríkið leggur félag- inu einar 35 þús. kr. það ár. Tekjur þess urðu þá alls um 550 þús. kr. Fé- lagið á þá 33 björgunarskip, Talið er að bátar félagsins hafi á 27 árum bjargað 630 bátum og um 2000 mannslífum. Auk þess hafa þeir bjargað um 50 hafskipum og dregið tíl lands ótölulegan fjölda báta. — Norsku bátarnir eru vélarlausir; svo mun einnig vera um ýmsa dönsku björg- unarbátana. Getum við stofnað björgunarfélag j likingu við þessi? Yið getum vafalaust stofnað þau, en vafasamt, hvort við höf- um fjármagn og nógu seigan vilja til 1) Sbr. Ægir 11. árg. 5. tb.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.