Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1931, Page 3

Ægir - 01.02.1931, Page 3
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS. 24. árg. Reykjavik Febr. 1931. Nr. 2. Frá fiskifulltrúa íslands á Spáni. Rað hefur verið fremur hljótt um starf hr. Helga Guðmundssonar nú um tima, svo að ætla má, að hér muni ekki vera um mikið starf að ræða, en sagan er su, að margt af skýrslum þess manns, sem i þessu starfi er, eru þannig að þær mega ekki birtast opinberlega, þar sem mikið af þeim upplýsingum sem í þeim eru, eru fengnar sem einkamál og verð- ur þvi að notast þannig. Auk þess er rúm Ægis svo takmarkað að ekki hefur verið hægt að birta þær að jatnaði, enda eru oft þær upplýsingar, sem i skýrsl- unum eru, orðnar svo gamlar, þegar Ægir, sem er mánaðarblað, kemur til lesenda, að þær eru þá orðnar þýðing- arlitlar. Fyrir þá sem fylgst hafa með störfum Helga Guðmundssonar, síðan hann fór til Spánar, er það augljóst, að hann hefur afkastað mjög miklu starfi, verið sífelt vakandi fyrir þeim kröfum og breyting- um, sem gilda á hverjum tima og fest svo afstöðu vora á þessum aðalmarkaði vorum, að við höfum staðið þar öruggir i samkeppninni, það sem af er. Að verðfallið lendi á framleiðslu okk- ar eins og annara landa, er ekki erind- rekanum að kenna. Vér birtum hér kafla úr einni skýrslu hr. Helga Guðmundssonar til stjórnar- ráðsins frá 27. des. s. 1. af þvi að þær upplýsingar, sem eru í þeim kafla þurfa að komast til allra, sem við fiskfram- leiðslu og fiskverkun fást. K.B. Fyrst er þá að segja frá þeirri sorg- legu staðreynd, að hvar sem komið var og við hvern sem talað var, þá var all- staðar sama sagan sú, að í ár væri labr- inn frá íslandi miklu verri en í fyrra. I fyrra kvartaði enginn, svo ég viti til, um ofmikla léttun og yfirleitt voru menn þá lika ánægðir með gæðin, þó sumstað- ar, einkum i Genua hafi talsvert orðið vart við rauðan fisk. 1 ár er kvartað yfir öllu, miklum roða í fiskinum, slæmu mati og ofmikilli léttun, og hefégsjálfur séð að þessar umkvartanir eru á rökum byggðar. Um gæðin má auðvitað ofl deila og eins um það, hvort þessi og þessi fiskur sé nógu góður til að nietast sem nr. 1 eða ekki. En um það ætti að vera óþarfi að deila, að brotinn fiskur eða þrælsprunginn getur ekki metist sem nr. 1. Ennfremur er það óverjandi að mjög vitlaust sé talið i pakkana. Petta hefi ég rekist á hvorutveggja og það svo óþyrmilega, hvað fiskatöluna snerti, að af 20 pökkum, sem voru vottaðir með vissri stykkjatölu, reyndist talan ramm- skökk i öllum, nema einum. Eg fer nú ekki nánar út í þetta, af því ég hefi ekki getað komist að, úr hvaða matsmanns- umdæmi þessar áberandi skekkjur hafa verið. I stuttu máli sagt, þá verður mað-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.