Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1931, Side 14

Ægir - 01.02.1931, Side 14
36 ÆGIR Um samtryggingu vélbáta, heima í liverju bj'ggðarlagi, get ég verið fáorður. Mér þykir mjög sennileg, að hægt væri að spara 3—5o/o af núverandi iðgjöldum af skipi hverju, og munu allir sjá, að sá sparnaður nemur geysimiklu fé af heild- inni. Auk þess myndaðist stór sjóður í hveru byggðarlagi með timanum, er nota mætti að einhverju leyti til útlána sem reksturslán til fiskiskipa, gegn veðiífiski eða öðru tryggu veði. Þessi hugmynd er tiltölulega ný, og á væntanlega eftir að komast i framkvæmd í sem flestum verslöðum landsins, til sparnaðar fyrir útveginn, og til hagsbóta þessum atvinnuvegi. Tel ég það skyldu Fiskifélags Islands, að styðja að þvi að menn kynnist fyrirkomulagi slikra samtrygginga og veiti mönnum aðstoð til að koma þessari hugmynd i fram- kVæmd. fieint framhald af því sem nú hefur verið talið, má nefna vátrygging veiðar- færa. Get ég hugsað mér að tryggingar- sjóðir heima í verstöðvum gætu tekiðað sér tryggingar á veiðarfærunum, gegn vægu iðgjaldi. Auðvitað yrðu eigendur alltaf að bera tapið á veiðarfærunum að einhverju leyti sjalfir, en þetta gæti þó leitt til þess, að menn sem verða fyrir því óhappi að missa veiðarfæri sin, stundum i byrjun veitiðar, stæðu betur að vigi, að efna sér nýrra veiðarfæra. Margt fleira væri ástæða til að taka fram í sambandi við útgerðina og fram- tíðarmöguleikana, en hér skal staðar numið. Yrðu þessar línur til að vekja menn til umhugsunar um þessi mál, er til- gangi mínum náð. Jóhann Ingvason. Skýrsla nr. 4 til Fiskifélags íslands frá erind- reka þess í Norðl.fjórðungi, árið 1930. í siðustu mánuðum liðins árs ferðaðist ég milli deildanna hér við Eyjafjörð og hélt fundi, þar sem þess var kostur, en kappkostaði að öðru leyti, að hafa tal af sem flestum útgerðarmönnum og sjó- mönnum, um málefni þeirra og útveg- arins í heild. eins og að undanförnu, enda hefur mér gefist sú aðferð vel, og mun ég hafa minnst á kosti hennar, fram yfir mismunandi vel heppnuð funda- höld, í skýrslu fyrir nokkrum árum. Þá fór ég á þessu timabili á stað heim- anað og ætlaði mér til Þórshafnar, lengst austur á bóginn og koma við á Rsufar- höfn i þeirri ferð, ásamt Húsavík og Flatey. En þetta fór á annan veg en ætlað var. Rétt í því bili, er skipið var að fara frá Húsavik, fékk ég af tilviljun þá fregn hjá einum farþeganum, er með skipinu var og ætlað hafði til Þórshafn- ar, að þar i þorpinu gengi taugaveiki, þorpið væri undir samgcngubanni og farþegum hefði á siðustu stundu verið ráðið til þess, símleiðis frá Vopnafirði, að halda ferðinni áfram þangað, en hugsa ekki til landgöngu á Þórshöfn, af þess- um ástæðum. — Enginn tími var til fyrir mig, að rannsaka þetta nánara, enda tók ég frásögnina trúanlega, þótt hún siðar reyndist röng og á misskilningi reist, því um allt annan sjúkleika var að ræða og ekkert samgöngubann. Eg gat að visu haldið áfram til Raufarhafn- ar, en þaðan var engin von skipsferðar til baka, en yfir land að fara bæði löng og erfið leið í skammdegi og vondri veðr-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.