Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2009, Síða 10

Skinfaxi - 01.02.2009, Síða 10
10 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands kvöldi fimmtudagsins 9. júlí um afreks- þjálfun og leiðina að Ólympíugullinu. Þá skal það nefnt að í aðdraganda Landsmótsins, dagana 6.–9. júlí, standa Siglingasamband Íslands og Siglinga- klúbburinn Nökkvi fyrir æfingabúðum fyrir siglingakrakka af öllu landinu á Pollinum. Í tengslum við æfingabúð- irnar er stefnt að því að hafa kynningu á kjölbátasiglingum, kæjakróðri o.fl. Það verður því örugglega mikið líf og fjör á Pollinum alla landsmótsvikuna. Nýr íþróttaleikvangur verður miðpunktur mótshaldsins Þó svo að keppt verði í einstaka lands- mótsgreinum í fjölmörgum íþrótta- mannvirkjum Akureyrar verður mið- punktur mótshaldsins á nýjum íþrótta- leikvangi, sunnan Hamars, félagsheimil- is Íþróttafélagsins Þórs, sem Akureyrar- bær er nú að byggja upp. Síðastliðið haust var lokið við að þökuleggja hinn nýja íþróttavöll. Í vetur hefur verið unn- ið við byggingu stúku við leikvanginn og þeirri framkvæmd verður fram hald- ið fram að móti í júlí. Í vor verður lokið við lagningu hlaupabrauta og annan frá- gang sem þarf að ljúka áður en mótið hefst 9. júlí. Keppendatjaldsvæði verða á Rangár- völlum þar sem voru tjaldsvæði í tengsl- um við fjölskylduhátíð um verslunar- mannahelgina á Akureyri sl. sumar. Tjaldsvæði fyrir gesti mótsins verða á tjaldsvæðum Akureyrarbæjar, annars vegar við Þórunnarstræti og hins vegar á Hömrum, sunnan Akureyrar. Formleg mótssetning verður á hinum nýja íþróttaleikvangi föstudagskvöldið 10. júlí og þar fara mótsslit einnig fram sunnudaginn 12. júlí. Heimasíða mótsins Heimasíða Landsmóts UMFÍ á Akureyri er á slóðinni www.landsmotumfi.is. Þar má finna ýmsar upplýsingar um mót- ið, allt þar til það hefst 9. júlí. Munu stöðugt birtast þar nýjustu fréttir og upp- lýsingar. Er fólk hvatt til að fylgjast vel með upplýsingum í gegnum heima- síðuna. Lögð verður áhersla á að vera í nánu sambandi við héraðssambönd og íþrótta- bandalög, enda er það það ein af lykil- forsendum þess að hægt sé að halda gott og eftirminnilegt landsmót. Þess vegna Frá vinstri: Björk Jakobsdóttir, bæjar- stjóri á Akureyri, Helga Guðrún Guðjóns- dóttir, formaður UMFÍ, Kristján Þór Júlíusson, formaður landsmótsnefndar, og Haukur Valtýsson, varaformaður landsmótsnefndar. Í landsmótsnefnd er fólk hvatt til þess að leita upplýsinga þegar og ef spurningar vakna. Móts- haldarar munu leggja sig fram um að greiða götu allra eins og unnt er. Framkvæmdastjóri Landsmótsins á Akureyri er Ómar Bragi Stefánsson. Síminn hjá honum er 453 7070, GSM 898 1095. Netfang: omar@umfi.is Verkefnastjóri Landsmótsins er Óskar Þór Halldórsson. Síminn hjá honum er 898 4294. Netfang: oskar@athygli.is eða oskar@umfi.is (frá og með 1. mars). Skrifstofa Landsmótsins var opnuð í byrjun mars á Akureyri og má finna upp- lýsingar um hana á heimasíðu mótsins. eiga einnig sæti Aðalbjörg Hafsteins- dóttir, Árni Arnsteinsson, Gísli Pálsson, Guðmundur Sigvaldason Hringur Hreinsson, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Ólafur Jónsson, Óskar Þór Halldórsson og Sæmundur Runólfsson. Frá kynningarfundi Landsmótsnefndar á Akureyri „Mótið leggst sérlega vel í mig og all- ur undirbúningur hefur gengið sam- kvæmt áætlun. Aðkoma mín að mót- inu snýr aðallega að verkskipulagi og fjármögnun og ég hef átt frábært sam- starf við Hauk Valtýsson, varaformann landsmótsnefndar. Undirbúnings- nefndin hefur verið mjög þétt og góð og unnið mjög gott starf. Þarna er fólk sem kann til verka og býr yfir mikilli reynslu. Þar af leiðandi hefur undirbúningur gengið eins og í sögu,“ segir Kristján Þór Júlíusson, formað- ur landsmótsnefndar á Akureyri, í samtali við Skinfaxa. Krist ján Þór Júlíusson, formaður landsmót snefndar á Akureyri: Mikil uppbygging sem allir munu njóta góðs af – Hvernig er stemningin á Akureyri fyrir mótinu í sumar? „Ég finn ekki annað en að stemning- in sé mjög góð og við eigum von á tölu- verðum hópi fólks í tengslum við mótið. Við höfum átt frábært samstarf við Akur- eyrarbæ og íþróttafélögin í bæjarfélag- inu í öllu því sem lýtur að undirbúningi fyrir mótið. Ég met það svo að íþrótta- hreyfingin á Akureyri sé tilbúin að mæta þessu móti og eigi eftir að gera það með sóma. Ég er viss um að bærinn og íþrótta- hreyfingin í heild sinni eigi eftir að njóta góðs af mótinu en því samfara hefur átt sér stað mikil uppbygging sem allir munu njóta góðs af í framtíðinni.“ Kristján Þór sagði það löngu orðið tímabært að aðstöðu fyrir frjáls- íþróttafólk yrði komið upp á Akur- eyri. Að því hefur verið stefnt í nokkurn tíma og nú er það að verða að veruleika. Allt hefur sinn tíma varðandi uppbyggingu svona mann- virkja. „Ég er afar stoltur og þakklátur því góða fólki sem hefur komið að skipulagningu mótsins. Okkar bíður gott mót og ég veit líka að veðurguð- irnir eiga eftir að verða okkur hlið- hollir,“ sagði Kristján Þór.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.