Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2009, Page 12

Skinfaxi - 01.02.2009, Page 12
12 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Knattspyrnudeild Ungmennafélags Selfoss og IFK Gautaborg í Svíþjóð hafa gert með sér samstarfssamn- ing. Samningurinn felur m.a. í sér að Selfyssingar hafa aðgang að leik- mönnum sem komast ekki í endan- legan leikmannahóp hjá IFK Gauta- borg. Håkan Mild, knattspyrnustjóri IFK Gautaborgar, telur þetta mjög áhuga- verðan kost fyrir IFK og að það geti nýst ungum og efnilegum leikmönnum til að takast á við verðug verkefni. Þetta sé mikil áskorun fyrir efnilega leikmenn frá þeim og gæti orðið lyftistöng á ferli þeirra. Einnig mun IFK senda þjálfara sína til að halda námskeið fyrir unglinga- Knattspyrnudeild Umf. Selfoss í samstarf við IFK Gautaborg þjálfara og knattspyrnuskóla fyrir yngri leikmenn Selfoss og nágrennis. Áhugi beggja aðila stendur til þess að koma á fót samstarfi sem nái yfir öll svið knattspyrnunnar og bæði hinn knattspyrnulega og rekstrarlega þátt. Fyrsta skrefið verður tekið í apríl en þá fer sendinefnd á vegum Umf. Selfoss í heimsókn til Gautaborgar. Í þeim hópi verða þjálfarar meistaraflokks, Gunn- laugur Jónsson og Ómar Valdimarsson, ásamt fulltrúum meistaraflokksráðs og stjórnarinnar. Einnig munu tveir leik- menn fara með. Þess má síðan vænta að sendinefnd frá IFK Gautaborg komi í heimsókn í sumar og kynni sér unglingastarf og rekstur knattspyrnudeildar Umf. Sel- foss. Sérstaklega vilja Svíarnir kynna sér innra félagsstarf deildarinnar, þ.e.a.s. hvernig félagsmenn halda hóp- inn utan knattspyrnunnar. IFK Gautaborg mun gefa Umf. Sel- foss tækifæri á að senda unga og efni- lega leikmenn í æfingabúðir félagsins, sem haldnar eru á haustin ár hvert, en þá fara efnilegustu leikmenn þeirra í stutta æfingaferð. Síðan verður einnig kostur á að senda unga leikmenn til æfinga með unglingaliðum IFK Gauta- borgar þegar það hentar báðum aðil- um, allt árið um kring. Einnig hafa ungl- ingaþjálfarar Selfoss möguleika á að kynna sér þjálfun hjá Svíunum. Hugmynd beggja aðila er að skapa sterk vináttutengsl og þróa þetta sam- starf á þann hátt að það gefi sem flesta möguleika þegar fram í sækir. Sérstak- lega hafa báðir aðilar rætt um að auka tengsl við samstarfsfyrirtæki beggja félaganna og gefa þeim tækifæri á að mynda tengsl milli landanna. Stjórn knattspyrnudeildar Umf. Selfoss hefur jafnframt aðgang að þeim fjölbreyttu leiðum sem IFK Gautaborg á kost á með samstarfsfyrirtækjum sínum. Jón Pétur Róbertsson, þjálfari 2. flokks Selfoss, og Håkan Mild hjá IFK Gautaborg hafa undirbúið samninginn fyrir hönd félaganna. Með IFK Gautaborg leika Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson, en þeir hafa orðið bæði Svíþjóðarmeistar- ar og bikarmeistarar með félaginu. Ungmennafélagið Hvöt á Blönduósi varð Íslandsmeistari karla í innan- hússknattspyrnu, futsal, 11. janúar sl. en liðið lagði Víði úr Garði, 6:2, í úrslitaleik sem fram fór í íþrótta- húsinu í Austurbergi. Sigurður R. Pálsson gerði þrjú mörk fyrir Hvöt í úrslitaleiknum og þeir Halldór Hall- dórsson, Aron Bjarnason og Gissur Jónasson eitt mark hver. Bæði mörk Víðis gerði Björn Ingvar Björnsson. Þessi sigur ræður því að Hvöt fær sæti í Evrópukeppni meistaraliða í futsal en þess má geta að Víðir tók þátt í keppninni í fyrra. HK/Víkingur tryggði sér Íslands- meistaratitilinn í kvennaflokki með því að leggja Sindra frá Hornafirði í úrslitaleik, 6:1. Ungmennafélagið Hvöt í Evrópukeppnina Liðsmenn Hvatar fagna góðum sigri . Meistarar- flokkur Umf. Selfoss 2008.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.