Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2009, Síða 18

Skinfaxi - 01.02.2009, Síða 18
18 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Framkvæmda- stjóri HSV fund- aði með starfs- mönnum UMFÍ Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Héraðssambands Vestfirðinga, HSV, átti 9. janúar sl. fund með Sæmundi Run- ólfssyni, framkvæmdastjóra UMFÍ, og starfsmönnum UMFÍ í þjónustumiðstöð UMFÍ. Fram kom að mikið og öflugt starf er unnið innan HSV og mörg og spenn- andi verkefni bíða héraðssambandsins. Kristján Þór tók við starfi framkvæmda- stjóra HSV á haustdögum en hann hefur tengst starfi héraðssambandsins lengi sem iðkandi og núna í stjórnunarstörfum. Nemendur FB í heimsókn í Þjón- ustumiðstöð UMFÍ Um 30 nemendur við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti komu í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ í febrúar til að kynnast starfsemi hreyfingarinnar. Nemendurnir voru flestir af íþrótta- braut skólans og komu í fylgd Torfa Magnússonar, íþróttakennara við skól- ann. Nemendurnir fræddust um verk- efni sem UMFÍ vinnur að og sýndu því sem þeir kynntust mikinn áhuga. Nemendur af íþróttabraut Fjöl- brautaskólans í Breiðholti hafa komið reglulega hin síðustu ár í heimsókn í þjónustumiðstöðina. Þó nokkuð er um það að hópar komi og fræðist um starfsemina innan UMFÍ. Frá vinstri Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmda- stjóri HSV, Alda Pálsdóttir, skrifstofustjóri UMFÍ, og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ. Nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti sem komu í heimsókn á þjónustumiðstöð UMFÍ. Ársþing UMSE var haldið í Dalvíkur- skóla 21. mars sl. Þingstörf gengu vel en á þinginu kom fram að iðkendum og keppendum fjölgaði gríðarlega á síðasta starfsári. Ákveðið var að UMSE og UFA sendu sameiginleg lið á Lands- mótið á Akureyri og Unglingalands- mótið á Sauðárkróki í sumar eins og undanfarin ár. Hringur Hreinsson, stjórnarmaður í Ársþing UMSE var haldið í Dalvíkurskóla: Starri Heiðmarsson sæmdur starfsmerki UMFÍ UMFÍ, sótti þingið og sæmdi Starra Heiðmarsson starfsmerki UMFÍ. Starri, sem gegnt hefur varaformennsku hjá UMSE, lét af störfum og í hans stað var Kristín Hermannsdóttir kjörin varafor- maður. Í stjórn UMSE sitja nú: Sigurður Hólmar Kristjánsson, formaður, Kristín Hermannsdóttir, varaformaður, Anna Kristín Árnadóttir, gjaldkeri, Kristlaug María Valdimarsdóttir, ritari, og Jóhanna Gunnlaugsdóttir, meðstjórn- andi. Varamenn eru Sigurður Bjarni Sigurðsson, Þorgerður Guðmunds- dóttir og Eyrún Elva Marinósdóttir. Björgvin Björgvinsson, skíðamaður frá Dalvík, var kjörinn íþróttamaður UMSE 2008.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.