Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 22
22 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Ungt fólk og lýðræði: Dagana 4.–5. mars sl. stóð Ungmenna- félag Íslands fyrir ráðstefnu á Akur- eyri sem bar yfirskriftina Ungt fólk og lýðræði. Ráðstefnan var haldin í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Að sögn Guðrúnar Snorradóttur, landsfulltrúa UMFÍ, gekk ráðstefnan mjög vel. Fjöldi þátttakenda var mun meiri en búist hafði verið við, en um 80 manns sótti ráðstefnuna. Markmið ráðstefnunnar var að skapa umræðuvettvang fyrir fólk á aldrinum 13–25 ára sem er að stíga sín fyrstu skref sem fulltrúar í ung- mennaráðum félagasamtaka og sveit- arfélaga. Ráðstefnan var einnig opin öðrum áhugasömum um ungmenna- ráð og lýðræðislega þátttöku ungs fólks. Á 43. sambandsþingi UMFÍ, sem haldið var á Sauðárkróki í október 2003, var samþykkt að stofna ung- mennaráð innan UMFÍ sem skipað væri fólki á aldrinum 15–25 ára. Í ályktuninni segir: „Markmið ung- mennaráðs verði m.a. að ungmenni fái markvisst aukna ábyrgð og tæki- færi til að taka beinan þátt í ákvarð- anatöku um mótun þess félags- og tómstundastarfs sem þau eru virk í og tengja skoðanir þeirra í auknum mæli inn í starf ungmennafélags- hreyfingarinnar.“ Á 44. sambandsþingi UMFÍ, sem haldið var á Egilsstöðum í október Gagnleg ráðstefna á Akureyri 2005, fól stjórnin UMFÍ, í samvinnu við ungmennaráð, að standa fyrir lands- þingi ungmenna frá öllum aðildarfélög- um UMFÍ. Í lögum nr. 70 um æskulýðsmál, sem tóku gildi 5. apríl 2007, segir: „Sveitar- stjórnir hlutist til um að stofnuð séu ungmennaráð. Hlutverk ungmennaráða er m.a. að vera sveitarstjórnum til ráð- gjafar um málefni ungs fólks í viðkom- andi sveitarfélagi. Sveitarstjórnir setja nánari reglur um hlutverk og val í ung- mennaráð.“ Mörg sveitarfélög og félaga- samtök hafa brugðist við og stofnað ung- mennaráð. Ráðstefnuna á Akureyri sátu fulltrúar ungmennaráða, umsjónarmenn þeirra auk annarra áhugasamra um lýðræðis- þátttöku ungs fólks. Áhugaverðir fyrirlestrar voru haldnir og eftir þá fóru fram fróðlegar og spenn- andi umræður. Guðrún segir að almenn ánægja hafi verið með ráðstefnuna og þátttakendurnir í sjöunda himni með þetta framtak. Umræðan um þennan málaflokk hefði svo sannarlega verið þörf. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formað- ur UMFÍ, setti ráðstefnuna og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra flutti ávarp. Erlendir gestir fluttu fyrirlestra á ráðstefnunni og má þar nefna Jean Luc Frast frá ISCA en fyrirlestur hans fjall- aði um æskulýðsstarf í Evrópu. Þá fjölluðu norskir fyrirlesarar um ungmennaráð í Noregi. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, og Hildur Inga Sveinsdóttir, fulltrúi í ung- mennaráði Reykjavíkur, fluttu einnig áhugaverð erindi. Þá fjallaði Ágúst Þór Árnason um ungt fólk og lýðræði og Arnfríður Sól- rún Valdimarsdóttir um lýðræðislegt uppeldi. Niðurstöður úr hópavinnu voru rædd- ar og sýndur hlutverkaleikur undir heit- inu Ég og Sameinuðu þjóðirnar, við góð- ar undirtektir. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, ávarpaði ráðstefnuna og sleit síðan velheppnaðri ungmennaráð- stefnu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.