Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2009, Síða 32

Skinfaxi - 01.02.2009, Síða 32
32 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Sævar Þór íþróttakarl Árborgar og Katrín Ösp íþróttakona Árborgar Knattspyrnumaðurinn Sævar Þór Gíslason var kjörinn íþróttakarl Árborgar 2008 á uppskeruhátíð ÍTÁ 29. desember sl. Sævar Þór ólst upp á Selfossi, lék þar upp alla yngri flokka og með meistaraflokki frá 17 ára til 22 ára aldurs. Þá fór hann í úrvalsdeildina og vakti strax verðskuldaða athygli. Sævar Þór kom svo heim á Selfoss aftur árið 2007, eftir níu ár í Reykjavík. Er á engan hallað þótt hann sé talinn lykilmaður í þeirri uppbyggingu sem verið hefur í fótboltanum á Selfossi síðustu tvö ár. Eftir að Sævar kom aftur heim á Selfoss árið 2007 hefur hann leikið 37 leiki og skorað í þeim 37 mörk sem er ótrúlegur árangur. Mark í leik sýnir að sennilega hefur Sævar sjaldan verið í betra formi, enda að mestu laus við meiðsli undanfarin ár. Með þessum árangri varð hann markakóngur og besti leikmaður 2. deildar árið 2007 og markakóngur í 1. deild árið 2008. Að sjálf- sögðu var hann valinn í lið ársins bæði árin. Katrín Ösp Jónasdóttir var kjörin íþróttakona Ár- borgar 2008. Katrín Ösp er 16 ára og keppir í hóp- fimleikum með HM1–liði Selfoss sem er meistara- hópur Selfoss í hópfimleikum og samanstendur af 20 stúlkum á aldrinum 15–23 ára. Katrín Ösp er mikilvægur liðsmaður í dansliðinu en lið Selfoss hef- ur vaxið mjög undanfarin ár og hefur með miklum aga og stífum æfingum náð markmiðum sem voru skýjaborgir í upphafi. Fyrst var að ná lágmörkum fyrir Norðurlandamót Juniora sem er keppni 13–18 ára í hópfimleikum á Norðurlöndum og mega mest tvö lið keppa fyrir hvert land. Selfoss náði því mark- miði og keppti í Bergen í apríl á þessu ári. Því næst var að keppa á úrtökumóti til að ná sæti inn á Evrópumót í Team-gym, sem er keppni 16 ára og eldri og hafðist það líka með mikilli baráttu og keppnisanda. Katrín Ösp var mikilvægur liðsmaður í báðum þessum verkefnum, gaf aldrei neitt eftir og barðist eins og hetja fyrir sitt lið. Erla Dögg íþróttamaður Reykjanesbæjar Erla Dögg Haraldsdóttir var um ára- mótin valin íþróttamaður Reykjanes- bæjar 2008. Erla Dögg var erlendis og tók systir hennar, Kristín Bára Haralds- dóttir, á móti verðlaununum fyrir henn- ar hönd. Þetta er í þriðja skipti sem Erla Dögg er valin íþróttamaður árs- ins, hin skiptin voru 2005 og 2007. Síðastliðið ár var stórkostlegt hjá Erlu Dögg Haraldsdóttur. Alls setti hún 10 Íslandsmet á árinu 2008 sem var rúm- lega þriðjungur þeirra meta sem sett voru á Íslandi það ár. Enginn annar íslenskur sundmaður setti jafn- mörg met á árinu. Hún náði lágmörkum í þremur greinum fyrir Ólympíuleikana í Peking og keppti í tveimur þeirra. Hún komst í úrslit á tveimur alþjóð- legum mótum í Mare Nostrum-mótaröðinni. Bjarki Már íþróttamaður Skagafjarðar Bjarki Már Árnason, knattspyrnu- maður í Tindastóli, var kjörinn íþrótta- maður Skagafjarðar í hófi sem UMSS og Sveitarfélagið Skagafjörður hélt í Frímúrarahúsinu á Sauðárkróki 29. desember sl. Á feyki.is er skemmtileg syrpa mynda af skagfirskum íþróttamönnum sem voru tilnefndir til þess að hljóta sæmdarheitið íþróttamaður Skagafjarðar og sömuleiðis af efni- legum ungum íþróttakrökkum sem hlutu sérstaka viðurkenningu. Í öðru sæti í kjörinu varð Mette Mannseth, hestakona í Hestamannafélaginu Létt- feta, og í þriðja sæti varð Ísak Einarsson, körfu- knattleiksmaður í Tindastóli. Gunnleifur og Linda Björk íþróttamenn ársins í Kópavogi Gunnleifur V. Gunnleifsson, knatt- spyrnumaður í HK, og Linda Björk Lárusdóttir, frjálsíþróttakona í Breiðabliki, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2008. Flokkur ársins var kjörinn P–1 meist- araflokkshópur Gerplu í hópfim- leikum. Kjörinu var lýst á Íþróttahátíð Kópavogs í Salnum 8. janúar sl. Gunnleifur hefur um árabil verið meðal bestu markvarða íslenskrar knattspyrnu. Íþróttafólk ársins LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannam ót Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is NÝ PR EN T

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.