Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 9
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 9 Gaman að standa í svona verkum – Aðkoma þín að Landsmótum fram þessu. Hefur þú sótt mót eða tekið þátt í þeim? „Já, ég hef komið á Landsmót, en bróðir minn keppti á Landsmóti sem haldið var á Sauðárkróki 1971. Ég hef aldrei keppt sjálfur en mér hefur litist vel á þessi mót. Þetta eru miklar samkomur og gömul og rík hefð fyrir þeim. Það er gaman að halda þessu við og fá tækifæri til að leggja eitthvað af mörkum. Það er mikil saga á bak við þessi mót og 100 ár síðan að fyrsta mótið var haldið á Akur- eyri. Það er alltaf gaman að standa í svona verkum,“ sagði Kristján Þór. Kristján Þór sagði að bæjarstjórn Akur- eyrar hafa verið samhuga í því að bjóða fram þá aðstöðu sem í bæjarfélaginu væri. „Það var mikill samhljómur á milli bæjar- búa og íþróttahreyfingarinnar í bænum fyrir því að gera þetta og minnast 100 ára afmælis Landsmótanna á Akureyri með þessum hætti. Þetta getur ekki orðið til annars en að styrkja grunninn að því góða starfi sem ung- mennafélagið á Akureyri og reyndar íþróttahreyf- ingin öll hefur unnið. Þetta leggst allt á eitt að gera bæinn okkar betri.“ Kristján Þór Júlíusson, for- maður lands- mótsnefndar. Reikna með að allt verði klárt þegar stóri dagurinn rennur upp – Miklar framkvæmdir hafa verið samhliða mótinu og mikil vinna að baki, ekki satt? „Það er vitanlega mikil vinna að baki, en gaman að sjá að nú eru að rísa glæsi- leg mannvirki sem íþróttafólk hér á svæð- inu getur notast við í nánustu framtíð. Ég reikna með að allt verði klárt þegar stóri dagurinn rennur upp, en það er aftur á móti alveg ljóst að nóg verður að gera fram á síðasta dag. Það eru mörg handtök við þetta og ekki síður meðan á mótshaldinu stendur,“ sagði Kristján Þór. Margir munu heimsækja Akureyri Aðspurður hvort hann byggist ekki við miklum fjölda fólks á Landsmótið sagði Kristján Þór svo vera. „Við búumst við að margir muni heim- sækja okkur til Akureyrar í tengslum við mótið enda skilst manni að Íslendingar ætli að vera duglegir að ferðast innan- lands í sumar. Við erum búnir að vita af því í nokkur ár, á grunni kannana sem gerðar hafa verið á því hvert landsmenn vilji fara í sumarfríinu, að þá hefur Akur- eyri verið að skora hæst allra staða á landinu. Þegar þetta leggst ofan á þær óskir og væntingar og árferðið er með þeim hætti að landsmenn vilja frekar ferðast innanlands þá höfum við enga ástæðu til að ætla annað en að þetta muni þýða að margt fólk verði á Akureyri þessa landsmótshelgi. Það leggst líka á með öðru að það eru aðrir viðburðir tengdir Landsmótinu sem almenningur á eftir að sækja. Við bindum þannig vonir við það að fólk geti notið þess að sækja Akureyri heim og njóta þess sem bæjar- félagið hefur upp á að bjóða og raunar héraðið allt.“ Hann sagði tilhlökkun mikla á meðal bæjarbúa fyrir Landsmótinu sem á eftir að setja skemmtilegan svip á bæinn. „Akureyringar eru upp til hópa gest- risið fólk og hafa gaman af því að fá góða gesti í heimsókn,“ sagði Kristján Þór að lokum í spjallinu við Skinfaxa.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.