Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Íþróttabandalag Siglufjarðar, ÍBS, og Ungmenna- og íþróttasamband Ólafsfjarðar, UÍÓ, runnu saman í Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar á fjölmennum stofn- fundi 25. maí. Sameiningarfundur- inn var haldinn í Íþróttamiðstöðinni á Hóli. Fulltrúar Ungmennafélags Íslands voru Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, og Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri UMFÍ. Skammstöfun hins nýja félags er UÍF. Tilgangur þess er meðal annars að vinna að eflingu, samræmingu og skipulagningu íþróttastarfsemi í Fjalla- byggð. Starfsstjórn var kosin til eins árs og er hún svo skipuð: Guðný Helgadóttir, formaður, Jón Konráðsson, Þórarinn Hannesson, Guðmundur Garðarsson, Björn Þór Ólafsson, Gíslína Salmanns- dóttir og Hlynur Guðmundsson. Undirbúningsvinna hófst fyrir tveimur árum „Það var ljóst að í þessa sameiningu stefndi þegar sveitarfélögin sameinuð- ust. Fljótlega upp úr því voru línurnar lagðar og hin eiginlega vinna hófst fyrir um tveimur árum. Verulegur skrið- ur komst á sameiningarvinnuna á haustdögum sem lauk að lokum með sameiningu 25. maí,“ sagði Guðný Helgadóttir, formaður hins nýstofnaða Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, í samtali við Skinfaxa. Gefur góð tækifæri Guðný sagði að þessi sameining gæfi góð tækifæri enda væri rík íþrótta- hefð á þessu svæði og sterkir einstakl- ingar. „Við eigum ennfremur mjög duglega krakka og fjölbreytileikinn í íþrótta- lífinu er mikill. Eftir þessa sameiningu stöndum við sterkari og við erum mjög bjartsýn á framtíðina. Nú hefst vinna við að slípa þetta betur saman og við verðum öll að vinna saman að þessu. Það er hugur í félögunum og nú er farið að huga að sameiningu þeirra í þessu nýja ungmenna- og íþróttasam- bandi,“ sagði Guðný Helgadóttir. Stjórn UÍF fyrir utan íþróttamiðstöðina á Hóli. Ungmenna- og íþrótt asamband Fjallabygg ðar stof nað: Eftir þessa sameiningu stöndum við sterkari Frá stofnfundi Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.