Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 43

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 43
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 43 Stefán Freyr Thorderson kjörinn nýr formaður á aðalfundi Umf. Njarðvíkur Fjölmennt á sambandsþingi UMSB í Borgarnesi Aðalfundur Ungmennafélags Njarðvíkur, UMFN, var haldinn 21. apríl sl. og var mjög vel mætt á fundinn. Stefán Thorder- sen var kjörinn formaður í stað Kristjáns Pálssonar sem gaf ekki kost á sér til end- urkjörs. Nýja stjórn skipa: Stefán Thorder- sen, formaður, Þórunn Friðriksdóttir, gjald- keri, og Arngrímur Guðmundsson, ritari. Íþróttamaður ársins hjá UMFN var valin sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir enda var árið 2008 glæsilegt hjá henni og er þetta í þriðja sinn sem hún hlýtur þennan heiður. Íþróttamenn einstakra deilda eru Jóhann Ólafsson, körfuboltadeild, Sturla Ólafsson, lyftingadeild, Ingvar Jónsson, knattspyrnudeild, og Erla Dögg Haralds- dóttir, sunddeild. Ólafsbikarinn hlaut að þessu sinni Rafn M. Vilbergsson, knatt- 87. sambandsþing Ungmennasambands Borgarfjarðar, UMSB, fór fram í Menntaskól- anum í Borgarnesi 24. mars sl. Þingið var fjöl- mennt en um 45 full- trúar frá aðildarfélögum UMSB mættu ásamt góðum gestum frá Borgarbyggð og UMFÍ. Sæmundur Runólfsson, framkvæmda- stjóri UMFÍ, sæmdi Jóhann Pálsson frá Umf. Agli Skallagrímssyni starfsmerki UMFÍ á fundinum fyrir áralöng vel unnin störf í þágu ungmennafélaga. Þingið samþykkti að fela stjórn UMSB að ganga strax til viðræðna við Borgar- byggð um að koma meira að rekstri UMSB og aðildarfélaga þess. Þingið fól stjórn UMSB að ganga í þessar viðræður og leggja niðurstöður þeirra fyrir formanna- fund UMSB í haust. Einnig samþykkti þingið að fela stjórn UMSB að ganga til viðræðna við Borgar- byggð um val á íþróttamanni Borgar- fjarðar. Í dag eru valdir íþróttamenn ársins, annars vegar af hálfu UMSB og hins vegar af hálfu Borgarbyggðar. Sitt hvor reglu- gerðin er þar til grundvallar, en þingið fól nú stjórn að athuga hvort ekki væri grundvöllur fyrir því að sameina þetta val á næsta ári. Þingið samþykkti einnig tillögur er lúta að landsmótum sem fara fram í sumar og mun UMSB mæta til leiks á Landsmót á Akureyri, vonandi með fullskipað lið og stefna á góðan árangur í heildarstiga- keppninni. Friðrik Aspelund var endurkosinn sam- bandsstjóri UMSB en breytingar á stjórn UMSB voru þannig að Sigmar Gunnars- son gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Í hans stað var kosin Veronika Sigurvinsdóttir. spyrnudeild, fyrir frábær störf fyrir deildina. Á fundinum voru afhent fjögur silfur- merki og fjögur gullmerki félagsins. Silfurmerki hlutu Friðrik Ólafsson, sund- deild, Þórður Karlsson, knattspyrnudeild, Þórunn Þorbergsdóttir, körfuknattleiks- deild, og Herbert Eyjólfsson, lyftinga- deild. Gullmerki hlutu Guðmundur Úr hreyfingunni Sæmundur Runólfs- son, framkvæmda- stjóri UMFÍ, sæmdi Jóhann Pálsson starfsmerki UMFÍ á sambandsþingi UMSB. Snorrason, f.v. formaður UMFN, Stefán Bjarkarson, f.v. formaður UMFN, Böðvar Jónsson, f.v. formaður UMFN, og Haukur Jóhannsson, f.v. formaður UMFN. Þá sæmdi Björg Jakobsdóttir, stjórnarmaður UMFÍ, Kristján Pálsson, fráfarandi for- mann UMFN, starfsmerki UMFÍ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.