Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 15
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 15 100 ára sögu- sýning Lands- mótanna Í tengslum við Landsmót UMFÍ á Akureyri í sumar verður sett upp sögusýning á Amtsbókasafninu á Akureyri um sögu Landsmótanna í hundrað ár. Uppistaðan í sýningunni er sögu- sýning sem var sett upp í tengslum við Landsmótið í Kópavogi fyrir tveimur árum, en þá var minnst eitt hundrað ára afmælis Ungmenna- félags Íslands. Til viðbótar þeirri sýningu verður minnst sérstaklega þeirra Landsmóta sem hafa farið fram á Akureyri – árin 1909, 1955 og 1981. Sýningin, sem er hönnuð af Birni G. Björnssyni/List & Sögu ehf. í Reykjavík, verður opnuð laugar- daginn 4. júlí og mun hún standa fram yfir verslunarmannahelgi. Auk sögulegra heimilda um Landsmótin í hundrað ár er gert ráð fyrir að Héraðsskjalasafnið á Akureyri sýni skjöl og önnur gögn um íþróttasögu Akureyrar. 1. Landsmót UMFÍ á Akureyri 17. júní 1909 Ungmennafélag Akureyrar stóð fyrir mótinu fyrir hönd Fjórðungssambands Norðlendingafjórðungs á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar 17. júní. Margar ræður voru fluttar. Stefán Stefánsson skólameist- ari flutti erindi um Jón Sigurðsson, Karl Finnbogason talaði fyrir Ísland. Stein- grímur Matthíasson læknir flutti erindi um Íslendinga og séra Matthías Jochumsson talaði fyrir æskulýðnum. Einnig talaði Guðlaugur Guðmundsson fyrir æsku- lýðnum. Fjöldi manns fylgdist með íþróttunum af áhuga allan daginn. Keppt var í flokka- glímu (5 þyngdarflokkum), hástökki, langstökki, stangarstökki, 100 m hlaupi drengja og fullorðinna, kappgöngu og 100 m og 50 m sundi. „Knattleik eða knattspark“ léku 11 Húsvíkingar og 11 Akureyringar og sigruðu þeir síðarnefndu með 1: 0. Íþróttakeppnin tókst vel og var þátttakendum til hins mesta sóma. Þennan sama dag var 4. Íslandsglíman eða glímukeppnin um belti Grettisfélags- ins háð á Akureyri og voru keppendur þrettán að tölu. Efstu sætin skipuðu tveir ungir menn er höfðu komið til keppninn- ar frá Reykjavík. Guðmundur Stefánsson sigraði (12 vinningar), Sigurjón Pétursson varð annar (11), en þriðji varð Pétur Jóns- Fyrri Landsmót á Akureyri son, Gautlöndum (9). Keppendur mótsins voru 55 talsins en mótsgestir um 1500. 9. Landsmót UMFÍ á Akureyri 2.–3. júlí 1955 Mótið var haldið dagana 2.–3. júlí undir stjórn UMSE. Keppt var í sjö greinum starfsíþrótta, handknattleik kvenna og glímu. Þá var keppt í átta sundgreinum og átján greinum frjálsíþrótta. Fyrri dag- inn var íþróttakeppni allt til kvölds, en þá hófst útifundur og umræðuefni hans var: Félagslíf og menning. Þá var stiginn dans. Síðari daginn var íþróttakeppni um morguninn. Eftir hádegi hófst hátíðar- dagskrá með guðsþjónustu, en síðan voru fjölbreytt skemmtiatriði, ræðuhöld, söngur og upplestur ljóðskálda. Þá hófst íþróttakeppni að nýju, en að henni lokinni voru verðlaun afhent. Héraðssambandið Skarphéðinn hafði yfirburði, hlaut 234 stig samtals og sigraði bæði í frjálsum íþróttum og sundi. Stefán Árnason, UMSE, var stigahæsti einstaklingur mótsins, en hann hlaut 17 stig. Sigríður Vigfúsdóttir, HSK, var stigahæst kvenna með 13 stig. Mótsgestir voru 4.000 að tölu en kepp- endur töldust 263. 17. Landsmót UMFÍ á Akureyri 10.–12. júlí 1981 Ungmennasamband Eyjafjarðar sá um framkvæmd mótsins sem fram fór dagana 10.–12. júlí. Keppendur voru 842 talsins frá 23 sambandsaðilum. Keppt var í 10 greinum, þ.e. frjálsum íþróttum, starfs- íþróttum, knattspyrnu, sundi, blaki, körfu- knattleik, handknattleik kvenna, júdó, glímu, borðtennis og skák. Auk þeirra var keppt í þremur sýningargreinum, siglingum, fimleikum og lyftingum. Alls tóku 280 þátt í sýningum á mótinu. Heiðursgestur mótsins var Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi menntamála- ráðherra, og flutti hann hátíðarræðu. Forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var viðstödd setningarathöfn mótsins. Veður var gott alla dagana og er talið að um 10 þúsund manns hafi sótt mótið. HSK sigraði í heildarstigakeppninni, hlaut alls 396,5 stig. UMSK hlaut 236,5 stig og ÚÍA 173 stig. Flest stig í sundi kvenna fékk Sonja Hreiðarsdóttir, 18 stig, og í sundi karla Tryggvi Helgason 18. Jón Diðriksson hlaut flest stig karla í frjálsum íþróttum, 18 stig, en Hrönn Guðmundsdóttir í kvenna- greinum, 14 stig. Akureyri

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.