Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 41
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 41
Tvær breytingar urðu í stjórn UDN á þinginu
Tvær breytingar urðu í stjórn Ungmenna-
sambands Dalamanna og Norður-Breið-
firðinga, UDN, á 88. sambandsþinginu
sem haldið var í Grunnskólanum í Búðar-
dal 28. mars sl. Þingið var haldið í boði
Glímufélags Dalamanna.
Margrét Jóhannsdóttir, gjaldkeri, hætti
í stjórn og í hennar stað kom Eygló Kristjáns-
dóttir frá Reykhólum. Þá kom Baldur
Gíslason inn í aðalstjórn í stað Jörgens
Nilsson sem verður varamaður í stjórn
sambandsins. Einar Jón Geirsson, stjórn-
armaður í UMFÍ, flutti ávarp á þinginu.
Að sögn Finnboga Harðarsonar, for-
manns UDN, gengu þingstörf vel. Undir-
búningur sumarstarfsins er hafinn en
það hefur ávallt verið blómlegt. Finnbogi
sagði ennfremur að UDN væri þessa dag-
ana að leita að framkvæmdastjóra í hálft
starf í sumar. Svana Hrönn Jóhannsdóttir
var útnefnd íþróttamaður UDN.
Úr hreyfingunni
Gróskan hefur aldrei verið meiri innan HSV
Héraðsþing Héraðssambands Vestfirð-
inga, HSV, var haldið 28. apríl sl. í Edin-
borgarhúsinu á Ísafirði. Mæting á þingið
var góð hjá þingfulltrúum sem og gestum.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísa-
fjarðarbæjar, og Helga Guðjónsdóttir,
formaður Ungmennafélags Íslands, fluttu
ávörp en Helga Guðrún kom á þingið
ásamt Sæmundi Runólfssyni, fram-
kvæmdastjóra UMFÍ.
Þingið gekk vel fyrir sig og stjórn var
í traustum höndum þingforseta, Gísla
Úlfarssonar. Tillögur fengu góða og sann-
gjarna umfjöllun í nefndum og nefndar-
störf voru vel unnin.
Jón Páll Hreinsson, formaður HSV,
veitti tvö gullmerki á þinginu, þeim
Guðríði Sigurðardóttur og Rannveigu
Pálsdóttur, fyrir frábært starf í þágu
almenningsíþrótta í Ísafjarðarbæ í yfir 30
ár óslitið. Helga Guðrún Guðjónsdóttir,
formaður UMFÍ, veitti tvö starfsmerki
UMFÍ, þeim Jón Páli Hreinssyni, formanni
HSV, og Halldóri Halldórssyni, bæjar-
stjóra Ísafjarðarbæjar.
Jón Páll Hreinsson var endurkjörinn
formaður HSV og í stjórn HSV voru kosnir
til næstu tveggja ára Maron Pétursson og
Gylfi Gíslason. Þrjú voru kosnir í vara-
stjórn, þau Erla Jónsdóttir, Hafdís Gunnars-
dóttir og Ari Hólmsteinsson.
„Þingið gekk ljómandi vel fyrir sig,
þarna var skipst á skoðunum en fyrir þing-
inu lágu nokkrar mikilvægar ályktanir og
tillögur. Við styrktum samband okkar við
Ísafjarðarbæ með því að leita eftir nánara
samstarfi við grunnskóla bæjarins um
íþróttir barna í 1. og 2. bekk. Markmiðið
er að fjölga iðkendum í þessum aldurs-
flokki en þarna er á ferðinni spennandi
og metnaðarfullt verkefni. Við erum
bjartsýn á framhaldið þrátt fyrir erfið-
leika í umhverfinu. Það hefur aldrei
verið jafnmikið framboð á íþróttaiðkun
og gróskan hefur líka aldrei verið meiri
innan aðildarfélaga okkar en einmitt um
þessar mundir,” sagði Jón Páll Hreinsson,
formaður HSV.
Á myndinni til vinstri sæmir Helga
Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ,
þá Halldór Halldórsson, bæjarstjóra
Ísafjarðarbæjar, og Jón Pál Hreinsson,
formann HSV, starfsmerki UMFÍ. Til
hægri eru Guðríður Sigurðardóttir og
Rannveig Pálsdóttir sem voru sæmdar
gullmerki HSV.
Finnbogi
Harðarson,
formaður UDN,
færði Margréti
Jóhannsdóttur,
fráfarandi gjald-
kera, blóm.