Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 47

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 47
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 47 Tuttugu félagar frá tólf félögum mættu á sambandsþing UÍA sem haldið var á Seyðis- firði 15. maí sl. Aðalstjórn sambandsins var endurkjörin og ný lög samþykkt. Stjórn sambandsins var einróma endur- kjörin, Elín Rán Björnsdóttir sem formaður og Berglind Agnarsdóttir, Gunnar Gunnars- son, Gunnar Jónsson og Jónas Þór Jóhanns- son með henni. Böðvar Bjarnason, Egilsstöð- um, kemur nýr inn í varastjórn í stað Jóns Arngrímssonar. Þar eru að auki Steinn Jónas- son og Björn Þór Sigurbjörnsson. Jón Arngrímsson, Hugin í Fellum, var sæmdur starfsmerki Ungmennafélags Íslands á þinginu. Merkið hlaut Jón fyrir ára- tuga fórnfúst starf í þágu ungmennafélags- hreyfingarinnar. Jón hefur setið í stjórn og varastjórn UÍA og var um tíma starfsmaður sambandsins. Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri UMFÍ, afhenti Jóni starfsmerkið. Tvær seyðfirskar forystukonur voru sæmd- ar starfsmerki UÍA á þinginu. Það voru þær Margrét Vera Knútsdóttir og Unnur Óskars- dóttir. Margrét Vera tók við formennsku í Íþróttafélaginu Hugin árið 2008, en hefur unnið lrngi fyrir félagið. Unnur er formaður Viljans og hefur um áraraðir unnið ötult Ákvæði um að skipa greinaráð hjá UÍA lögfest starf í þágu þess félags og íþrótta fatlaðra í fjórðungnum. Það var Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA, sem sæmdi þær starfsmerkinu. Á þinginu voru samþykkt ný lög sam- bandsins þar sem meðal annars eru lögfest ákvæði um skipan greinaráða, ákvæðum um kjör til stjórnar breytt og bætt inn ákvæði um að setja megi aðildarfélag á lista yfir óvirk félög sé það ekki starfandi. Staðfest var að Ungmenna- og íþrótta- félag Bakkafjarðar er ekki lengur aðili að UÍA þar sem íþróttahéruð lúta mörkum sveitarfélaga og Bakkafjörður er orðinn hluti af Langanesbyggð. Bakkafjörður til- heyrir því framvegis starfssvæði Héraðssam- bands Þingeyinga. Fjögur ný félög voru staðfest sem aðilar að sambandinu, Knattspyrnufélagið Spyrnir, Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar, Skíðafélagið Stafdal og Golfklúbbur Vopna- fjarðar. Sjö aðrar ályktanir, sem meðal annars lúta að stuðningi ríkisins við héraðssam- bönd, stuðningi sveitarfélaga við UÍA og þátttöku á íþróttamótum, voru samþykktar. Að auki var samþykkt tillaga um sérgreina- ráð, en gert er ráð fyrir blak-, sund-, frjáls- íþrótta-, golf-, hestaíþrótta- og skíðaráðum innan sambandsins, auk tveggja knatt- spyrnuráða. Akstursíþróttamaðurinn Ólafur Bragi Jónsson, úr Akstursíþróttafélaginu Start, var útnefndur íþróttamaður UÍA árið 2008. Úr hreyfingunni www.ganga.is TRADE MARK

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.