Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 27
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 27 UMSS er mótshaldari 12. Unglinga- landsmóts UMFÍ sem haldið verður dagana 31. júlí til 2. ágúst í sumar. UMSS stendur fyrir Ungmennasam- band Skagafjarðar, en það var stofnað árið 1910. Tíu félög eru innan vébanda UMSS og er starfsemi þeirra fjölbreytt. Sigurjón Þórðarson er formaður UMSS og sagði í samtali við Skinfaxa óneitan- lega í mörg horn að líta fyrir mótið. Allir hafa lagst á eitt „Það er búið að vera bara gaman að undirbúa mótið. Við fengum mótið til okkar nokkuð óvænt en það hafa allir lagst á eitt í undirbúningsferlinu og svona heilt yfir hafa hlutirnir gengið vel fyrir sig. Það skiptir máli í svona vinnu að virkja fólk strax og fá það í lið með sér. Eins og flestir vita er aðstaðan hér á Króknum til fyrirmyndar þannig að undirbúningurinn er með öðrum hætti en ef ráðist hefði ver- ið í framkvæmdir. Það er jákvæð stemn- ing í bænum og allir tilbúnir að leggja eitt- hvað af mörkum,“ sagði Sigurjón. „Maður fann fyrir miklum áhuga að fá mótið hingað, allir voru svo jákvæðir. Við erum vel í sveit settir með að halda mótið hér á Sauðárkróki. Aðstaðan er saman- þjöppuð en stuttar vegalengdir eru á milli tjaldsvæðisins og helstu íþrótta- mannvirkja. Þetta er afar góður kostur að Að fara á Unglingalandsmót er upplifun og mikil stemning Sigurjón Þórðarson, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar: mínu mati. Að koma að svona móti er mikill skóli og um leið mjög gefandi.“ Koma alltaf á óvart Sigurjón segir upplifun sína á Unglinga- landsmótunum vera góða. Þetta séu í einu orði sagt frábær mót sem gefi öllum sem á þau fara mikla möguleika. „Ég hef farið á nokkur Unglingalands- mót og þau koma manni alltaf ánægju- lega á óvart. Ég mæli hiklaust með því að krakkar taki þátt í mótinu og njóti þess um leið að vera með foreldrum sínum. Aðalatriðið í mínum huga er að taka þátt og vera með. Sigur í einhverjum greinum skiptir ekki máli.“ Fjölskyldan saman – Af hverju hafa Unglingalandsmótin slegið í gegn að þínu mati? „Að skreppa á Unglingalandsmót er mikil upplifun og stemning fyrir krakk- ana og raunar alla. Þarna hitta krakkar jafnaldra sína og vini í góðu umhverfi. Það segir sína sögu að sömu fjölskyldurn- ar koma á mótin ár eftir ár. Um stærstu ferðahelgi ársins er stórkostlegt að fjölskyldan eyði helginni saman,“ sagði Sigurjón. Sigurjón sagði af ýmsu að taka í undir- búningi fyrir mótið og margir fundir hefðu verið haldnir í unglingalandsmóts- nefndinni. Fyrir einum fundinum í sumar lágu 30 atriði sem þurfti að skoða og taka ákvörðun um. Bjartsýn og hlökkum til „Við erum að taka á móti gríðarlegum fjölda fólks og því þurfa hlutirnir að vera í sem bestu lagi. Það þarf að huga að mörgum þáttum því að mikið er að gerast á mótinu á sama tíma. Hinu má ekki gleyma að ungmennafélagshreyfingin býr yfir mikilli reynslu hvað þessi mót áhrærir. Menn eru ekki á upphafsreit heldur er alltaf verið að byggja ofan á reynslu fyrri ára,“ sagði Sigurjón. „Við erum mjög bjartsýn og hlökkum mikið til mótsins. Aðalatriðið verður að fá gott veður og ef það gengur eftir smellur þetta allt saman. Það kæmi mér ekki á óvart að hingað myndu koma ekki færri en tíu þúsund manns og að keppendur yrðu um 1000 talsins.“ Sigurjón sagðist líka vilja hvetja fólk til að fjölmenna á Landsmótið á Akureyri dagana 9.–12. júlí í sumar. „Við ætlum að virkja fólk á Sauðárkróki og í Skagafirði til að fara með nokkuð þétta sveit á Landsmótið. Það er líka mót sem við viljum hafa í heiðri,“ sagði Sigur- jón Þórðarson, formaður UMSS, að lokum í spjallinu við Skinfaxa.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.