Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 28
28 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 1. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Dalvík 10.–12. júlí 1993. Mótið, sem haldið var á vegum UMSE, tókst vel í alla staði og var þá alveg ljóst að mótshaldið var komið til að vera. Fyrirmyndarfélag mótsins var HHF. 2. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Blönduósi dagana 14.–16. júlí 1995, á vegum USAH. Fyrirmyndar- félag mótsins var UNÞ. 3. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Grafarvogi 1998, á vegum Ungmennafélagsins Fjölnis. Fyrirmyndar- félag mótsins var HSH. 4. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Vesturbyggð/Tálknafirði árið 2000, á vegum HHF. Mótið markaði skil í sögu mótanna því að það var haldið um verslunarmannahelgina í fyrsta skipti. Þetta var á þeim tíma umdeild ákvörðun en sagan hefur kennt okkur að þetta var afar farsælt skref í sögu mótanna. Fyrir- myndarfélag mótsins var UMSS. 5. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Stykkishólmi um verslunar- mannahelgina 2002, á vegum HSH. Fyrir- myndarfélag mótsins var USVS. 6. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Ísafirði um verslunarmanna- helgina 2003, á vegum HSV. Fyrirmyndar- félag mótsins var HSÞ. Á þessu móti var tekin sú ákvörðun að hækka aldursmörk mótsins upp í 18 ár í stað 16 áður. Á þingi UMFÍ eftir mótið var ákveðið, með mikl- um meirihluta atkvæða, að halda mótið árlega, um verslunarmannahelgina. Unglingalandsmótin frá upphafi 7. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Sauðárkróki 2004, á vegum UMSS. Fyrirmyndarfélag mótsins var HSK. Þetta var í fyrsta skipti sem Ungl- ingalandsmót var haldið á sama stað og Landsmót UMFÍ. 8. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Vík í Mýrdal 2005, á vegum USVS. Fyrirmyndarfélag mótsins var HSK. Mótið tókst í alla staði mjög vel og er talið að um sjö þúsund gestir hafi sótt mótið í blíðskaparveðri. 9. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Laugum í Þingeyjarsýslu 2006, á vegum HSÞ. Mótið fór mjög vel fram í ágætu veðri. Keppendur og gestir á mótinu voru þegar best lét um 10.000. 10. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Höfn í Hornafirði 2007. Um 1.000 keppendur tóku þátt í mótinu en talið er að 7–8 þúsund gestir hafi sótt mótið. Veður var milt og gott alla keppn- isdagana. Eftir þingsetningarathöfnina var afhjúpaður vatnspóstur en hann var gjöf UMFÍ til Hornfirðinga í tilefni 100 ára afmælis hreyfingarinnar. Fyrirmyndar- félag mótsins var HSH. 11. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Þorlákshöfn 2008, á vegum HSK. Setningarathöfnin var mjög glæsi- leg, stillt og þurrt veður og stemningin einstök. Mikið fjölmenni var við loka- athöfnina og mörg þúsund áhorfendur nutu stundarinnar. Helga Guðrún Guð- jónsdóttir, formaður UMFÍ, flutti kepp- endum og gestum kveðju og þakkaði framkvæmdaaðilum fyrir frábært og framúrskarandi framtak. Það var sam- dóma álit manna að vel hefði tekist til, umgjörð mótsins einstök. Gestir mótsins voru um tíu þúsund og hafa aldrei verið fleiri í sögu Unglingalandsmótanna. HSH var fyrirmyndarfélag mótsins. Sauðárkrókur Starfsmenn Unglingalands- mótsins á Sauðárkróki Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmda- stjóri (til vinstri) og Hjalti Þórðarson verkefnastjóri.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.