Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 12
12 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Akureyri Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, formaður Ung- mennafélags Akur- eyrar, sagði í samtali við Skinfaxa að undir- búningur fyrir Landsmótið hefði gengið vel og að markvisst væri unnið að þessu stóra verkefni sem margir hefðu komið að. Menn væru fljótir að bregðast við þegar einhverjir hnökrar kæmu upp og leystu vandamálin fljótt og vel. Fullkomin frjálsíþrótta- aðstaða til framtíðar „Mannvirkin, sem hér eru að rísa, eru öll hin glæsilegustu. Það hlýtur því að verða tilhlökkunarefni fyrir keppendur að keppa við þessar aðstæður sem boðið verður upp á. Þessi uppbygging er hugsuð til margra áratuga, en fullbúin verður hér fullkomin frjálsíþróttaaðstaða fyrir alþjóðakeppni, bikarkeppni og meistaramót hér innanlands. Fyrir knatt- spyrnuna verður þetta líka mikil upplyft- ing. Eftir þessari aðstöðu eru Akureyr- ingar og nærsveitamenn búnir að bíða lengi. Fyrir var komin upp góð aðstaða á Laugum og á Sauðárkróki og þangað hefur okkar fólk stundum sótt æfingar og einnig mótahald. Akureyrarvöllur þótti á sínum tíma einn besti malarvöllur lands- ins en er núna barns síns tíma,“ sagði Guðmundur Víðir. Margir í startholunum – Hvernig leggst Landsmótið í þig? „Mótið leggst vel í mig og skráningar ganga vel. Svo virðist sem mótið ætli að verða vel sótt og margir eru í startholun- um að mæta. Það er viðbúið að margt fólk verði á Norðurlandi á þessum tíma en reynslan hefur sýnt okkur að oftast er gott sumarveður á þessum árstíma. Við vonum svo sannarlega að svo verði áfram en það er aldrei á vísan á róa þegar íslenskt veðurfar er annars vegar.“ Grunnur sem alltaf stendur fyrir sínu – Hvaða gildi hafa Landsmótin í þínum huga? „Landsmót í mínum huga hafa alltaf mikið gildi. Það er viss andi sem svífur yfir vötnum og þarna koma saman þátt- takendur frá öllum landshornum, mörg- um félögum og ýmsum íþróttagreinum. Þátttakendur þurfa ekki vera einhverjir toppíþróttamenn heldur áhugamenn og iðkendur sem hafa gaman af að koma saman og sjá hver staða þeirra er gagn- vart keppinautum í öðrum landshlutum. Auðvitað eru svo komnir afburðaíþrótta- menn á staðinn til að keppa og reyna að Á Landsmótum svífur viss andi yfir vötnum Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, formaður UFA: bæta sinn árangur. Landsmótin hafa líka mikið gildi að mínu mati fyrir félags- hreyfinguna. Þetta er grunnur sem mað- ur finnur að stendur alltaf fyrir sínu í öllu ungmennafélagsstarfi. Ég er fullur til- hlökkunar og vonast eftir því að þetta verði bæði viðamikið og skemmtilegt mót þar sem fólk getur notið samver- unnar og þátttöku í ýmsum viðburðum. Ekki bara í íþróttunum heldur líka í þeim samkomum og öðru sem boðið er upp á í tengslum við mótið,“ sagði Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, formaður Ung- mennafélags Akureyrar. Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, formaður Ungmennafélags Akureyrar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.