Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 16
16 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Almennt um Akureyri Akureyri iðar af mannlífi allan ársins hring. Í bænum búa um 17.200 manns og er hann sá langfjölmennasti utan höfuðborgarsvæðisins, miðstöð athafnalífs og þjónustu fyrir allt Norð- urland. Akureyri er menningar- og skóla- bær sem byggir á traustum grunni. Þar starfa tvö af stærri sjávarútvegs- fyrirtækjum landsins og ferðaþjónusta skipar sífellt hærri sess. Frá Akureyri er stutt í margar helstu náttúruperlur landsins og bærinn sjálfur er vinsæll áningarstaður um lengri eða skemmri tíma. Akureyri er vinsæll ferðamanna- staður og fjölmargir heimsækja bæinn ár hvert. Markvert á Akureyri Akureyri hefur upp á afar margt að bjóða. Hér fyrir neðan má sjá skrá um fjölmargt sem við mælum með að gestir skoði og njóti þegar þeir dvelja á Akureyri. • Lystigarðurinn – u.þ.b. 400 íslenskar plöntur auk rúmlega 7500 erlendra tegunda • Listasafnið og Listagilið • Sundlaug Akureyrar • Húni II – eikarbátur frá 1963 sem er staðsettur við Torfunesbryggju • Veitingahús – sem bjóða upp á mat úr héraði • Kjarnaskógur • Innbærinn – söfn, kirkja og byggingar • Jaðarsvöllur – nyrsti 18 holu golf- völlur í heimi • Glerárgil • Hrísey – perla Eyjafjarðar • Akureyrarvaka – uppskeruhátíð Listasumars sem haldin er í lok ágúst ár hvert • Listasumar – er frá miðjum júní til loka ágúst • Bjór frá Víking og Kalda – brugg- hús í héraði • Brynjuís – í uppáhaldi heimamanna • Akureyrarkirkja • Hlíðarfjall Upplýsingamið- stöðvar á Akureyri Upplýsingamiðstöð og ferðaskrif- stofur Hafnarstræti 82, 600 Akureyri sími: 553 5999 / fax: 553 5909 info@visitakureyri.is www.nordurland.is Upplýsingamiðstöð ferðamála á Akureyri, sem starfrækt er í Hafnar- stræti 82, flytur í Menningarhúsið HOF haustið 2009. Upplýsingamið- stöðin er opin allt árið. Opnunartími: Sumar (18. júní–31. ágúst) kl. 7:30– 19:00 alla daga. Haust (1. sept.–30. sept.) kl. 8:00–17:00 virka daga, kl. 9:00–14:00 um helgar. Vetur (1. okt.–1. júní) kl. 8:00–17:00 mánudaga til föstudaga, kl. 11:30– 15:30 laugardaga. Lokað sunnudaga. Vor (1. júní–17. júní) kl. 8:00–17:00 virka daga, kl. 08:00–16:00 um helgar. Starfsmenn Upplýsingamiðstöðv- arinnar veita upplýsingar um gisti- möguleika, veitingar, afþreyingu, veður, færð á vegum, áætlunarferðir, skipulagðar ferðir og margt fleira á Norðurlandi og víðar um land. Þar er einnig hægt að nálgast upplýsinga- bæklinga, bóka gistingu og kaupa ferðir, ferðakort, göngukort, póstkort, frímerki og fleira. Í Upplýsingamiðstöð- inni eru nettengdar tölvur og símar sem hægt er að fá aðgang að gegn gjaldi. Upplýsingalista yfir ýmsa þjón- ustuaðila í bænum með símanúmer- um, opnunartíma o.fl. má finna á heimasíðu. Ferðaskrifstofur Þrjár ferðaskrifstofur eru á Akureyri: Ferðaskrifstofa Akureyrar www.aktravel.is Nonni Travel, wwwnonnitravel.is Trans Atlantic, www.transatlantic.is Innbærinn Ein höfuðprýði Akureyrar er gömul hús. Í Innbænum og Fjörunni er að finna elstu hús bæjarins sem flest eru byggð á 19. öld. Mörg þeirra eru friðuð samkvæmt lögum. Hin eiginlega Akureyri er eyri sem myndaðist af framburði lækjar sem rann niður Búðargil. Þar risu fyrstu verslunarhúsin á 17. öld. Fyrsta íbúðar- húsið reis 1777–78. Það stóð þar sem nú er Hafnarstræti 3 en brann árið 1901. Elsta hús Akureyrar er Laxdalshús, reist 1795 og stendur það á miðri gömlu Akureyri. Með auknu frjáls- ræði í verslun á 19. öld og aukinni ásókn í byggð við ströndina jókst íbúabyggð á Akureyri og húsunum fjölgaði. Handverksfólk og tómthús- menn fluttust til bæjarins og unnu við verslunina. Þörf var á auknu rými fyrir ný hús og byggðin færðist suður fjöruna og upp Búðargilið. Tvær götur mynduðust þar sem nú eru Aðalstræti og Hafnarstræti og upp Búðargilið kom Lækjargata. Þótt mikl- ir brunar 1901 og 1912 hafi höggvið stórt skarð í gömlu byggðina mynda húsin við Aðalstræti, hluta Hafnar- strætis og Lækjargötu óvenju heillega byggð frá fyrstu tíð kaupstaðarins. Amtsbókasafnið á Akureyri Brekkugötu 17, 602 Akureyri sími: 460 1250 / fax: 460 1251 bokasafn@akureyri.is www.akureyri.is/amtsbokasafn Amtsbókasafnið er eitt stærsta almenningsbókasafn landsins. Það er til húsa í glæsilegri byggingu að Brekkugötu 17 og er tilvalið að heim- sækja það þó ekki væri til annars en að skoða húsakynnin. Safnið býður upp á alla venjulega bókasafnsþjónustu, s.s. útlán bóka, tímarita, mynddiska, hljómdiska og hljóðbóka. Auk þess er hægt að lesa öll íslensk dagblöð á safninu og nýj- ustu eintök keyptra tímarita sem eru yfir 70 talsins, bæði íslensk og erlend. Veittur er aðgangur að nettengd- um tölvum gegn vægu gjaldi en auk þess er opinn aðgangur að þráðlausu neti í húsnæði safnsins. Í sama húsi er rekin kaffitería þar sem hægt er að fá heitan mat í hádeg- inu og kaffi og kökur 10:00–17:00. Opnunartími safnsins er alla virka daga kl.10:00–19:00, auk þess sem opið er laugardaga á veturna kl.12:00–17:00. Akureyri Áhugaverðir staðir á Akureyri

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.