Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
„Svona heilt yfir finnst mér undirbúning-
ur hafa gengið vonum framar. Við viss-
um í rauninni ekki almennilega að hverju
við gengjum. Fólkið, sem valdist í lands-
mótsnefndina, er viljugt og gott til verka,
kann þetta allt saman og leggur sig mikið
fram. Það hefur hjálpað gríðarlega í öll-
um þáttum undirbúningsins. Svo fengum
við líka ágætis viðtökur frá þeim sem
við leituðum til varðandi fjárstuðning
við mótshaldið. Þegar þetta er allt lagt
saman getum við ekki annað en verið
sáttir miðað við það í hvaða árferði
sem við erum að standa í þessu,“ sagði
Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður og
formaður landsmótsnefndar á Akureyri.
Landsmótið á eftir
að setja skemmtilegan
svip á bæinn
Íþróttavöllurinn er
mikið mannvirki
Kristján Þór var inntur eftir því hvernig
honum litist á uppbygginguna sem ráð-
ist hefði verið í vegna Landsmótsins.
Sagði hann tími hefði verið kominn til að
búa til aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir.
„Það er gott að frjálsíþróttafólkið hér
norðan heiða er núna að fá fyrsta flokks
aðstöðu til að iðka íþrótt sína. Það var
bara einfaldlega kominn tími á það og
kannski löngu tímabært, en þolinmæðin
hefur unnið með því fólki. Þessi aðstaða
verður vonandi einnig til þess að þær
greinar sem þar undir eiga fara að
blómstra að nýju. Völlurinn er mikið
mannvirki og mikið lagt í hlutina og þá
er um að gera að nýta það sem best,“
sagði Kristján Þór.
Kristján Þór Júlíusson,
formaður landsmótsnefndar:
Nýja stúkan við
íþróttavöllinn
við Hamar er
mikið mann-
virki.
Akureyri