Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 23
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 23 „Hér eru menn mjög sjóaðir í að undir- búa mót af þessu tagi enda stutt síðan að hér voru haldin tvö landsmót með nokk- urra vikna millibili. Við búum að þessari reynslu og erum vel í stakk búin til að taka þetta mót að okkur. Það verður spenn- andi að taka á móti öllum þeim fjölda sem kemur til með að sækja mótið,“ sagði Guðmundur Guðlaugsson, sveit- arstjóri í Skagafirði, í spjalli við Skinfaxa. Hér er allt til alls Guðmundur sagði að strax hefði vakn- að áhugi í bæjarfélaginu að sækja um að halda mótið eftir að Grundfirðingar hættu við vegna efnahagsástandsins. „Hér var allt til alls og þegar í ljós kom að við hrepptum mótið var okkur ekkert að vanbúnaði og undirbúningur hófst af fullum krafti. Við vorum afar stolt yfir að hafa fengið mótið og ætlum að leggja okkur fram í að halda gott mót.“ Guðmundur sagði íþróttaleikvanginn kláran en aðeins hefði þurft að mála hlaupabrautirnar að nýju. Allt annað væri til staðar og aðstaðan fyrsta flokks. Mikill áhugi á frjálsum Íþróttaáhugi hefur alltaf verið mikill í Skagafirðinum og þaðan hafa komið íþróttamenn í fremstu röð. Guðmundur sagði að uppbygging, sem varð í kring- Við erum afar stolt að hafa fengið mótið hingað um landsmótin 2004, hefði tvímælalaust ýtt enn meira undir áhuga á frjálsum íþróttum og á fleiri íþróttagreinum. Glæsileg uppbygging „Eins og allir vita hefur átt sér stað glæsileg uppbygging samhliða Unglinga- landsmótunum og hún ein og sér skilar sér svo sannarlega inn í framtíðina,“ sagði Guðmundur. – Það hlýtur að vera mikill akkur fyrir sveitarfélagið að fá svona mót til sín? „Það er ekki nokkur spurning. Við erum tilbúin til þess og ætlum að gera það eins vel og hægt er. Það skiptir mestu að undirbúningur sé góður og hér eru margir tilbúnir að leggja lóð á vogarskál- arnar. Öll íþróttaiðkun ungs fólks eflir það til dáða til framtíðar litið. Ég bíð spenntur Unglingalandsmótin eru innlegg í það að efla unga fólkið en þessi mót hafa svo sannarlega sannað gildi sitt. Ég bíð spenntur eftir mótinu en ég hef aldrei sótt svona mót áður. Mín börn voru meira í keppnisíþróttum á borð við knattspyrnu þannig að ég bíð spenntur eftir Unglingalandsmótinu í sumar.“ Guðmundur sagði tilhlökkun mikla á meðal bæjarbúa enda verkefnið mjög spennandi. Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri í Skagafirði:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.