Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 24
24 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Þann 30. apríl síðastliðinn var í þjónustu-
miðstöð UMFÍ skrifað undir styrktarsamn-
inga við fjögur fyrirtæki vegna 12. Ungl-
ingalandsmóts Ungmennafélags Íslands
sem haldið verður á Sauðárkróki dagana
31. júlí til 2. ágúst í sumar.
Samningar við styrktaraðila undirritaðir
Fulltrúar fyrirtækjanna sem
verða styrktaraðilar 12.
Unglingalandsmóts UMFÍ
á Sauðárkróki í sumar.
Efri röð f.v.: Örvar Guð-
mundsson, Prentmeti, Guð-
mundur Guðmundsson,
Prentmeti, Júlíus Jónsson,
Vífilfelli, Þórmundur
Jónatansson, Landsbank-
anum, Jóhannes Ásbjörns-
son, Landsbankanum.
Neðri röð f.v.: Þórhildur
Rún Guðjónsdóttir, Síman-
um, Helga Guðrún Guðjóns-
dóttir, formaður UMFÍ, og
Margrét Stefánsdóttir,
Símanum.
Aðalstyrktaraðilar Unglingalandsmóts-
ins eru Síminn, Vífilfell, Landsbankinn
og Prentmet. Við undirskriftina vildi
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður
UMFÍ, koma á framfæri þakklæti til
styrktaraðilanna og óskaði þess í leiðinni
að samningurinn yrði einnig ávinningur
fyrir styrktaraðilana sjálfa.
Fulltrúar styrktaraðilanna lýstu yfir
mikilli ánægju með samstarfið sem bæri
vott um að forsvarsmenn fyrirtækjanna
vildu leggja æskulýðs- og íþróttastarfi lið.
Vel heppnað dómara-
námskeið í tengslum
við Unglingalandsmót
á Sauðárkróki
Í vor var haldið dómaranámskeið í frjáls-
íþróttum á Sauðárkróki, m.a. vegna Ungl-
ingalandsmóts UMFÍ sem þar verður
haldið í sumar. Námskeiðið fór fram bæði
með fyrirlestrum og heimsókn á íþrótta-
völlinn, þar sem gerð var úttekt á aðstæð-
um. Gert er ráð fyrir að þörf verði fyrir um
100 starfsmenn við frjálsíþróttakeppni
mótsins. Leiðbeinandi á námskeiðinu var
Birgir Guðjónsson, formaður tækninefnd-
ar Frjálsíþróttasambands Íslands. Um 20
einstaklingar sóttu námskeiðið sem var
mjög vel heppnað í alla staði.
Hluti þátttakenda á dómaranámskeið-
inu sem haldið var á Sauðárkróki.
Sauðárkrókur