Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 36
36 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Ungmennafélagið Afturelding varð 100 ára þann 11. apríl sl. Þann 22. apríl var haldið upp á aldarafmæl- ið með sérstakri hátíðardagskrá. Við það tækifæri færði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands, félaginu gjafir og sæmdi Sigurð Guðmunds- son, íþróttafulltrúa Mosfellsbæjar, gullmerki UMFÍ. Jón Pálsson, for- maður Aftureldingar, og Svava Ýr Baldvinsdóttir voru sæmd starfs- merki UMFÍ. Á afmælisdaginn sjálfan hélt stjórn Aftureldingar opinn hátíðar- stjórnarfund þar sem opnað var bréf sem þáverandi stjórn sendi inn í framtíðina fyrir fimmtíu árum. Núverandi stjórn skrifaði og innsigl- aði nýtt bréf sem ætlunin er að verði opnað að öðrum fimmtíu árum liðnum, á 150 ára afmæli félagins árið 2059. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar kom Aftureldingarfólki á óvart og lét, í tilefni aldarafmælisins, útbúa og setja upp minnismerki við Lágafells- kirkju, á þeim stað sem Afturelding var stofnuð. Minnismerkið var afhjúpað að loknum stjórnarfund- inum. Í dag telur félagið um 3800 félags- menn. Um 1200 iðkendur æfa og keppa á vegum félagsins í 10 deild- um. Starfsmenn aðalstjórnar eru tveir en yfir 40 þjálfarar og aðrir starfsmenn starfa innan deilda félags- ins. Hátt í 100 sjálfboðaliðar starfa fyrir Aftureldingu í stjórnum og nefndum. Ungmennafélagið

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.