Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 20
20 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Vésteinn Hafsteinsson, kastþjálfari og fyrrum afreksmaður í kastgreinum frjáls- íþrótta, heldur fyrirlestur á Landsmóti UMFÍ á Akureyri þar sem hann mun fjalla um afreksþjálfun og leiðina að Ólympíu- gullinu og heimsmeistaratitli, en Eistlend- ingurinn Gerd Kanter, fremsti kringlu- kastari heims í dag, er lærisveinn Vésteins. Fyrirlestur Vésteins verður fimmtudags- kvöldið 9. júlí, að kvöldi upphafsdags Landsmótsins, kl. 20:00–22:00, í húsa- kynnum Háskólans á Akureyri. Vésteinn hefur margsannað hversu frá- bær þjálfari hann er. Um það vitnar árang- ur lærisveina hans en það er ekki bara Kanter sem hefur náð frábærum árangri undir stjórn Vésteins. Samstarf Vésteins og Kanters hófst fyrir tæpum níu árum og hefur Eistlendingur- inn tekið undraverðum framförum á þess- Í tengslum við Landsmót UMFÍ á Akur- eyri í sumar verður efnt til lengstu hjól- reiðakeppni ársins. Keppnin er liður í því að minnast þess að eitt hundrað ár eru liðin frá því að fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri. Um liðakeppni er að ræða og eru tveir hjólreiðamenn í hverju liði, sem skiptast á að hjóla leiðina sem er um 430 km, auk ökumanns sem fylgir hverju liði eftir á leiðinni. Liðsmenn ráða því hvort þeir hjóla saman eða skiptast á um að hjóla á leiðinni. Engin flokkaskipting er og lið geta verið samsett hvernig sem er (aldur og kyn). Keppnin fer fram á hefðbundn- um götuhjólum og hvert lið má hafa fjögur hjól meðferðis auk varahluta. Liðin verða ræst af stað að morgni 8. júlí í Reykjavík og er áætlað að öll lið verði komin fyrir miðnætti þann dag til Akureyrar. Keppni á sjálfu Landsmótinu hefst síðan daginn eftir, fimmtudaginn 9. júlí. Ekkert þátttökugjald er innheimt, en hvert lið þarf að útvega bíl í keppnina ásamt ökumanni. Hvert lið má einungis hafa einn fylgdarbíl. Gisting á besta stað á Akureyri aðfara- Vésteinn með fyrirlestur á Landsmótinu á Akureyri um tíma. Kanter hefur unnið gullið á bæði heims- og Evrópumeistaramóti og hæst bar Ólympíugull hans á Ólympíuleikun- um í Peking sl. sumar. Á dögunum setti Kanter heimsmet í kringlukasti innan- húss þegar hann kastaði 69,51 m. Gamla metið var rúmum þremur m styttra og sett fyrir tæpum þremur áratugum. Kanter og Vésteinn hafa í sameiningu sett stefnuna á heimsmet utanhúss í kringlu- kasti næsta sumar. Gaman verður að fylgj- ast með hvort þeim tekst það. Víst er að fyrirlestur Vésteins á Lands- mótinu í sumar verður mjög áhugaverð- ur. Það er ekki á hverjum degi sem fólki gefst kostur á að heyra frá slíkum afreks- þjálfara hvernig unnið er markvisst að því að koma íþróttamönnum á efsta þrep verðlaunapallsins og ná því markmiði. Vésteinn Hafsteinsson, kastþjálfari og fyrrum afreks- maður í frjálsum íþróttum. Hjólreiðakeppni frá Reykjavík til Akureyrar nótt 9. júlí er í boði fyrir fyrstu tíu liðin sem skrá sig. Keppnisreglur Fylgdarbíl er ekið fyrir aftan sitt lið eða hjólahópinn. Þegar hjólahópurinn slitnar má fylgdarbíll ekki fara á milli hjólreiða- manna fyrr en bilið er orðið að lágmarki 100 m (tvær stikur). Þegar liðsmenn hafa ákveðið skiptingu má fylgdarbíll fara fram fyrir sitt lið og hann verður að keyra ákveð- ið fram úr hjólreiðamanni/-mönnum á stað þar sem ekki skapast hætta vegna annarrar umferðar. Fylgdarbíll verður að keyra á 60–90 km hraða í a.m.k. 2 mínútur eftir að hann er farinn fram úr sínu liði (2 km eftir að farið er fram úr) og stöðva svo á þeim stað að ekki skapist hætta af annarri umferð þegar liðsfélaginn gerir sitt hjól tilbúið fyrir skiptingu. Skipting fer þannig fram að sá sem er að ljúka við sinn hjólreiðalegg verð- ur að láta framdekk sitt ná fram fyrir framdekk þess sem er að taka við. Sá sem er að taka við að hjóla má ekki trufla aðra hjólreiðamenn sem gætu farið fram úr honum meðan hann bíður eftir liðsfélaga sínum. Sá sem er að ljúka við sinn legg má ekki trufla aðra hjól- reiðamenn sem koma á eftir honum. Einungis hefðbundin götuhjól án auka- búnaðar til að minnka loftmótstöðu eru leyfileg. Liggistýri eru óleyfileg. Nánari útfærsla á þessum reglum verður kynnt á fundi í byrjun júlí fyrir skráð lið. Leiðin, sem verður hjóluð, liggur um þjóðveg 1 um Hvalfjörð, samtals 430 km. Leiðin er ekki lokuð annarri umferð á meðan og verða því bæði keppendur og ökumenn að sýna fyllstu varúð. Akureyri

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.