Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 3
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 3 Það er sannkallað Landsmótsár hjá Ung- mennafélagi Íslands í ár því að haldin verða tvö Landsmót. Dagana 9.–12. júlí verður 26. Landsmót Ungmennafélags Íslands haldið á Akureyri. Mótið er jafnframt 100 ára afmælismót Landsmótanna, en fyrsta mótið fór einmitt fram á Akureyri 17. júní 1909 á Oddeyrar- túni í blíðskaparveðri. Þetta mót er talið fyrsta nútíma íþróttamót sem haldið hefur verið á Íslandi. Það voru stofnendur Ungmennafélags Akureyrar, með þá Lárus Rist sundkennara og Jóhannes Jósefsson glímukappa í broddi fylkingar, sem áttu hugmyndina að þessu fyrsta íþróttamóti og var markmiðið að efla íþróttaáhuga æskulýðsins. UMFÍ er það sannur heiður að fá að halda 100 ára afmælismót Landsmótanna á Akur- eyri. Það eru UFA og UMSE, með stuðningi Akureyrarbæjar, sem sjá um skipulagningu og framkvæmd mótsins. Umgjörð Landsmótsins er hin glæsileg- asta og er vandað vel til verka. Mikil upp- bygging hefur átt sér stað og stórglæsileg íþróttamannvirki blasa við sem notuð verða um ókomin ár af íbúum og gestum. Akureyri er enn eitt sveitarfélagið í hópi sveitarfélaga sem hafa byggt upp íþrótta- mannvirki í tengslum við Landsmót UMFÍ og gjörbreytt þannig aðstöðu fólks til æfinga og keppni. Keppt verður í fjölmörgum íþróttagrein- um og í fyrsta skipti verður boðið upp á keppni í maraþoni á Landsmóti. Auk íþrótta- keppninnar verður boðið upp á fjölbreytta menningardagskrá víðs vegar um bæinn og fyrirlestrar um heilsutengd málefni verða í boði m.a. í Háskólanum. Um verslunarmannahelgina verður 12. Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Sauðár- króki í umsjón Ungmennasambands Skaga- fjarðar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Er þetta í annað sinn sem mótið er haldið þar, en Skagfirðingar héldu Unglingalandsmót UMFÍ 2004 sem þótti takast vel. Unglingalandsmótin hafa vakið verð- skuldaða athygli og hafa fyrir löngu sannað gildi sitt. Það var stórt gæfuspor stigið þegar ungmennafélagshreyfingin ákvað að halda mótin árlega og ætíð um verslunar- mannahelgi. Mótin eru án efa skynsamleg- asta og skemmtilegasta fjölskyldu-, íþrótta- og forvarnahátíð sem hægt er að hugsa sér um verslunarmannahelgi þar sem þau eru áfengis- og vímuefnalaus. Mót þar sem ungl- ingar og íþróttir eru í fyrirrúmi og stórfjöl- skyldan getur tekið þátt. Undanfarin ár hafa skilaboð til fjölskyldna um að verja meiri tíma saman verið áber- andi, einkum í kringum atburði þegar lík- legt er að unglingar neyti áfengis eða ann- arra vímuefna. Foreldrar hafa tekið þessum skilaboðum vel en líka unglingarnir sem Landsmótsár Formaður UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir virðast vilja verja meiri tíma með sínum nánustu. Umhyggja og hlýja frá fjölskyldunni er grundvöllur velferðar barna og unglinga og dregur mjög úr líkum á því að unglingar velji að fikta við að reykja, nota áfengi eða önnur vímuefni. Samverustundir fjölskyld- unnar eru því ómetanlegar. Það er mitt mat að foreldrar velji í síaukn- um mæli að verja verslunarmannahelginni með börnum sínum á Unglingalandsmóti UMFÍ. Um það vitnar sá mikli fjöldi sem sækir mótin árlega. Fyrir UMFÍ er þetta viðurkenning á því að þjóðin er sammála UMFÍ um að hægt er að halda áfengis- og vímuefnalausa hátíð um þessa stærstu ferðahelgi landsmanna. Umgjörð Unglingalandsmótsins á Sauð- árkróki er hin glæsilegasta og góð íþrótta- mannvirki og aðstaða eru til staðar. Stór hópur sjálfboðaliða kemur að báðum mótunum sem gerir alla undirbúnings- vinnu og framkvæmd þeirra mögulega. Þetta fórnfúsa og mikla starf sjálfboðaliðans gerir það að verkum að öll umgjörð og undirbúningur mótanna er eins glæsileg og raun ber vitni ásamt góðu samstarfi við sveitarfélögin. Ríkisvaldið hefur stutt vel við uppbygg- ingu og framkvæmd á Landsmótum og Unglingalandsmótum í gegnum tíðina og fyrir þann góða stuðning erum við ákaflega þakklát. Verið öll hjartanlega velkomin á Lands- mót og Unglingalandsmót UMFÍ í sumar. Fram undan eru skemmtilegir dagar, með fjölbreyttri dagskrá sem við njótum þess að taka þátt í. Við hlökkum til að sjá þig og fjölskyldu þína. Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.