Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 17
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 17 Davíðshús Bjarkarstíg 6, sími: 466 2609/460 1000 listagil@listagil.is www.skaldhus.akureyri.is Ættingjar Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi ánöfnuðu Akur- eyrarbæ húsið á Bjarkastíg 6 sem skáldið byggði og bjó í til dauðadags 1964. Á efri hæð hússins er íbúð hans varðveitt eins og hann skildi við hana. Þar er geysimikið bókasafn. Á neðri hæð hússins er íbúð sem lista- og fræðimenn geta fengið til afnota í lengri eða skemmri tíma gegn vægu gjaldi. Auglýst er eftir umsóknum á haustdögum fyrir komandi ár. Safnið í Davíðshúsi er opið alla virka daga á sumrin frá 1. júní til 31. ágúst, kl. 13:00–14:30. Ef óskað er eftir skoð- unarferð á öðrum tímum en opnun- artímum, má hringja í síma 466 2609. Símanúmer í gestaíbúð er 462 7498. Nonnahús Aðalstræti 54, sími: 462 3555 nonni@nonni.is, www.nonni.is Nonnahús er talið byggt árið 1849. Akureyrarbær á húsið og er þar safn til minningar um rithöfundinn og prestinn Jón Sveinsson, Nonna (1857– 1944). Húsið var friðað samkvæmt þjóðminjalögum árið 1978 og er að flestu leyti gott dæmi um elstu gerð timburhúsa. Í safninu er að finna ýmsa muni sem tengdir eru Nonna, myndir og bækur hans á fjölmörgum tungumálum. Opið daglega kl. 10:00– 17:00, 1. júní til 31. ágúst. Yfir vetrar- tímann er opið eftir samkomulagi við umsjónarmann. Flugsafn Íslands Akureyrarflugvelli, sími: 461 4400 flugsafn@flugsafn.is, www.flugsafn.is Flugsafn Íslands er á Akureyrarflug- velli í nýju húsnæði sem er um 2.200 fermetrar að stærð. Þar inni er að finna fjölbreytt úrval flugvéla og annarra sýningargripa sem tengjast íslenskri flugsögu. Þar er einnig að finna mik- inn fjölda ljósmynda sem sýna mis- munandi tímabil í flugsögunni. Safnið er opið alla daga kl. 11:00– 17:00, á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst. Á öðrum tímum er það opið á laugar- dögum kl. 11:00–17:00 og samkvæmt samkomulagi. Hópar eru sérstaklega velkomnir. Listagilið Miðpunktur listalífsins á Akureyri er í Kaupvangsstræti, nánar tiltekið í Grófargili sem í daglegu tali er nefnt Listagil. Á árum áður var þarna umfangs- mikil iðnaðarstarfsemi í öllum bygg- ingum en smám saman hvarf sú starfsemi og eftir stóðu húsin tóm. Framsýnt fólk fékk þá hugmynd að stuðla að því að húsin yrðu lögð undir ýmsa listastarfsemi og sú varð raun- in. Listalífið blómstrar í Grófargili. Listasafnið á Akureyri Kaupvangsstræti 12, 600 Akureyri sími: 461 2610 / fax: 461 2969 listasafn@akureyri.is www.listasafni.akureyri.is Listasafnið á Akureyri er yngsta listasafnið á landinu og jafnframt það eina sinnar tegundar utan höfuðborg- arsvæðisins. Safnið er til húsa að Kaupvangsstræti 12, í Listagilinu svo- kallaða, hjarta bæjarins, sem einnig gengur undir heitinu Grófargil. Hug- myndin að stofnun listasafns á Akur- eyri kom upphaflega frá Jónasi Jóns- syni frá Hriflu, í blaðagrein sem hann skrifaði árið 1960. Þrír áratugir liðu uns hugmyndin um Listasafnið á Akureyri komst aftur í umræðuna og varð hún loksins að veruleika á afmælisdegi bæjarins þann 29. ágúst 1993. Lista- safnið á Akureyri er til húsa þar sem áður var Mjólkursamlag KEA, en byggingin er undir sterkum áhrifum frá Bauhaus-skólanum og hinni alþjóðlegu funkis-hreyfingu. Lista- safnið á Akureyri er miðpunktur og sameiningartákn þessarar Listamið- stöðvar í Grófargili. Listasafnið á Akureyri leggur áherslu á að virkja sem flesta til þátttöku, að fræða almenning um sjónlistir og efla umræðu um samfélagið, menningu og listir þar sem safnkennsla og fyrir- lestrahald skipar stóran sess. Þá er einnig lögð áhersla á samstarf við erlenda aðila, ekki hvað síst á Norð- urlöndum. Safnið mun leitast við að setja upp árlega nokkrar metnaðar- fullar sýningar til að efla menningar- líf bæjarins, auka við þekkingu, áhuga og efla skilning á sjónlistum. Listasafnið er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 12:00–17:00.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.