Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.05.2009, Blaðsíða 13
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 13 Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri, hefur komið mikið að undirbún- ingi Landsmótsins á Akureyri sem for- maður stjórnar fasteigna framan af kjör- tímabilinu og þar af leiðandi fylgst náið með aðdraganda uppbyggingarinnar á Þórssvæðinu. Stórglæsileg aðstaða Aðspurður hvernig honum litist á sagði hann að honum litist mjög vel á og aðstað- an verði stórglæsileg þegar hún verði kom- in í full not. Þó að Landsmótið sé upphafs- punkturinn og fyrsta notkunin þá sé þessi aðstaða komin til vera og Akureyringar muni búa að henni til fjölda ára. Höfum náð að klára ákveðin verkefni „Íþróttafólk hér um slóðir er búið að bíða eftir því að þessi aðstaða yrði að veruleika. Biðin hefur verið töluverð og má rekja hana að nokkru leyti til þess að það tók tíma að ákveða framtíðarstað- setningu vallar. Það má segja að upp- byggingin hafi gengið ótrúlega vel miðað við aðstæður sem við búum við í þjóð- félaginu í dag. Við höfum náð að halda áfram og klára ákveðin verkefni þrátt fyrir allt,“ sagði Hermann Jón. Landsmótin eiga sér mikla sögu á Akureyri Hermann Jón sagði að Landsmótin ættu sér mikla sögu og það væri mjög skemmtilegt í þessari 100 ára sögu móts- haldsins að mótið skyldi nú haldið á Akureyri. Landsmótið er stór viðburður sem gaman verður að vera þátttakandi í Spennandi uppákomur „Við höfum lagt upp úr því hér á Akureyri að hafa spennandi uppákomur yfir sumar- tímann. Það eru margir viðburðir fram undan og einn sá stærsti þetta sumarið er að sjálfsögðu Landsmótið sem bæjar- félagið mun njóta góðs af,“ sagði Her- mann Jón. Mikil uppbygging í gangi á Akureyri – Má segja að með uppbyggingu íþrótta- aðstöðu á Hamri sé hringnum í þeim efn- um lokið á Akureyri? „Það má alveg segja það að vissu leyti en við erum ennfremur með í gangi upp- byggingu á fimleikahúsi. Það er alltaf hægt að finna einhver verkefni sem æski- legt væri að ráðast í, en nú þegar erum við komin með frábæra íþróttaaðstöðu hér í bæinn. Ég er alveg viss um að íþróttafólk á eftir að finna fyrir gríðarleg- um mun þegar allri uppbyggingu verður lokið. Ég sé fyrir mér að við getum núna haldið smærri og stærri mót í frjálsum íþróttum. Frjálsíþróttahreyfingin mun örugglega nota þessa frábæru aðstöðu í framtíðinni,“ sagði Hermann Jón. Skemmtilegir dagar Hvað Landsmótið áhrærir sagðist Hermann Jón ekki eiga von á öðru en að fólk sem legði leið sína á það ætti góða og skemmtilega daga fyrir höndum. „Ég hlakka til að vera í þessum hópi. Landsmót er stór viðburður sem gaman verður að vera þátttakandi í,“ sagði Hermann Jón, bæjarstjóri á Akureyri. Hermann Jón Tómass on, bæjarstjóri á Akureyri:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.