Skinfaxi - 01.11.2009, Side 3
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 3
Síðustu tvö ár hafa verið samfelld
afmælisveisla hjá UMFÍ. Við höfum haldið
upp á aldarafmæli hreyfingarinnar og
Landsmótanna og nú er komið að Skin-
faxa. Frá því að fyrsta blaðið var gefið út í
október 1909 hefur það komið út óslitið,
ekki fallið út einn árgangur, sem að öll-
um líkindum er einsdæmi í tímarita-
útgáfu á Íslandi.
Nafn Skinfaxa er sótt í norræna goða-
fræði og dregur blaðið nafn sitt af hestin-
um Skinfaxa sem dró vagn goðsagna-
verunnar Dags. Hesturinn Skinfaxi var
fagur og með skínandi fax sem lýsti upp
himinhvolfið og jörðina. Segja má að
nafngiftin sé tignarleg og hæfi blaðinu
vel því hróður Skinfaxa hefur borist víða
og hann skín og hefur skinið skært.
Frá upphafi hefur Skinfaxi verið öflug-
ur málsvari ungmennafélagshreyfingar-
innar, sambandsaðilanna og heildarsam-
takanna. Markmiðið með útgáfu hans hef-
ur verið óbreytt í hundrað ár: Að segja
fréttir og vera með frásagnir úr starfi ung-
mennafélaga og af þeim verkefnum sem
heildarsamtökin hafa haft forystu um eða
unnið í samstarfi við aðra. Að tengja félög-
in saman þannig að þau myndi eina sterka
heild og styrkja og hvetja sambandsaðila
til dáða. Að vera með leiðbeiningar um
starfið, vekja samhug og opna augu les-
enda fyrir öllu því sem skiptir máli hverju
sinni og því sem er fagurt og gott.
Þessum markmiðum hafa þeir sem
stýrt hafa blaðinu hverju sinni verið trygg-
ir og stjórnendur UMFÍ hafa lagt áherslu
á að halda blaðinu lifandi. Þannig hefur
blaðið oft tekið stakkaskiptum hvað útlit
og efnisinnihald varðar og hin síðari ár
hefur blaðið einnig verið aðgengilegt á
heimasíðu UMFÍ.
Stjórn UMFÍ hefur ákveðið að í tilefni
af afmælinu verði farið í samstarf við
Landsbókasafn Íslands – Háskólabóka-
safn um að skanna inn öll tölublöð Skin-
Lýsir upp himin og jörð
Helga Guðrún Guðjónsdótt ir, formaður UMFÍ:
faxa og í framtíðinni verða safninu send
öll tölublöð blaðsins á pdf-formi. Þannig
varðveitum við þennan sögulega fjársjóð
ungmennafélagshreyfingarinnar um
leið og við bætum aðgang fólks að þeim
fróðleik sem þetta málgagn hreyfingar-
innar flytur hverju sinni og gildi hans
fyrir land og lýð. Þetta er afmælisgjöf
hreyfingarinnar til blaðsins og um leið
þakklætisvottur og yfirlýsing um hve
stolt við erum af blaðinu OKKAR.
Ég tel að Skinfaxi sé eitt besta tímaritið
sem fjallar um íþrótta- og æskulýðsmál á
Íslandi í dag. Ritstjórinn, Jón Kristján
Sigurðsson, vinnur mjög gott starf sem
sýnir sig í góðu blaði, bæði hvað útlit og
innihald varðar. Hefur honum, ásamt rit-
nefndum undanfarinna ára, tekist að
gera blaðið áhugavert aflestrar og því er
dreift víða þannig að margir njóta. Vil ég
nota þetta tækifæri og þakka ritstjóra,
ritnefnd og öðrum sem koma að blaðinu
kærlega fyrir frábært blað um leið og ég
óska okkur öllum til hamingju með 100
ára afmæli þess með óskum um að Skin-
faxi haldi áfram að lýsa upp himin og
jörð.
Íslandi allt!
Helga Guðrún Guðjónsdóttir
formaður UMFÍ
Helga Guðrún
Guðjónsdóttir,
formaður UMFÍ.
Skinfaxi
100
1909–2009
ára
Kynningarfundur um KOMPÁS – hand-
bók í mannréttindafræðslu – var haldinn
í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu
9. desember sl. Mennta- og menningar-
málaráðuneyti og Námsgagnastofnun
hafa látið þýða og gefa út á íslensku bók-
ina KOMPÁS, en hún kom fyrst út hjá
Viljayfirlýsing um samstarf undirrituð
Evrópuráðinu árið 2002. Hér er um að
ræða handbók í mannréttindafræðslu
sem er ætluð þeim sem starfa í skólum
eða með börnum og unglingum á vett-
vangi félags-, æskulýðs- og tómstunda-
starfs. Bókin nýtist bæði fagfólki, forystu-
fólki í félagsstarfi og sjálfboðaliðum. Í
handbókinni er að finna raunhæfar hug-
myndir og hagnýt verkefni sem ætlað er
að virkja og vekja jákvæða vitund ungs
fólks um mannréttindi. Áhersla er á mark-
mið sem snúa að þekkingu og skilningi,
færni, viðhorfum og gildum. Kompás er
nú til á 28 tungumálum og eru flestar
útgáfurnar aðgengilegar á vefnum sem
þýðir að þegar unnið er í fjölþjóðlegu
samhengi á íslenskum vettvangi getur
hver þátttakandi fengið verkefnin á sínu
tungumáli. Hér er því á ferðinni verkfæri
sem nýtist öllum þeim sem vilja efla vit-
und um mannréttindi og er fólk hvatt til
að kynna sér efni bókarinnar frekar. Við
þetta sama tækifæri undirritaði mennta-
menningarmálaráðherra, Katrín Jakobs-
dóttir. viljayfirlýsingu um samstarf
mennta- og menningarmálaráðuneytis
við Háskólann á Akureyri, Akureyrarbæ,
Rauða Kross Íslands og Ungmennafélag
Íslands, um að efla lýðræði og mann-rét-
tindi í skólum og í félags- og æskulýðs-
starfi.
Katrín Jakobsdóttir
mennta– og menn-
ingarmálaráðherra
ásamt fulltrúum
sem koma að sam-
starfinu um að efla
lýðræði og mann-
réttindi í skólum og
félags- og æsku-
lýðsstarfi.