Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2009, Síða 16

Skinfaxi - 01.11.2009, Síða 16
16 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands mátti að mynd væri á hverri blaðsíðu. Hann lét af ritstjórastörfum þegar hann fluttist á Selfoss í ársbyrjun 1980 og gerð- ist kennari við Gagnfræðaskóla Selfoss. Þá tók við ritstjórninni starfshópur UMFÍ undir forystu stjórnarmannsins Diðriks Haraldssonar frá Selfossi. Diðrik var prentari og hafði gott auga fyrir upp- setningu blaðsins. Hann réði því að blað- ið var stækkað til muna og gert læsi- legra. Brotið var aukið upp í svokallaða Crown-stærð sem er millivegur milli stærðanna A4 og A5 sem flestir munu kannast við. Diðrik hafði einnig forgöngu um að nú var farið að offsetprenta blaðið svo myndgæðin jukust og útlitið batnaði enn. Vísnaþáttur hóf göngu sína undir stjórn Pálma Gíslasonar formanns en meginefni blaðsins var fréttir og frá- sagnir innan hreyfingarinnar. Þessi efnis- tök mæltust vel fyrir og útbreiðslan jókst. Diðrik stýrði blaðinu um eins árs skeið en í ársbyrjun 1981 tók Steinþór Pálsson við ritstjórninni í eitt ár. Við af honum tók Ingólfur A. Steindórsson sem á sínum tíma var framkvæmdastjóri landsmóts UMFÍ á Akranesi 1975. Fyrsta verk Ingólfs var að fríska upp á forsíð- una. Forsíðumyndin var látin ná yfir alla forsíðuna og letrið fellt inn í hana. Ári síðar var forsíðan höfð litprentuð og hefur svo verið síðan. Nú fóru að birtast viðtöl við forystu- menn hreyfingarinnar vítt og breitt um landið og efni blaðsins var fyrst og fremst frá starfi hennar. Frásagnir af samkom- um, mótum og þingum voru drjúgur hluti efnisins og blaðið hið líflegasta. Vænghafið stækkar Ritstjórastarf Skinfaxa var ekki hálauna- starf fremur en fyrri daginn og eftir þrjú ár stóð Ingólfur upp úr ritstjórastólnum, í ársbyrjun 1985. Þá kom til skjalanna Guðmundur Gíslason, íþróttakennari frá Eskifirði. Guðmundi var margt til lista lagt og hann var meðal annars laginn að fást við tölvur sem þá voru að koma til skjalanna. Í ársbyrjun 1986 stækkaði hann brot blaðsins upp í A4 og tók upp nýja tækni við vinnsluna. Keypt var öflug tölva og ritstjórinn tók sjálfur að sér upp- setningu og umbrot fyrir prentsmiðjuna. Guðmundur fór ótroðnar slóðir og birti mörg viðtöl við þekkta einstaklinga. Margir þeirra voru utan ungmenna- félagshreyfingarinnar og höfðu frá ýmsu að segja. Skák-, bridds- og vísnaþáttur höfðu þá verið um sinn í blaðinu og nú bættust við poppþáttur og einnig þáttur um fugla í umsjón Þorsteins Einarssonar. Sem fyrr voru fréttir af vettvangi hreyf- ingarinnar fyrirferðarmiklar en efnistök voru fjölbreytt í höndum Guðmundar. Fram að þessu hafði auglýsingasöfn- un blaðsins verið unnin af starfsmönn- um UMFÍ og ritstjórar lagt þar sitt af mörkum. Stundum voru stjórnarmenn meira að segja virkjaðir til að safna styrktarlínum og heillaóskum við sérstök tækifæri. Þetta gafst misjafnlega vel og stundum illa og þegar söfnunin var ítrekað farin að tefja útgáfuna var ákveð- ið að bjóða hana út gegn hundraðshluta af greiddum auglýsingum. Þegar auglýsingasafnari tók til starfa sumarið 1987 fjórfölduðust auglýsinga- tekjur svo hér var greinilega verið á réttri leið. Samtímis voru óskilvísir áskrifend- ur strikaðir út. Eftir þá hausthreingern- ingu hafði áskrifendum fækkað úr 2200 í 1300. UMFÍ hafði úr litlu að spila og í árs- byrjun 1987 hafði Guðmundur Gíslason fengið nóg af láglaunastefnu samtakanna og sagði upp störfum. Til starfa í stað hans kom Ingólfur Hjörleifsson blaða- maður og ritstýrði Skinfaxa til ársins 1990. Ingólfur hélt fyrri ritstjórnarstefnu og tók mörg viðtöl við fólk utan og inn- an UMFÍ. Hann tók upp það nýmæli frá blaðamennskunni að birta athyglis- verðar fyrirsagnir á forsíðu og einnig komu til sögunnar litlir fréttadálkar héðan og þaðan án fyrirsagna sem hlutu nafnið „Molar“ og þóttu vel heppnaðir. Þegar fram í sótti lagði Ingólfur niður föstu þættina en tileinkaði gjarnan hluta hvers blaðs afmörkuðu málefni hverju sinni. Þar má nefna íþróttir kvenna, ungl- ingastarf og afreksfólk svo eitthvað sé nefnt. Þetta mæltist vel fyrir og með batnandi prentvinnslu var Skinfaxi orð- inn hið læsilegasta blað. Konur taka völdin Skinfaxi var stöðugt til umræðu á þingum UMFÍ og oftast var umræðu- efnið léleg afkoma blaðsins og minni útbreiðsla en vonir stóðu til. Eftir miklar umræður um útgáfumál á þinginu 1989 varð niðurstaðan sú að fækka tölublöð- um Skinfaxa í fjögur en ritstjóranum jafnframt falið að koma út Fréttabréfi UMFÍ. Þá var skipuð þriggja manna ritnefnd blaðsins, ritstjóranum til halds og trausts. Hugmyndin var sú að Frétta- bréfið flytti tilkynningar frá stjórn til félaganna en Skinfaxi sæi um viðtölin, úrvinnslu frétta og hugmyndafræðina. Í stað leiðara ritstjórans skyldu stjórnar- menn UMFÍ skipta þeim á milli sín. Nú kom til þess að ráða nýjan ritstjóra og fyrir valinu varð fyrsta konan, Una María Óskarsdóttir frá Laugum í Þing- eyjarsýslu. Hún hafði þá starfað um tíma Skinfaxi 100 ára Ingólfur Hjörleifs- son, ritstjóri Skin- faxa 1987–1989. Una María Óskars- dóttir, ritstjóri Skin- faxa 1990–1992. Forsíða Skinfaxa frá 1978. Steinþór Pálsson, ritstjóri Skinfaxa 1981. Ingólfur A. Stein- dórsson, ritstjóri Skinfaxa 1982–1984. Guðmundur Gísla- son, ritstjóri Skin- faxa 1985–1987. Forsíða Skinfaxa frá 1987. Sérrit Skinfaxa frá 1995. Diðrik Haraldsson, ritstjóri Skinfaxa 1980.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.