Skinfaxi - 01.11.2009, Side 20
20 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Skammt er stórra högga á milli hjá
Ungmennafélagi Íslands. Minnst var ald-
arafmælis samtakanna árið 2007 með
ýmsum hætti og í sumar voru liðin 100 ár
frá fyrsta Landsmóti UMFÍ og þess minnst
með glæsilegum hætti á Akureyri. Ekki
er hægt annað en að vera stoltur af því
hve vel tókst til þar á allan hátt og verður
þessa móts minnst um ókomna tíð fyrir
glæsileika og gott skipulag.
Nú er komið að Skinfaxa, tímariti Ung-
mennafélags Íslands, en í ár er liðin öld
frá því að blaðið hóf göngu sína. Ég minn-
ist Skinfaxa frá barnæsku, en faðir minn
keypti að sjálfsögðu blaðið því hann var
alla sína ævi dyggur og trúr ungmenna-
félagshreyfingunni. Hann ól okkur upp
í þeirri hugsjón og Skinfaxi var hluti af
ungmennafélagsuppeldinu.
Það var mikill áfangi í lífi okkar krakk-
anna í sveitinni þegar við höfðum aldur til
að ganga í ungmennafélagið og verða
virkir félagar en þá þurftum við að vera
orðin 10 ára.
Eins og ég gat um hér að framan kom
Skinfaxi inn á æskuheimili mitt, en síðan
þá hefur hann tekið miklum breytingum
til betri vegar, enda tæknin önnur og
blaðið mun líflegra og höfðar betur til
ungu kynslóðarinnar en áður og er það
vel. Blaðið hefur verið í stöðugri þróun til
betri vegar á umliðnum árum og það er
trú mín að svo muni verða áfram því það
hefur sýnt sig að metnaðarfullt starf er
unnið við útgáfu Skinfaxa.
Á þeim árum sem ég sat í stjórn UMFÍ
held ég að ekki hafi verið haldinn stjórnar-
fundur án þess að eytt hafi verið löngum
tíma í umræður um útgáfu og rekstur
Skinfaxa. Víst er að oft var reksturinn
þungur og mikið kapp lagt á að bæta
hann, en oft þurfti að leggja einhverjar
krónur með og aldrei sá ég eftir þeim
krónum. Þeim var vel varið því blaðið á
að vera rödd hreyfingarinnar.
Fyrrverandi formenn UMFÍ
Björn Bjarndal Jónsson, formaður UMFÍ 2001–2007:
Við erum stolt af blaðinu okkar
Þegar ákveðnum áfanga er náð í lífinu
er hollt að setjast niður og líta yfir farinn
veg. Ungmennafélagshreyfingin er orðin
hundrað ára og gott betur. Það er ánægju-
legt að landshreyfing á borð við Ung-
mennafélag Íslands skuli hafa náð svo
háum aldri. Á Íslandi hafa átt sér stað á
þessu tímabili ýmsar uppákomur sem
ætla má að hefðu dugað einar og sér til
að slá ungmennafélaga út af laginu svo
að þeir gæfust upp. Má þar nefna krepp-
una (hina fyrri), erfið ár vegna kulda, fyrri
og seinni heimsstyrjöldina og fólksflótta
úr sveitum.
Líka er hægt að telja upp tækifærin sem
við Íslendingar höfum fengið og fljótt á
litið hefðu líka getað slegið okkur út af
laginu. Þar er ég að tala um tæknibyltingu
fyrri aldar og síðan tímabil ofsagróða og
stórra tækifæra.
Nei, hvorki uppsveiflur eða samdráttur
í þjóðfélaginu hafa komið í veg fyrir blóm-
legt starf ungmennafélaga. En þá spyr
maður sig hvað hreyfingin hafi haft fram
yfir fyrirtæki, stofnanir og önnur félög og
samtök sem hafa komið og farið. Einhver
kjölfesta hlýtur að hafa verið til staðar hjá
okkur sem hefur gert ungmennafélags-
hreyfinguna 100 ára. Er ekki hugsanlegt
að stöðug blaðaútgáfa í hundrað ár hafi
fært okkur gæfu til langlífis?
Það er mat þess sem ritar þessa grein
að Skinfaxi hafi fært okkur þá festu og trú
á okkur sjálf sem hafi dugað til að halda
ungmennafélagshreyfingunni gangandi
í öll þessi ár. Skinfaxi hefur fært ung-
mennafélögum fréttir úr starfinu, blásið
okkur sóknarhug í brjóst eftir lestur greina
sem eldhugar hvers tíma hafa skrifað, auk-
ið stolt okkar með umfjöllun blaðsins um
afreksfólkið, fært okkur nær hvert öðru
með upplýsingum um almennt starf í
hreyfingunni og svo mætti lengi telja.
Það má öllum ljóst vera að það afl sem
Skinfaxi hefur borið með sér, ekki síst á
erfiðum tímum, hefur fært aukinn kraft í
ungmennafélagsstarfið.
Við erum stolt af blaðinu okkar. Þegar
flett er hundrað árgöngum af Skinfaxa er
verið að fletta sögu UMFÍ um leið. Þar er
sagan skráð frá ári til árs sem enginn get-
ur skráð betur en þar stendur.
Ég vil nota þetta tækifæri og óska okk-
ur til hamingju með 100 ára afmæli Skin-
faxa. Hamingjuóskir mínar eru ekki síst til
þeirra sem standa að útgáfu blaðsins í dag.
Ég sé ekki hvernig hægt væri að gera betur.
Íslandi allt!
Björn Bjarndal Jónsson
Ég geri ráð fyrir að enn þurfi að leggja
nokkuð á sig til að ná endum saman í
rekstrinum. En við skulum ekki hafa
áhyggjur því vel er unnið að útgáfunni.
Í dag er blaðið glæsilegt, vel unnið
og vandað á allan hátt, vel læsilegt fyrir
jafnt unga sem aldna, allir geta fundið
eitthvað við sitt hæfi í því. Ég er stoltur
af blaðinu og hvet ritstjóra og ritstjórn
Skinfaxa ásamt stjórn UMFÍ til að halda
áfram á sömu braut, að bæta blaðið og
styrkja það á allan hátt.
Að lokum vil ég óska Ungmennafélagi
Íslands til hamingju með þann árangur
að ná því að gefa tímarit sitt út í 100 ár
samfellt og það er von mín að hið síunga
blað fylgi ungmennafélagshreyfingunni
og kynni málstað hennar um ókomna tíð
og vinni æskunni til heilla.
Íslandi allt!
Þórir Jónsson
Þórir Jónsson, formaður UMFÍ 1993–2001:
Minnist Skinfaxa frá barnæsku
Skinfaxi
100
1909–2009
ára
Skinfaxi
100
1909–2009
ára
Lindi ehf.
TRADE
MARK
Ketilsbraut 13
640 Húsavík