Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.2009, Page 22

Skinfaxi - 01.11.2009, Page 22
22 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands „Ég minnist tímanna, þegar ég ritstýrði Skinfaxa, með hlýjum hug. Ég hafði alist upp í ungmennafélagshreyfingunni að miklu leyti og þóttist þekkja hana nokkuð vel. Það var hins vegar algjör tilviljun að ég fór að vinna við blaðið og hafði reynd- ar alls ekki stefnt að því. Það kom hins vegar upp einhvers konar kreppuástand og blaðið var í vandræðum. Bróðir minn var formaður á þessum tíma og lagði mikla áherslu á það að þessi þráður slitn- aði ekki. Það tókst svo reyndar að koma einhverjum blöðum út á hverju ári. Ég ætlaði bara að vera til bráðabirgða og var í fullu starfi, en það teygðist á þessu,“ sagði Eysteinn Þorvaldsson, fyrrum ritstjóri Skinfaxa. – Hvað finnst þér standa upp úr á þínum ritstjóraferli? „Það er starfið í hreyfingunni í heild sinni sem kemur fyrst upp í hugann. Ég man vel eftir Landsmótinu á Laugarvatni 1965 sem var fjölmennt og veðrið lék við gesti og keppendur allan tímann. Við gerð- um síðan þessu móti góð skil í blaðinu. Þetta Landsmót sýndi, svo ekki varð um villst, hið þróttmikla starf ungmenna- félaganna og almenningi var gert það ljóst,“ sagði Eysteinn. Hann sagði að í sín- um huga hefði Skinfaxi mikið gildi fyrir ungmennafélagshreyfinguna. Blaðið ætti sér mikla og langa sögu og það Fyrrverandi ritstjórar Skinfaxa væri mikils virði fyrir svona fjölmenna hreyfingu að eiga sitt málgagn. „Skinfaxi rekur starfið svolítið en í blað- inu eru birtar stefnumótandi greinar sem skiptir miklu máli. Með sögu sinni hefur það sannað að sínu leyti gildi hreyfingar- innar sem hefur verið ákaflega mikið úti um allt land í gegnum tíðina. Það má telj- ast nokkuð afrek að það hafi tekist að halda blaðinu úti allan þennan tíma en sýnir um leið þrótt hreyfingarinnar að geta það. Ekki er auðvelt að halda tíma- riti svona lengi úti en Skinfaxi er þáttur í sögu ungmennafélagshreyfingarinnar og samofið sögu hennar. Ég held að það sé mikilvægt að hreyfingin hafi alið með sér þetta málgagn alla tíð og haft það sem vettvang fyrir lýsingar á starfinu. Í blaðinu hefur starfið verið vel rakið og það er mikils virði að eiga eins konar annál til að gera grein fyrir því hvað hefur verið að gerast í hreyfingunni á hverjum tíma,“ sagði Eysteinn. Eysteinn segir að þessir tímar hafi verið uppgangstímar hjá Ungmenna- félagi Íslands. „Það varð mikil breyting á starfinu þegar Hafsteinn tók við formennskunni. Þá var Sigurður Geirdal þarna starfsmað- ur og þeir unnu mjög vel saman. Mér fannst starfið allt breytast og eflast á þessum tíma. Þeir félagar voru í góðu Ingólfur Hjörleifsson, sem var ritstjóri Skinfaxa 1987–1989, segir það grunntón í hreyfingunni að ráða yfir tímariti á borð við Skinfaxa sem hefur góða dreifingu í félögunum. Skinfaxi er málgagn, umræðu- vettvangur og flytur fréttir. Ingólfur segir að þótt Netið sé orðið útbreitt þá verði prentútgáfa alltaf nauðsynleg fyrir hreyf- ingu á borð við Ungmennafélag Íslands. – Þú ritstýrðir Skinfaxa um tíma. Hvernig minnist þú þess? „Það var svolítið sérstakt fyrir mig að koma að þessu, en ég kom úr íþróttafélagi á höfuðborgarsvæðinu og inn í ung- mennafélagshreyfinguna. Þetta var breyt- ing því að ég hafði ekki alveg áttað mig á því hvað munurinn var skýr og sterkur á íþróttafélagi í þéttbýli og ungmenna- félögum úti á landi. Maður hreifst af því hve starfsemin var fjölbreytt. Það var mjög skemmtilegt að vinna við þetta blað og starfið var mjög fjölbreytt. Þegar maður var að tala við fólk úti á landi var ekkert frekar verið að tala um íþróttir heldur var sviðið bara miklu breiðara,“ sagði Ingólfur. – Finnst þér ekki merkilegt að hreyfing- unni skuli hafa tekist að halda blaði út sam- fleytt í 100 ár? „Ef þú þekkir innviði samtakanna vel á það alls ekki að koma á óvart. Hreyfingin á bak við blaðið er það öflug að annað hefði aldrei komið til greina. Fólk í hreyf- ingunni er það mikið félagsmálafólk að ég sé ekki fyrir mér að blaðið væri ekki gangandi. Skinfaxi er það mikilsverður hluti innan UMFÍ og nauðsynlegur og sjálfgefið að hann komi út. Auðvitað hafa komið erfiðir tímar, en við því hefur verið brugðist af skynsemi. Það er því afar brýnt í mínum huga að hreyfingin gefi út sterkt og gott blað.“ Ingólfur segist í gegnum tíðina hafa fylgst með blaðinu og beri hlýjan hug til þess. „Nú er ég kominn á kaf í starfið hjá Breiðabliki í Kópavogi, en þar sit ég í stjórn sunddeildarinnar. Við vorum á landsmóti í sumar sem var afskaplega skemmtilegt,“ sagði Ingólfur Hjörleifsson, fyrrum ritstjóri Skinfaxa. Ingólfur Hjörleifsson, ritstjóri Skinfaxa 1987–1989: Blaðið er grunntónn hreyfingarinnar Eysteinn Þorvaldsson ritstýrði Skinfaxa um 12 ára skeið: Mikils virði fyrir stóra hreyfingu að eiga sitt málgagn sambandi við hreyfinguna og stundum var ég í för með þeim úti á landi. Eins og ég sagði að framan var ég lengur við störf en ég ætlaði mér í upphafi. Þeir fengu mig til starfans svo þráðurinn slitnaði ekki, þannig að útgáfa blaðsins félli ekki niður. Ég hafði mjög gaman af þessu starfi. Ég hafði áður starfað að blaðamennsku og þóttist geta gert þetta þó ég hafði margt annað að gera. Ég reyndi þó mitt besta.“ – Hvernig var að gefa út blað á þessum tímum hvað varðaði rekstur og auglýs- ingaöflun? „Það var á stundum mikill barningur. Það var enginn sérstakur auglýsinga- stjóri og við Sigurður Geirdal stóðum eitt- hvað í því að fá auglýsingar. Vinnan í kringum svona blað er mikil hvert sem litið er. Þetta hafðist samt allt að lokum og þá sérstaklega í góðri samvinnu við stjórnina sem var að taka við um það leyti sem ég hóf störf,“ sagði Eysteinn. Eysteinn sagðist eiga þá von í brjósti að blaðið ætti góða framtíð fyrir sér. Það væri mikilvægt að halda þessu merki á loft. „Skinfaxi er eitt af elstu tímaritum landsins og á fullt erindi að koma út áfram og ég vil óska hreyfingunni til hamingju með blaðið á þessum tímamótum,“ sagði Eysteinn Þorvaldsson. Ingólfur Hjörleifs- son, ritstjóri Skin- faxa 1987-1990. Eysteinn Þorvalds- son, ritstjóri Skin- faxa 1965–1976. Skinfaxi 100 1909–2009 ára Skaftárhreppur

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.